Komin heim... smá mont og strætó!

Geðveikt professional!Reyndar kom ég heim 12. ágúst og er búin að vera að læra fyrir sumarpróf, fylgjast með handboltanum og svona.

Annars voru síðustu dagarnir í Vín alveg æðislegir. Sahiba vinkona mín var hjá mér síðustu 12 dagana og við áttum góð stelpukvöld saman, með ís og sjónvarpsglápi. Svo var það VIMUN ráðstefnan þar sem að ég var fulltrúi Rússlands í Öryggisráði SÞ að ræða ástandið í Georgíu. Mér var boðið í kjölfarið til Rússlands í apríl að stýra Öryggisráðinu á Model UN ráðstefnunni þar, þeim fannst ég svo mögnuð sem Rússland, sögðu að ég væri besti þátttakandi sem þau hefðu nokkurntíman séð sem Rússland Cool Ég fékk síðan verðlaun fyrir að vera besti ræðumaðurinn (konan) í Öryggisráðinu á ráðstefnunni og fékk voða fín verðlaun frá menntamálaráðherra Austurríkis. Ráðstefnan var haldin í höfuðstöðvum SÞ í VínÉg, Chris, Tony og Vroni þannig að maður var umkringdur diplómötum og svona Grin

Svo er ég búin að fá einkunir úr 3 kúrsum af fimm þarna úti og mín fékk auðvitað 10, ég er svo gáfuð!!!!

Vroni (stelpan sem ég leigði herbergið af) var svo elskuleg að skutla mér á flugvöllinn með allt dótið og Tony (kærasti Konni) og Chris (vinur Vroni frá Kanada sem var á interrail) komu með og hjálpuðu mér að bera allt draslið. Flugið var svo alveg æðislegt og ég mæli eindregið með því að fljúga með Lauda Air og Austrian Airlines. Það munaði ekkert smá að vera í beinu flugi,  fá æðislegan mat og þjónustu um borð og tvö frí hvítvínsglös! 

Það var mjög gott að koma heim og ná í skottið á Dave áður en hann hélt heim til Bandaríkjanna og við fórum auðvitað á djammið! Ég gat ekki látið hann fara heim án þess að prófa djammið í Reykjavík. Það má segja að kvöldið hafi endað skrautlega og Dave heldur því fram að ég sé ekki góð í því að passa að fólk drekki ekki of mikið á djamminu... úbbs! Halo

Annars er ég byrjuð að vinna hjá tollstjóranum í Reykjavík aftur og verð að vinna þar í vetur og að skrifa ritgerðina. Svo verð ég stjórnmálafræðingur í febrúar. Ég mun bara dúllast með strætó á milli Akranes og Reykjavíkur og verð að taka við að Gurrí með strætóferða færslum, hún er farin að svindla konan og fá far! USSS þetta gengur ekki! Það var nú bara bekkjarmót úr Brekkó í strætó í gær og mjög gaman að hitta fólk sem að ég hef ekki hitt í marga mánuði ef ekki ár bara! Annars var ekkert djúsí enda sökk ég mér ofan í glósurnar og spjall Joyful

Í gærkveldi hittumst við svo vinkonurnar og auðvitað var um nóg að spjalla, svo var ég mætt klukkan átta í morgun í vinnuna mjög fersk og seyðandi. Ég er farin að æfa seyðandi röddina fyrir símann, ætla að nota Evu Sólan tóninn þegar fólk hringir og biður um upplýsingar og svona um tollamál sín.

Ég verð svo í Fréttablaðinu á föstudaginn undir liðnum "Borgin mín". Þið verðið að lesa pistilinn, klippa hann út og dást að honum W00t

Vera ljóskan í sinni deild

P.S. Smelli inn myndum af fyrstu dögum mínum á klakanum fljótlega.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

auðvitað fær brainið 10... En það var stuð á bekkjarmóti í strætó, vonandi verða fleiri

Irena (IP-tala skráð) 26.8.2008 kl. 11:07

2 Smámynd: Sigurlaug Anna Jóhannsdóttir

Velkomin heim, það er búið að vera gaman að fylgjast (með öðru auganu) með ævintýrinu þínu, það er ekki að spyrja að dugnaðinum í þér stelpa.  Ánægð með þig!!

Sigurlaug Anna Jóhannsdóttir, 26.8.2008 kl. 17:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband