Komin heim... smá mont og strætó!

Geðveikt professional!Reyndar kom ég heim 12. ágúst og er búin að vera að læra fyrir sumarpróf, fylgjast með handboltanum og svona.

Annars voru síðustu dagarnir í Vín alveg æðislegir. Sahiba vinkona mín var hjá mér síðustu 12 dagana og við áttum góð stelpukvöld saman, með ís og sjónvarpsglápi. Svo var það VIMUN ráðstefnan þar sem að ég var fulltrúi Rússlands í Öryggisráði SÞ að ræða ástandið í Georgíu. Mér var boðið í kjölfarið til Rússlands í apríl að stýra Öryggisráðinu á Model UN ráðstefnunni þar, þeim fannst ég svo mögnuð sem Rússland, sögðu að ég væri besti þátttakandi sem þau hefðu nokkurntíman séð sem Rússland Cool Ég fékk síðan verðlaun fyrir að vera besti ræðumaðurinn (konan) í Öryggisráðinu á ráðstefnunni og fékk voða fín verðlaun frá menntamálaráðherra Austurríkis. Ráðstefnan var haldin í höfuðstöðvum SÞ í VínÉg, Chris, Tony og Vroni þannig að maður var umkringdur diplómötum og svona Grin

Svo er ég búin að fá einkunir úr 3 kúrsum af fimm þarna úti og mín fékk auðvitað 10, ég er svo gáfuð!!!!

Vroni (stelpan sem ég leigði herbergið af) var svo elskuleg að skutla mér á flugvöllinn með allt dótið og Tony (kærasti Konni) og Chris (vinur Vroni frá Kanada sem var á interrail) komu með og hjálpuðu mér að bera allt draslið. Flugið var svo alveg æðislegt og ég mæli eindregið með því að fljúga með Lauda Air og Austrian Airlines. Það munaði ekkert smá að vera í beinu flugi,  fá æðislegan mat og þjónustu um borð og tvö frí hvítvínsglös! 

Það var mjög gott að koma heim og ná í skottið á Dave áður en hann hélt heim til Bandaríkjanna og við fórum auðvitað á djammið! Ég gat ekki látið hann fara heim án þess að prófa djammið í Reykjavík. Það má segja að kvöldið hafi endað skrautlega og Dave heldur því fram að ég sé ekki góð í því að passa að fólk drekki ekki of mikið á djamminu... úbbs! Halo

Annars er ég byrjuð að vinna hjá tollstjóranum í Reykjavík aftur og verð að vinna þar í vetur og að skrifa ritgerðina. Svo verð ég stjórnmálafræðingur í febrúar. Ég mun bara dúllast með strætó á milli Akranes og Reykjavíkur og verð að taka við að Gurrí með strætóferða færslum, hún er farin að svindla konan og fá far! USSS þetta gengur ekki! Það var nú bara bekkjarmót úr Brekkó í strætó í gær og mjög gaman að hitta fólk sem að ég hef ekki hitt í marga mánuði ef ekki ár bara! Annars var ekkert djúsí enda sökk ég mér ofan í glósurnar og spjall Joyful

Í gærkveldi hittumst við svo vinkonurnar og auðvitað var um nóg að spjalla, svo var ég mætt klukkan átta í morgun í vinnuna mjög fersk og seyðandi. Ég er farin að æfa seyðandi röddina fyrir símann, ætla að nota Evu Sólan tóninn þegar fólk hringir og biður um upplýsingar og svona um tollamál sín.

Ég verð svo í Fréttablaðinu á föstudaginn undir liðnum "Borgin mín". Þið verðið að lesa pistilinn, klippa hann út og dást að honum W00t

Vera ljóskan í sinni deild

P.S. Smelli inn myndum af fyrstu dögum mínum á klakanum fljótlega.


Ég er að koma heim...

á morgun!!!!

Það er búið að vera eitthvað vesen síðan að bloggið hrundi um daginn og ég hef ekki getað bloggað. Færslurnar vistast ekki og eitthvað svoleiðis þannig að ég ætla að líta betur á málið þegar ég er komin heim :-)

Vera


Vínarævintýr

Museums QuartierMikið rosalega er ég löt við þetta blogg þessa dagana. Móðir mín var farin að senda mér tölvupósta þar sem hún lýsti yfir áhyggjum af því hvort ég væri nokkuð á lífi og ef að hún fengi ekki svör brátt að þá myndi hún senda út leitarflokk...

Ég er ennþá í Vín, sama herbergi, sömu íbúð, sömu hæð, sama húsi í sömu götu. Ég hef þó hætt mér út fyrir borgina aðeins og skrapp með vinum til Neusiedler See þar sem ég lá í sólbaði og brann... Ég er nú samt með smá lit Cool 

Síðan voru það síðustu dagarnir í skólanum, ég var með hálfa meðvitund þessa síðustu daga júní mánaðar vegna slæms ofnæmis fyrir moskítóbitum, þaðNeusiedler See endaði með því að ég fór á slysó þar sem ég var send til rosalega myndarlegs húðsjúkdómalæknis. Hann skrifaði upp á krem til að bera á bitin og sagði að þetta væru slæm viðbrögð og að þetta hafi verið "nasty mosquito". Ég keypti í kjölfarið ýmsar græjur til að berjast við þessa leiðindar moskító pest! Allir alþjóðasamningar um gjöreyðingarvopn voru brotnir í stríði mínu en ég sigraði og hef ekki fengið nýtt moskítóbit í marga marga daga W00t

Ég kvaddi flesta vini mína hérna sem héldu heim á leið, það eru bara örfáir sem hafa ákveðið að vera lengur og njóta Vínarísks sumars. Það að dvelja hérna lengur gaf mér tækifæri til að aðstoða Ég við íslenska fánan í aðal fundarherbergi OSCEOSCE við fyrstu Model OSCE ráðstefnuna. Ráðstefnan var haldin í Hofburg þar sem að starfsemi OSCE fer fram. Þetta var náttúrulega einstakt tækifæri til að sjá hvernig OSCE starfar og virkar. Ég og Amy vorum fengin af OSCE til að vera á einu af hótelunum þar sem að þátttakendur gistu til að sjá til þess að þeir kæmust á ráðstefnu stað og vera til staðar ef eitthvað kæmi uppá. Mjög fínt hótel, sérstaklega morgunverðar hlaðborðið, heiti potturinn og sánan mmmm InLove

Við vorum 12 aðstoðarmenn við ráðstefnuna og 5 af okkur fengum frábæra hugmynd, við settum á fót alþjóðastofnun sem ber heitið "United Friends Organization". Við 5 erum með fastasæti í Amiable Council og erum núna að skrifa Charter fyrir stofnunina. Hann verður byggður á Charter SÞ (aha við erum nördar). Þetta skemmti okkur mjög en þið sem þekkið stofnanir og byggingu SÞ munið skilja eftirfarandi dæmi um stofnanir UFO:

  • FRC - Friends Rights Council
  • GFA - General Friends Assembly
  • IAEA - International Amiable Energy Agency
  • ICF - International Court of FriendshipHluti af UFO
Svo að nokkur dæmi séu tekin. Ég mun auðvitað sýna ykkur logo UFO um leið og hönnun þess líkur. Ég vissi alltaf að ég myndi verða mikilvægur aðili hjá alþjóðastofnun! 

Áður en að Model OSCE ráðstefnan hófst var önnur ráðstefna í gangi hjá OSCE og á henni var BA-leiðbeinandi minn hún Alyson Bailes þannig að ég fékk tækifæri til að hitta hana og ræða BA ritgerðina. Það var einstaklega ljúft.  

Síðan tók við að halda áfram að reyna að ljúka þessum blessuðu ritgerðum (ég hef ákveðið að ég ÆTLA að klára eina í dag/kvöld ég bara verð!).  

Phil og Harald á leið á næturlífiðHarald kom svo í heimsókn um helgina frá Þýskalandi og ég sýndi honum Vín. Við vorum einstaklega dugleg að smakka kökur og kaffi... heilsufæði algjörlega haft í fyrirrúmi! Ég sýndi honum einnig næturlíf Vínar, en hann var sóttur af mér og Phil (einn af þeim sem varð eftir í Vín) knúsaður í ræmur og afhent áfengi "trink!". Harald var bara mjög sáttur við þessar mótttökur og skemmtum við okkur konunglega.  Hann fór svo til baka til Þýskalands í gær og ég er bara heima að læra.

Ég hef ákveðið að eftir að ég hef djammað með Dave á Íslandi að þá er ég hætt að drekka, amk í bili. Held að lifrin hafi gott af því að jafna sig eftir erasmus. Ég mun einnig leggja til að viðvörun verði sett á erasmus bæklinga: "Warning: attending the erasmus exchange program may cause increase in alcohol consumption."Harald við gosbrunn í Schönbrunn park

Að lokum við ég taka það fram við foreldra mína að ég hef að sjálfsögðu hagað mér mjög vel og drukkið ávalt í hófi... Engin af félögum mínum hérna úti myndi detta í hug að Íslendingar drekki mikið Halo

Vera  

For my non-Icelandic speaking friends:

I've been very lazy with the whole blog thing lately, I use being busy as an excuse. Most of you know that I've been saying goodbye to you actually and I'd like to thank you guys for an awesome time here in Vienna!

I was an assistant to the very first Model OSCE held at the Hofburg where the real meetings of the OSCE take place. I met wonderful people there and got to know how the OSCE works. We founded the United Friends Organization (see the points above as examples of the bodies and councils of the UFO).

I also got the chance to meet up with my thesis supervisor since she was at the OSCE Annual Security Review Conference. It was great to have a talk with her about my thesis and another essay I'm currently working on. 

Then my friend Harald came to visit me from Germany and me and Phil welcomed him with alcohol and dragged him to the Vienna night-life. It was awesome Police I showed Harald around Vienna and we ate cakes and drank coffee, it was very nice as well.

I'll try my best to have english summaries of my posts for you non-Icelandic speakers. Henriikka this one is for you Heart

Vera 


Þrumuveður - Gewitter!

gewitterStormurinn í gær var æðislegur! Þrumurnar og eldingarnar stóðu í hátt í tvo tíma með tilheyrandi látum og úrhelli! Það var einmitt að hefjast annar stormur með rosa eldingum og látum, úrhellið var að hefjast og spurning hvort að það fylgji haglél með W00t Þó að hann verði jafn langur og sá sem var í gær þá ætti hann að vera gengin yfir áður en að leikurinn hefst, það verður þó áhugavert að sjá hvernig þetta fer ef að hann verður enn í gangi, tja eða ef að annar fylgir á eftir, í kvöld á meðan leiknum stendur Grin Eldingarnar eru mun nærri minni staðsetningu heldur enn í gær (styttra á mili leifturs og hljóðs). 

Ég ELSKA þetta veður! Enda gott að fá ogguponsu kælingu sem kemur með storminum (sem er þó ekki mikil!) Enda búið að vera um og yfir 30° stiga hiti hérna undanfarið! Ég get þó með ánægju tilkynnt það að ég er byrjuð að taka lit í sólinni hérna (já ég, ofur næpuhvíta Vera!) Cool

Aufwiedersehen!

Vera

P.S. ég fer að verða búin með alla kúrsana hérna og þá kemur alvöru blogg um það sem hefur á daga mína drifið ásamt myndum.  

UPDATE - Það byrjaði þessi heljarinnar stormur rétt í þessu með þrumum og eldingum og öllu tilheyrandi! Verst að vera ekki við sjónvarpið til að geta séð leikinn (er í tíma)!


mbl.is Óveður olli sambandsleysi í leik Tyrkja og Þjóðverja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Áríðandi fréttatilkynning!

Í næstu viku fer ég í 2 próf og þann 30. júní þarf ég að vera búin með:

  • 1 ritgerð fyrir kúrs um öryggis og varnar stefnu ESB
  • 1 ritgerð fyrir kúrs um réttlæti, jafnrétti og pólitískar breytingar í átaka samfélögum
  • 1 ritgerð fyrir kúrs um alþjóðavæðingu og einkavæðingu valds/ofbeldis - kenningarleg innsýn á tímum hnattvæðingar
  • 1 position paper til að meta námskeið sem er í punkti númer tvö
  • 1 discussant handout (fyrir morgun daginn reyndar) fyrir sama kúrs
  • 1 rannsóknardagbók fyrir kúrsinn sem nefndur er í punkti 3

Ásamt þessu þarf ég einnig að kveðja alla vini mína sem halda heim á leið á næstu dögum Crying

Ég biðst því velvirðingar ef að ég svara ykkur ekki á MSN, Skype, Facebook eða öðrum samskiptatækjum. Ég veit, ég veit ég er alltaf online eeeennn ég gleymi alltaf að setja mig á busy eða invisible og það er svo dónalegt að gera það um leið og einhver byrjar að tala við mig. Þá lítur það út eins og ég vilji ekki tala við viðkomandi.

Ef að statusskilaboð mín á fyrrnefndum miðlum eru fáránleg, asnaleg, með vott um geðveiki þá er það eingöngu vegna of mikils upplýsingaflæðis til heilans. Ég býst við að áhrifin verði alvarlegri að þessu sinni þar sem að flest lesefnið er á þýsku.

Aufwiedersehen!

Vera 


Hvernig væri að reyna að græða soldið á þessu?

Við getum "bjargað" birninum og sett hann í húsdýragarðinn! Svo segjum við heimspressunni hversu mikil dáð það var af okkur að bjarga honum Ófeigi og fólk mun flykkjast að utan að heimi til að sjá íslenska ísbjörninn! Slík aukning í ferðamannaþjónustu myndi efla efnahaginn og kannski verða til þess að krónan styrkist aðeins!

Ég held að það sé alveg kjörin hugmynd að breyta málinu öllu í gróðabatterí...


mbl.is Vill nefna björninn Ófeig
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bein lýsing frá stemmningunni í Vín!

Já ég sit í tíma (engin komment!) en háskólinn er rétt hjá aðdáendasvæðinu og ég heyri eiginlega ekkert í hópnum sem er með fyrirlestur í kvöld fyrir söng Króata "Deutschland Deutschland aufwiedersehen..." (fyrir þá sem ekki kunna þýsku þá þýðir þetta "Þýskaland Þýskaland bless").

Vegna þess að ég sit í tíma þá missi ég af leik Póllands og Austurríkis! OHHHHH! 

En nánari lýsingar á stemmningunni hérna í Vín má finna í færslu minni hér á undan. 

Kveðja frá EM stemmningunni í Vín

Vera 


mbl.is Króatía vann Þýskaland, 2:1
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

EM stemmningin í beinni frá Vín!

Aðdáendur á HeldenplatzJá það er ekki hægt að komast hjá því að upplifa stemmninguna í kringum EM hérna í Vín! Minnstu deildirnar í háskólanum hafa hætt kennslu þar sem að öryggi í kringum háskólann hefur verið aukið vegna nálægðar við hið svokallaða "Fanzone". Auðvitað er minni deild ekkert lokað og nóg að gera í lærdómnum, en það hefur ekki stoppað mig við að fara á "Fanzone" og horfa á tvo leiki! Fyrsti leikurinn sem að ég horfði á á svæðinu var Þýskaland-Pólland og stemmningin var góð. Auðvitað var mikil spenna í loftinu enda margir Pólverjar og Þjóðverjar á svæðinu en allir höguðu sér vel. Það eru nokkrir staðir sem eru með risaskjái á þessu verndaða aðdáendasvæði og auðvitað er stappa af fólki að fylgjast með leikjunum og stemmningin er mögnuð! Phil og Elina í bleytunniLeikur Þýskalands og Póllands var eiginlega sá skondnasti að horfa á en ég held að það hafi verið vegna aðstæðna en ekki leiksins sjálfs. Það fór nefnilega að rigna eftir hálfleik og þá er ég ekki að tala um einhverja dropa heldur úrhelli! Ég hefði vel getað tekið sjampóið með mér og þvegið mér með góðu móti. Göturnar og gangstéttirnar breyttust í stórfljót og ég var bara fegin að vera vel synd! Áður en að rigningin varð óbærileg fékk ég að deila plastyfirhöfn með enskum vini og pírðum við út um ermina til að sjá framvindu leiksins. Við gáfumst hinsvegar fljótt upp hópurinn flúði inn í nærliggjandi bjórtjald sem var einnig að sýna frá leiknum.blautar ljóskur Það fór reyndar þannig að einhverjir urðu eftir og týndust úr hópnum og fengu statusinn "casulties of war". Ég var auðvitað svo klár að vera í hvítum bol þannig að strákarnir í hópnum útnefndu mig sigurvegara blautbola keppni kvöldsins. Sem betur fer hafði ein vinkona hent yfir mig jakkanum sínum þegar það byrjaði að rigna þannig að ég gat hulið mig.

Síðari leikurinn sem ég fór að sjá var að sjálfsögðu Holland-Ítalía þar sem að Hollendingar tóku nú Ítalina í bakaríið!Stytturnar eru skreyttar líka! Ég var sko klædd í fánaliti Hollands með hollenska fánan málaðan á hendurnar á mér og fagnaði ákaft innan um Ítalina þegar Hollendingar skoruðu sín þrjú glæsilegu mörk!

Ég hef fylgst með hinum leikjunum með öðru auganu svona til að vera inni í málunum og er reyndar búin að vera ansi góð að veðja á rétta sigurvegara og meta styrkleika liða (já ég veit ég af ÖLLUM!). Það er bara svo gaman að upplifa stemmninguna og vera svolítið með. Enda kemst ég ekki hjá því að upplifa allt saman þar sem að mín samgöngulína (eða neðanjarðarlestarlínan U2) fer akkúrrat á milli leikvangsins og Karlsplatz og þar á milli er aðdáendasvæðið. Þannig að þegar ég fer í skólann (sem er stoppið rétt áður en að aðdáendasvæða stoppin byrja) eða heim úr skólanum þá kemst ég eiginlega ekki hjá því að deila vagni með æstum aðdáendum. Og ég sem er orðin algjör Pollýanna tek því bara með stakri ró (já líka þegar að það er svo þröngt á þingi að maður kremst á milli króatísku Við Elina studdum Ísland og Finnaland ákaft!og austurrísku aðdáendanna) og nýt þess að allt sé að ganga svona vel og samgöngum stjórnað af prýði og engin átök á milli aðdáenda. Ég gleðst bara yfir því að það eru amk engar enskar fótboltabullur á svæðinu Grin Svo er líka gaman að hugsa til þess (kemur litli púkinn upp í mér) að greyið Austurríkismenn munu ekki vinna Þýskaland á mánudaginn og þegar ég stríði austurrískum félögum mínum á því þá segja þeir "já en sko, árið 1978 þá unnum við Þjóðverja!" og þá svara ég "En það er styttra síðan þið töpuðuð fyrir FÆREYJUM!" og dey úr hlátri Devil

Því miður missi ég af leikjum dagsins þar sem að ég verð í tímum! Það væri gaman að sjá Pólland vinna Austurríki... En ég gleðst yfir því að ég næ mér í mikilvæga þekkingu í staðinn!

Kveðja frá EM stemmningunni í Vín!

Vera 


Ég mun snúa heim...

...eftir allt saman! Þökk sé honum karli föður mínum! Takk pabbi þú ert bestur Heart

móttökunefndÉg mun snúa heim aftur á gamla góða Ísland þann 12. ágúst og býst við góðum mótökum og fagnaðarlátum. Ég býst við móttökuliði sem mun taka á móti mér með tárin í augunum og opna faðma tilbúið að heimta mig úr helju... Í móttökuliðinu þurfa að vera a.m.k. 2 ef ekki 3 sterkir karlmenn til að bera allann farangurinn minn!

Ég vildi bara láta ykkur vita af þessu svo að þið getið hafið undirbúning á þessum stórviðburði sem er án efa stærsti viðburður á Íslandi á árinu!

Sé ykkur í ágúst, en þangað til, endilega fylgist með blogginu og KOMMENTA svo, svo að ég viti nú að einhver lesi sögurnar mínar (takk Jóhann fyrir að kommenta reglulega).  

Vera 

 


Mæðgnaheimsókn og sumarveður!

n336200083_18935_8985Dömurnar í móðurleggnum komu í heimsókn til Vínar 23. - 27. maí. Það var að sjálfsögðu mikið stuð enda svo frábærar og skemmtilegar dömur samankomnar.

Ég var að sjálfsögðu leiðsögukona ferðarinnar enda að sýna þeim borgina mína Cool Ég tók á móti þeim á flugvellinum eins og alvöru leiðsögukonu sæmir, ég klikkaði reyndar á því að vera með svona skilti, ég geri það næst. Það voru miklir fagnaðar fundir á flugvellinum og ég var knúsuð alveg í ræmur! Við fengum okkur svo góðan kvöldverð á góðum ítölskum stað og svo sendi ég þær allar í háttinn enda ferðalúnar eftir langan dag! 

Á laugardeginum fórum við og skoðuðum Stephansdom, auðvitað fórum við upp í turnin og skoðuðum útsýnið yfir borgina og tón336200083_19028_7694kum margar myndir (hver á sýna myndavél þannig að það eru örugglega til 8 eintök af hverjum viðburði). Síðan röltum við niður Kärntnerstraße ásamt öllum hinum túristunum í góða veðrinu og enduðum inni á Café Sacher. Þar drukkum við ljúffengt kaffi og brögðuðum hina heimsfrægu Sacher tertu. Við fórum einnig og skoðuðum Hofburg ásamt þeim 3 söfnum sem eru þar. Síðan nutum við sólarinnar og sumar fengu sér banana sem tekin hafði verið með í nesti af morgunverðar hlaðborðinu. Síðan héldum við mamma og Hósa í áfengisleiðangur fyrir júróvisjón partíið sem var haldið eftir óperuna. Við hittumst síðan seinni partinn og fórum á Figlmüller þar sem við fengum okkur ljúffengt snitzel fyrir óperuna. Þaðan var haldið í óperuna þar sem að sumir sofnuðu og aðrir nutu. Leikar enduðu með að óperan var yfirgefin í hálfleik og drifið sig á hótelið að horfa á júróvisjón (það mátti sko ekki missa af framistöðu Íslands). Ég entist ekki lengi í júróvisjón partíin336200083_18981_7629nu og hélt í annað partí...

Á sunnudeginum fórum við á Sigmund Freud safnið og Josephinum (það er safn læknaskólans í Vín og þar eru vaxmyndir af líffærum líkamans). Eftir það ákváðum við að vera svoldið ævintýragjarnar og fara á Prater í tækin þar. Við ungu og spengilegu prófuðum nokkur tæki og skemmtum okkur konunglega. Eftir Prater fórum við á Donau Insel þar sem að við fundum þennan fína bar með happy hour og sætan þjón. Þónokkrir kokteilar voru drukknir á barnum og þjóninn var farinn að hneppa niður tölunum á skyrtunni eftir sem leið á dvöl okkar þar. Við vorum allar í gríðarlega miklu stuði og aftur kom banani við sögu! Ég pantaði mér banana daiquiri og fékk hann á borðið og skrapp svo á klósettið. Þegar ég kom til baka var heill banani sem skn336200083_19014_5997reyting í drykknum, ekki alveg eins og ég hélt að ég hefði skilið við þetta. Hósa prakkari hafði sett morgunverðar bananan í drykkinn og ætlaði að reyna að halda þessu leyndu.

Eftir að hafa drukkið og borðað á barnum fórum við yfir brúnna og prófuðum trampólínin þar. Sumar voru betri en aðrar, ein að sjálfsögðu atvinnukona í svona hoppi og hoppaði og skoppaði í öllum stellingum, aðrar reyndu að herma og mér tókst að snúa á mér fótinn!

Á mánudeginum fórum við og versluðum stíft áður en að við hittumst á hótelinu til að fara í sekt til Finns, Jóhönnu og Önnu Bryndísar. Það var afskaplega notalegt hjá þeim og Anna Bryndís stal hugum og hjörtum mæðgnanna. Síðan var haldið á kaffihús þar sem að við borðuðum og fengum okkur rosalega flotta ísrétti í eftirrétt.

Á þriðjudeginum kvaddi ég dömurnar og hóf aftur mitt hefðbundna líf hér í Vín.

Ven336200083_19199_9988ðrið er búið að vera alveg frábært undanfarið, eiginlega of gott og of heitt! Allt of heitt! Ég held stundum að ég sé að bráðna. Sem betur fer á ég bikiní núna og gat farið í laugina með Amy og kælt mig niður.

Ég hélt frábært partí á föstudaginn með þemanu "brjálaðir litir". Það mátti sko finna alla litaflóruna í íbúðinni minni það kvöldið. Gestum var boðið að smakka íslenskt sælgæti og brennivín, ópal og tópas skot. Einhverjum fannst það braðgast eins og munnskol og ég sagði liðinu bara að íslenskt áfengi væri svo hollt, þess vegna værum við Íslendingar alltaf í efstu sætum á heimslistum þegar kemur að heilbrigði og öðru slíku.

Það er alveg nóg að gera í lærdómnum þennan mánuðinn, ég held 2 fyrirlestra í næstu viku svo þarf ég að skrifa 3 ritgerðir og taka 2 próf! Nóg að gera sumsé og ég þarf einmitt að snúa mér frá bloggi núna og að bókunum!

Vera 

Myndir frá mæðgnaheimsókninni má sjá hér: http://www.facebook.com/album.php?aid=612&l=0830d&id=336200083 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.