EM stemmningin í beinni frá Vín!

Aðdáendur á HeldenplatzJá það er ekki hægt að komast hjá því að upplifa stemmninguna í kringum EM hérna í Vín! Minnstu deildirnar í háskólanum hafa hætt kennslu þar sem að öryggi í kringum háskólann hefur verið aukið vegna nálægðar við hið svokallaða "Fanzone". Auðvitað er minni deild ekkert lokað og nóg að gera í lærdómnum, en það hefur ekki stoppað mig við að fara á "Fanzone" og horfa á tvo leiki! Fyrsti leikurinn sem að ég horfði á á svæðinu var Þýskaland-Pólland og stemmningin var góð. Auðvitað var mikil spenna í loftinu enda margir Pólverjar og Þjóðverjar á svæðinu en allir höguðu sér vel. Það eru nokkrir staðir sem eru með risaskjái á þessu verndaða aðdáendasvæði og auðvitað er stappa af fólki að fylgjast með leikjunum og stemmningin er mögnuð! Phil og Elina í bleytunniLeikur Þýskalands og Póllands var eiginlega sá skondnasti að horfa á en ég held að það hafi verið vegna aðstæðna en ekki leiksins sjálfs. Það fór nefnilega að rigna eftir hálfleik og þá er ég ekki að tala um einhverja dropa heldur úrhelli! Ég hefði vel getað tekið sjampóið með mér og þvegið mér með góðu móti. Göturnar og gangstéttirnar breyttust í stórfljót og ég var bara fegin að vera vel synd! Áður en að rigningin varð óbærileg fékk ég að deila plastyfirhöfn með enskum vini og pírðum við út um ermina til að sjá framvindu leiksins. Við gáfumst hinsvegar fljótt upp hópurinn flúði inn í nærliggjandi bjórtjald sem var einnig að sýna frá leiknum.blautar ljóskur Það fór reyndar þannig að einhverjir urðu eftir og týndust úr hópnum og fengu statusinn "casulties of war". Ég var auðvitað svo klár að vera í hvítum bol þannig að strákarnir í hópnum útnefndu mig sigurvegara blautbola keppni kvöldsins. Sem betur fer hafði ein vinkona hent yfir mig jakkanum sínum þegar það byrjaði að rigna þannig að ég gat hulið mig.

Síðari leikurinn sem ég fór að sjá var að sjálfsögðu Holland-Ítalía þar sem að Hollendingar tóku nú Ítalina í bakaríið!Stytturnar eru skreyttar líka! Ég var sko klædd í fánaliti Hollands með hollenska fánan málaðan á hendurnar á mér og fagnaði ákaft innan um Ítalina þegar Hollendingar skoruðu sín þrjú glæsilegu mörk!

Ég hef fylgst með hinum leikjunum með öðru auganu svona til að vera inni í málunum og er reyndar búin að vera ansi góð að veðja á rétta sigurvegara og meta styrkleika liða (já ég veit ég af ÖLLUM!). Það er bara svo gaman að upplifa stemmninguna og vera svolítið með. Enda kemst ég ekki hjá því að upplifa allt saman þar sem að mín samgöngulína (eða neðanjarðarlestarlínan U2) fer akkúrrat á milli leikvangsins og Karlsplatz og þar á milli er aðdáendasvæðið. Þannig að þegar ég fer í skólann (sem er stoppið rétt áður en að aðdáendasvæða stoppin byrja) eða heim úr skólanum þá kemst ég eiginlega ekki hjá því að deila vagni með æstum aðdáendum. Og ég sem er orðin algjör Pollýanna tek því bara með stakri ró (já líka þegar að það er svo þröngt á þingi að maður kremst á milli króatísku Við Elina studdum Ísland og Finnaland ákaft!og austurrísku aðdáendanna) og nýt þess að allt sé að ganga svona vel og samgöngum stjórnað af prýði og engin átök á milli aðdáenda. Ég gleðst bara yfir því að það eru amk engar enskar fótboltabullur á svæðinu Grin Svo er líka gaman að hugsa til þess (kemur litli púkinn upp í mér) að greyið Austurríkismenn munu ekki vinna Þýskaland á mánudaginn og þegar ég stríði austurrískum félögum mínum á því þá segja þeir "já en sko, árið 1978 þá unnum við Þjóðverja!" og þá svara ég "En það er styttra síðan þið töpuðuð fyrir FÆREYJUM!" og dey úr hlátri Devil

Því miður missi ég af leikjum dagsins þar sem að ég verð í tímum! Það væri gaman að sjá Pólland vinna Austurríki... En ég gleðst yfir því að ég næ mér í mikilvæga þekkingu í staðinn!

Kveðja frá EM stemmningunni í Vín!

Vera 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.