Ætli það sé ekki mál að láta lýðinn vita að ég sé á lífi...

BanÓtrúlegt en satt, þá er ég enn á lífi eftir að hafa hitt Ban Ki-Moon og farið til Þýskalands!

Eins og ég sagði í mínu síðasta bloggi, þá fór ég að fylgjast með pódíum umræðum með Ban Ki-Moon þarna um daginn. Ég stóð að sjálfsögðu við loforð mitt og reyndi að taka myndir, því miður sat ég í ömurlegu sæti og náði ekki góðum myndum, EN ég fékk myndir frá öðrum sem sátu á góðum stað svo tók ég vídjó af ræðu Ban Police Umræðurnar voru alveg ágætar, aðallég að taka upp ræðu Banega var fjallað um hvað ESB er æðislegt að gefa SÞ peninga og taka þátt í verkefnum SÞ og það sé svo gott samstarf þarna á milli. Einnig var rætt um hvað Austurríki væri frábært og svona. Ég stóð næstum upp og fór þegar umræður um framboð Austurríkis til sætis í Öryggisráðinu voru sem hæstar, Ísland er auðvitað best í heimi!

Það er allt að verða brjálað að gera í skólanum, þannig að mér er farið að líða bara eins og heima, fyrir utan að ég er ekki að drepast úr metnaði yfir þessu öllu saman, ætla bara að taka þessu rólega og gera mitt, ég veit að ég get ekki ofmetnast við hlutina, enda flest á þýsku! Ef ég ætlaði að vera með bestu einkun hérna þá myndi það þýða að ég get gleymt öllu gamni (það að lesa greinar á þýsku tekur sinn tíma), og erasmus er um það að hafa gaman og prófa eitthvað nýtt þannig að...Partí

Ég er líka að undirbúa komu mæðgnanna, gellurnar 7 koma eftir rétt rúmar 2 vikur og það verður heljarinnar prógram. Ég verð nú að þykjast vita eitthvað um borgina og svona Halo 

Ég hélt partí ársins fyrir um viku síðan og ég held að það hafi mætt um 70 manns. Við vorum heilir 4 Íslendingar í partíinu og við komumst að því að miðað við höfðatölu þá værum við Íslendingar í meirihluta! Ég var að íhuga á tímabili að setja dyraverði við dyrnar niðri svona til að hafa stjórn á því hve margir kæmust inn. Þetta fór samt allt rosalega vel og einungis eldhNürnbergúsið var sóðalegt! Allir höguðu sér vel og skemmtu sér konunglega og beðið mig um að halda annað partí, ég er með málið í nefnd.  

Ég skrapp til Þýskalands um helgina að heimsækja Claudiu (hún var erasmus nemi á Íslandi) en hún er að læra í Nürnberg. Nürnberg er afskaplega falleg borg og ég mæli eindregið með því að kíkja þangað, hún er einnig ódýrari heldur en Vín þannig að ég sparaði aðeins. Ég kom til Þýskalands snemma á föstudagsmorgni og fór heim aftur á mánudags eftirmiðdegi þannig að ég hafði góðan tíma til að skoða mig um og spóka mig í sólinni. Sumarið er að hellast yfir hérna (sko bæði í Þýskalandi og Austurríki) og mér tókst að ná mér í oggu ponsu pínu lítinn lit (en ég er hvít eins og næpa og sólinni hefur ekkKarlstadti tekist að breyta því neitt rosalega á síðustu árum). Ég "neyddist" til að fara með Claudiu í H&M og kaupa mér sumar fatnað, þar sem að ég tók ekki mikið af sumarfötum með mér til Vínar og vantaði stuttbuxur og svona. Ég á bara eftir að kaupa bikiní og þá er ég tilbúin í herlegheitin. Claudia var einnig svo yndæl að fara með mig í ódýrustu skóbúð sem ég hef komist í tæri við! Skórnir eru meira að segja ekki drasl, heldur mjög þægilegir og góðir. Það er stórhættulegt að fara með mig í skóbúðir... (nei mamma ég keypti ekki 10 pör). Við fórum einnig á Biergarten (Bjórgarður), þar sem að bjór er borin fram og matur. Biergarten er alveg sér þýskt fyrirbrigði (held meira að segja sér Suðurþýskt fyrirbrigði). 

Á mæðradaginn fórum við til heimabæjar Claudiu, Karlstadt, svo að Claudia gæti nú kysst móður sína á mæðradaginn og Karlstadt er rosalega sætur bær! Foreldrar hennar Claudiu og systir voru alveg yndisleg og rosalega gestrisin, gáfu mér aðað óska mér smakka hvítvín sem er sérstakt fyrir héraðið (Franconia) og ég fékk að bragða Bæjara-mat. Svo fékk ég að sjálfsögðu túr um bæinn.

Áður en ég fór heim á mánudeginum (gær s.s.) þá tók ég góðan túrista á Nürnberg og tók helling af myndum og óskaði mér við Schönbrunn, það er gyltur hringur á handriðinu fyrir framan brunninn og sagt er að hann hafi bara birst þarna án allra útskýringa, bara eins og fyrir töfra. Ef að maður óskar sér og snýr honum í þrjá hringi þá á óskin að rætast. Hver og einn fær bara eina ósk! Ég bíð bara núna eftir því að óskin mín rætist. 

Þegar ég var að tékka mig inn á flugvellinum í Nürnberg þá var myndarlegi drengurinn í afgreiðslunni alveg hissa að ég skyldi tala svona fína þýsku, hann hélt á passanum mínum og var að spyrja mig hvert ég væri að fara (sko miðalaust tékk inn), og ég sagði bara á góðri þýsku "nach Wien" og ég sá hvað honum létti að geta talað þýsku við mig. Svo lét hann mig fá besta sætið í vélinni eftir að hafa ruglast aðeins og gleymt því að ég hafi sagst vilja fá gluggasæti (hann afsakaði sig roðBiergartennandi með því að segja "entschuldigung ich bin müde" eða "afsakið ég er þreyttur). Claudia sagði að útskýra mætti hegðun hans vegna þess að ég er svo rosalega ljóshærð og sæt, ég er henni alveg sammála! Illa kvendið á básnum við hliðina bókaði síðan par með ógeðslega pirrandi barn (kannski svona 10 ára) akkúrat við hliðina á mér. Drengurinn var alltaf "pabbi, mammi" (pabbi, mamma) og svo kom eitthvað suð. Ég var í góðu sæti, en með pirrandi dreng við hliðina á mér, kannski vildi myndarlegi strákurinn sem tékkaði mig inn vera viss um að ég færi ekki að íhuga barneignir í bráð, ef svo er þá þarf hann ekki að hafa neinar áhyggjur. 

Ég gat svo LOKSINS tekið U2 (U-Bahn) beint heim að dyrum! Það er búið að vera að vinna í því að lengja línuna fyrir EM 2008 sem gerir það að verkum að ein stoppistöðin er bara BEINT fyrir utan heima hjá mér! U2 er einmitt sú lína seKarlstadtm stoppar við háskólann, þannig að það eru bara tvö stopp og ég er mætt í skólann Grin

Ég var einstaklega heppin með veður alla helgina, það var sól og blíða og ég var bara í stuttbuxum og hlýrabol allann tímann! Þegar ég kom til baka til Vínar var einnig gott veður sem tók á móti mér og veðurspáin spáir yfir 20 stiga hita út vikuna! Þar sem að ég er alvöru Íslendingur þá finnst mér synd og skömm að þurfa að hanga inni á bókasafninu að læra og vera ekki að nýta sólina og góða veðrið þannig að ég hef gert rosalega gott plan. Slíta mig bara frá tölvunni þegar ég er bara að lesa greinar og texta og sitja úti í sólinni að lesa, svo þegar ég þarf að vinna á tölvuna þá bíð ég bara eftir rignNürnbergingu og fer þá inn að læra... djók! Þá neyðist ég til að vera inni að læra, þ.e. þegar ég er að vinna ritgerðir og fyrirlestra. Ég held að þetta sé einstaklega gott plan, kannski verð ég rosalega brún og sæt þegar ég kem til baka ef að ég fylgi þessu eftir (ég tek það fram að ég er augljóslega alltaf sæt). Cool  

Ég átti alveg yndislega helgi með Claudiu, enda allt of langt síðan ég hafði hitt hana og við skemmtum okkur alltaf svo vel saman og eigum svo skemmtilegar samræður (t.d. að ég ætti eftir að eignast tvíbura með athyglisbrest, enn ein góð getnaðarvörn að hugsa sér það!).  

Annars er ég að kynnast svo skemmtilegu fólki sem er að vinna með mér að fyrirlestri fyrir eitt námskeiðið sem ég er í, allt AusturíkisMENN, enda er ég eina stelpan í hópnum, en það er gaman að kynnast "innfæddum" til að læra um siði þeirra og menningu. Snýst erasmus ekki einmitt um það?

Ég verð að viðurkenna að ég, sem ætlaði sko ekki að fara að hanga með Íslendingum hérna í Vín, er búin að eignast mjög góðan íslenskan vin! Ég verð að éta þetta ofan í mig, ég reyndar get afsakað mig við það að ég kynntist honum á Íslandi. En það eru nú alveg nokkrir hressir Íslendingar hérna!

Bið að heilsa í bili!

Bis später!

Vera  

P.S. Ég vil endilega fá komment! Svo að ég viti nú að fólk sé að lesa þetta blessaða blogg mitt Whistling


Ban Ki-moon

Já hver önnur en Vera Knútsdóttir er að fara á panelumræður með engum öðrum en Aðalritara Sameinuðu þjóðanna honum Ban Ki-moon! Ég er orðin svo rosalega merkileg hérna í Vín að mér er boðið á svona merkilega viðburði! Ég verð að sjálfsögðu vopnuð myndavél og gáfulegasvipnum og mun blogga um þetta allt saman á morgun!

Félagslífsdagatalið virðist fyllast upp mjög hratt þessa dagana, það er spurning hvort að ég hafi einhvern tíma til þess að læra Woundering Mér tókst nú í vikunni að sinna öllu þessu fólki sem vildi hitta mig og gera minn hluta fyrir fyrirlestur á mánudaginn. Fyrirlesturinn er hópverkefni og fer fram á þýsku, ég tek það fram að ég gerði minn hluta samviskusamlega á þýsku! 

Ég er byrjuð að pæla í því hvað ég eigi nú að gera af mér eftir útskrift, er að skoða nokkra möguleika. Planið er að komast í starfsnám og fara síðan í framhaldsnám. Mér finnst ég vera að verða svo gömul að þurfa að fara að pæla í þessu öllu saman!

Jæja ég er farin að fá mér að borða og gera mig klára fyrir herra Ban Ki-moon! 

Vera 


Georg-von-Trapp-Straße

n336200083_17729_4296Ástæðan fyrir þessum skemmtilega blogg titli er sú að ég var í Salzborg um helgina og þar er einmitt að finna stræti með þessu nafni (við vitum að sjálfsögðu öll að the Sound of Music var tekin upp í Salzborg og þess vegna eigið þið að vita hver Georg von Trapp er!). Salzborg er auðvitað algjör túristaborg og allt snýst um Mozart og Sound of Music þar! Ég get ekki sagt annað en að Salzborg er afskaplega falleg borg, eins og allt annað í Austurríki (nema Linz, Linz er ljót iðnaðarborg).

Ég fór á fimmtudagin með lest til Salzborgar í yndislegu veðri og naut útsýnisins. Florian sem var erasmus nemi á Íslandi haustönn 2007 bauð mér í heimsókn og því gat ég ekki annað en skellt mér! Ég fékk einka leiðsögn um borgina og á tímabili hafði ég meira að segja tvo leiðsögumenn, Florian og Stefan, en Stefan var einnig erasmus nemi á Íslandi haust 2007. Það var alveg ótrúlega margt sem að þeir gátu sagt mér um borgina, nema auðvitað um það sem viðkemur the Sound of Music (Austurríkismenn þekkja myndina varla), en þeir sögðu mér ýmislegt um Mozart, dómkirkjuna, o.fl. Ég sá fæðingarhús Mozarts og húsið sem að hann bjó í (þ.e. þegar hann var ekki í Vín), dómkirkjuna, Hellbrunn sem var byggt til að vera svona samsvörun við Schönbrunn í Vín, markaðinn og svo smökkuðum við Mozart líkjör og ekta Mozartkugeln sem fást eingöngu í Salzborg. 

n336200083_17709_1204Florian, eins og sönnum herramanni sætir, sótti mig á lestarstöðina á bílnum hans Stefan og þegar við keyrðum heim til Florian fórum við fram hjá Georg-von-Trapp-Straße og ég vissi ekki hvert ég ætlaði af hlátri. Florian var afskaplega hissa og spurði mig hvað væri svona fyndið og ég þurfti að útskýra fyrir honum hver Georg von Trapp er/var. Auðvitað var farið með mig á stúdentabar, reyndar er það bar sem að stúdentafélga kaþólskra stúdenta í Salzborg rekur (mikil saga á bakvið þessi stúdentafélög sem ég fékk að heyra), og þar voru drukknir kokteilar fyrir nokkrar evrur. Daginn eftir vorum við voða "fersk" og ég skoðaði háskólann og rölti um borgina í alveg dásamlegu sólskini og hlýju veðri. 

n336200083_17725_5880Á föstudagskvöldinu fórum við í minigolf (þ.e. ég, Stefan, Florian, kærustur þeirra og annað par) og ég var búin að lýsa því yfir hvað ég væri ógeðslega léleg í minigolfi og hvort að maður ætti nú ekki að reyna að koma boltanum niður í sem flestum höggum... Ég var í forrystu nánast allann tímann (þ.e. með fæst högg) þangað til á lokasprettinum að ég tapaði naumlega fyrir Stefan. Ég hefndi mín á laugardagskvöldinu með því að rústa Stefan, Florian og Gabi (kærasta Florian) í spili sem heitir Hotels og snýst um að byggja hótel og gera hina gjaldþrota. Við lok spilsins var ég ríkari en bankinn Cool (yndislegt ef að svo væri raunin!). Kannski er það rétt sem að maðurinn sagði "heppin í spilum óheppin í ástum..."

Eftir frábæran sigur fórum við á írskan pöbb og drukkum bjór og fórum svo frekar snemma heim að sofa enda þurfti ég að pakka og taka lestina aftur heim á sunnudeginum.

Ég held að ég sé að verða hálf-austurrísk, ég er allavega mjöööööög ástfangin af landi og þjóð InLove svo mikið að ég fékk mér dirndl og er því gjaldgeng á oktoberfest W00t

Bis bald!

Vera 

 


Brúðkaup og hin hljómfagra þýska...

n336200083_17442_2367Ég fór í brúðkaup vinkonu minnar úr þýskunámskeiðinu þann 28. mars. Athöfnin var rosalega falleg, brúðurin var glæsileg og grét nánast allann tímann (af gleði að sjálfsögðu). Ég tók Theu (einnig úr þýskunámskeiðinu) með mér þar sem að ég mátti taka með mér "deit" og ég vissi að Andrea (brúðurin) var búin að reyna að ná í Theu lengi til að bjóða henni í brúðkaupið. Fullkomið plan sumsé. Ég var heldur ekki alveg tilbúin til þess að mæta ein og þekkja bara brúðurina, þá hefði mér liðið 100% eins og "wedding crasher."

Mér fannst einstaklega áhugavert og skemmtilegt að upplifa kaþólskt brúðkaup, á þýsku! Sem betur fer talaði presturinn skýrt þannig að ég skildi bara alveg helling! 

Brúðkaupið var alveg gríðarlega alþjóðlegt enda var fólk þar frá öllum heimshornum sem gerði brúðkaupið bara ennþá skemmtilegra. Brúðurin er brasilísk og brúðgumminn er austurrískur þannig að tónlistin í veislunni var blönduð. Maturinn var himneskur! Ég hef aldrei borðað jafn mikið á ævinni, svo var kakan líka himnesk. Þetta var bara allt saman himneskt! Við Thea tróðum okkur vel út og vorum sterkar á barnum, enda opin bar (tek það fram að kvöldið endaði ekki með ofurölvun eða neinu slíku, við erum dannaðar dömur). Við ákváðum í kirkjunni að nota tækifærið og skoða myndarlegu einhleypu strákana í veislunni en336200083_17441_9857 n það voru nánast engir slíkir, nema einn sem við kölluðum "puppy." Hann fékk nafnið puppy þar sem að hann er með stór brún augu og löng augnhár og var svona krúttlegur gaur. Við dönsuðum því við hann um kvöldið og fórum heim með rútunni klukkan 4 um nóttina (12 tíma brúðkaup!) og beint heim að sofa.

Ég vaknaði síðan klukkan 7.30 morgunin eftir til þess að fara á flugvöllinn og segja bless við Lukas en hann var að flytja til Kanada Crying Ég var alveg dauðþreytt það sem eftir var dags og náði nánast ekkert að vinna í ritgerðinni sem ég var að skrifa fyrir hann Svan.

Á máa509934ebf nudaginn byrjaði svo skólinn aftur eftir páskafrí og mætti ég "fersk" í tíma klukkan 8. Þetta er einn af þeim kúrsum sem kenndur er á þýsku og ég var ekki alveg að ná öllu þennan morgunin og allt í einu áttum við að skipta okkur í umræðu hópa og ræða greinina sem við áttum að lesa fyrir tímann (sem ég nb. las ekki þar sem hún var á þýsku). Ég náði eitthvað aðeins að taka þátt samt í umræðunum sem betur fer! Restin af vikunni hefur farið í að mæta í tíma og læra og ég er í tveimur tímum með íslenskum strák sem er að læra stjórnmálafræði hérna í Vín þannig að ég get spurt hann ef ég skil ekki baun. Tek það fram að það er örugglega heimsmet að tveir Íslendigar séu saman í kúrs í stjórnmálafræði hérna í Vín.

Ég náði að klára að lesa grein á þýsku og gera hugarkort úr henni sem ég þarf að skila á mánudaginn. Ég hélt ég myndi aldrei ná að klára að lesa greinina og skilja eitthvað í henni en ég er svo ógeðslega klár að það tókst nú á endanum! Ég gerði smá rannsókn á meðan á lestrinum stóð og komst að því að 98% þýskra orða hafa "sch" í þeim. Yndislegt tungumál þýskan...

Bis später!
Vera 

Er þetta í tísku núna?

Greinilegt að ég er alveg dottin út úr öllu heima... Allt í einu eru bara allir að fremja rán, eða amk reyna það. Ég skil samt ekki af hverju fólk reynir slíkt eftir að heyra endalaust í fréttum að þjófarnir hafi náðst. Ég meina ekki gefur það manni vonir um að ránið heppnist? Kannski er það þannig að fólk sér í fréttunum að rán hafi verið framið og hugsar "hey góð hugmynd!" Nei ég veit það ekki... Ætli kreppan sé farin að segja til sín? 

Spurning um að innganga í ESB og upptaka evrunar sé lausnin Tounge

Bankarán, sjoppurán... hvað er næst?  

 


mbl.is Ránstilraun í Reykjavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Páskafríið!

n336200083_16976_3011Því miður var internetið algjörlega kaputt þar sem að ég var í St. Andrä þannig að ég gat ekkert bloggað... æ, æ.

Páskafríið var alveg æðislegt! Ég varð gjörsamlega ástfangin af hinu yndisfagra Austurríki!!! Austurrísk gestrisni á sér enga hliðstæðu, ég var bara eins og týnda dóttirin hjá herra og frú Meyer. Ég var látin troða í mig kræsingar sem að Elisabeth eldaði og sturta svo í mig ógrynni af Schnaps. Herra Meyer (Anton) pabbi Elisabethar fannst alveg æðislegt að sjá til þess að schnaps glasið væri aldrei tómt, ég held að hann hafi verið hissa á því hversu mikið af því ég gat drukkið (úpps).

Í Kärntern eru ótrúlega margir siðir og venjur tengdar páskunum. Á fimmtudeginum lituðum við harðsoðin egg sem voru síðan borðuð á laugardeginum (jn336200083_16950_7694á laugardagurinn er aðal dagurinn hjá þeim!) og bakað brauð sem er með kanilsykri og rúsínum, mjög svipað kanilsnúðunum okkar Íslendinga (það var líka borðað á laugardeginum). Páskaskinkan, beljutungan og hrossapylsurnar voru einnig soðnar á fimmtudeginum svo að allt væri klárt fyrir laugardaginn. Að kaþólskum sið var fastað fram að laugardegi þannig að það mátti ekki borða neitt kjöt og á fimmtudeginum var spínatkássa borin fram með spældum eggjum! Það kom mér á óvart hversu vel það smakkaðist!

Föstudagurinn langi var svo bara venjulegur dagur hjá þeim, allar búðir opnar og engin heilögheit við þann dag eins og heima á Íslandi. Þetta er eitt af þeim atriðum sem eru ólík á milli kaþólikka og mótmælenda. Ég sagði þeim að á Íslandi væri föstudagurinn langi heilagur dagur og ekki n336200083_16948_4649mætti spila spil á þeim degi eða neitt, markmiðið væri að hann sé langur og leiðinlegur Tounge

Á laugardeginum var vaknað eldsnemma til að fara (klukkan 7 um morgunin) með þurrkaðann trjásvepp til blessunar og til að kveikja í honum svo að hægt sé að fara með rjúkandi sveppinn í öll herbergi í húsinu til að setja góðan páska "anda" í húsið! Síðan um klukkan 10 (ég reyndar sleppti því) var farið með bastkörfuna með páskamatnum í kirkju til að presturinn gæti blessað máltíðina. Síðan fórum við til frænda Elisabethar í páskamatinn í hádeginu þar sem að páskaskinka, hrossapyslur og beljutunga (já já ekki bara Íslendingar sem borða spes mat) var borðuð, ásamt litríku eggjunum og brauðinu góða. Svo var að sjálfsögðu Schnaps í eftirrétt og brandí. Páskakanínan kom einnig með glaðning handa okkur. Á laugardagskvöldinu var svo aftur borðaður sami matur, nema heima hjá Elisabeth, og þá kom annað skildfólk í mat. Það var sko nóg borðað þann daginn! 

Á sunnudeginum sýndi ég þeim svo þann góða íslenska sið að háma í sig hiðn336200083_16997_2250 íslenska páskaegg (eða sagði þeim meira frá því og lét þau prófa). Um kvöldið var svo farið á Ostertanz eða páskaball þar sem að spiluð var austurrísk þjóðlagatónlist, sem byggist á polka, og dönsuðum við glatt! Það var rosalega gaman að sjá fólk klætt í hefðbundin austurrískan klæðnað dansandi polka! Ahh ég þarf svo að fá mér Dirndl, þá verð ég eins og María í Tónaflóði Grin. Við Elisabeth fengum reyndar þá hugmynd að endurgera Tónaflóð nema hafa hana aðeins meira Kärntern style.

Ég kom svo heim til Vínar í gær og það er búið að snjóa alveg heilan helling hérna í dag, fékk meira að segja þrumur og eldingar í kaupbæti! Í kvöld mun ég svo hitta stúlkuna sem að ég leigi herbergið af, hún er heima hjá fjölskyldunni um páskana og það verður gaman að hitta hana loksins!

Ennnn ég þarf að halda áfram að skrifa ritgerð um atferliskenningar í stjórnmálafræði fyrir hann Svan minn! Cool

Tschüss baba!  


Ég er á lífi!

Er bara búin að vera ógeðslega upptekin síðustu daga!

Er sko búin að vera föst á ráðstefnu síðustu daga þar sem að ég var forseti Öryggisráðs SÞ og jafnframt fulltrúi Bandaríkjanna að ræða innrás Írak í Kúveit. Skólinn byrjaði einnig í vikunni þannig að ég hef alveg fullt af afsökunum Halo Auðvitað hef ég þurft að sinna öðrum mikilvægum skyldum einnig eins og að hitta fólk og drekka með því kaffi og spjalla (ómægod erfiðast í heimi!). 

Skólinn er sumsé búin að vera í viku og ég mætti í 2 tíma af 3 sem voru kenndir í þessari viku (var sko föst á ráðstefnu og þurfti þess vegna að skrópa). Mér lýst bara rosalega vel á þetta, þarf að venjast að kalla kennarana Herr Magister "setjið inn þýskt nafn" eða Herr Doktor "setjið inn þýskt nafn" (er ekki með kvenkyns kennara). Einnig geng ég undir nafninu Frau Knutsdottir. Ég á eftir að njóta þess að heyra þá bera fram nafnið mitt Devil

Ég hitti enn eitt skyldmennið í gær. Ég fór og borðaði hádegismat með Finni og áttum við mjög gott spjall. Svo gott að við færðum okkur á kaffihús og fengum okkur kaffi. Ótrúlegt hvað heimurinn er lítill, eða er ættin bara svona samhent?

Ég skráði mig einnig á framhaldsnámskeið í þýsku og í stað þess að fara í G4 (var í G3 í febrúar) þá fékk ég að fara í M1 (sem er sko stigið fyrir ofan G4) af því að ég fékk svo góðar einkunnir. Ég er dauðfeginn því að M1 er kennt á mun hentugri tíma en G4 þannig að það er barasta allt að smella saman. Ég byrja sumsé á námskeiðinu eftir páskafrí, eða byrjun apríl, ásamt því að byrja á fullu í skólanum. Í millitíðinni ætla ég að fara til Kärntern og upplifa austurríska páska, kíkja jafnvel til Salzborgar og fara svo í brúðkaup í lok mánaðarins. Einnig er planið að klára að skrifa eitt stykki ritgerð og er ég búin að gera forsíðuna þannig að hún er öll að verða til (eða ekki). 

Ég mun fræða ykkur um páskaævintýri mín fljótlega, hver veit nema að ég verði rosalega dugleg að blogga. Bis später!

Vera

P.S. Til hamingju með afmælið Amma og Sara! 


Þorrinn blótaður í Vín

n336200083_15781_4439Já íslenskir siðir eru viðhafðir hérna í Austurríki, en Félag Íslendinga í Austurríki hélt Þorrablót á laugardaginn. Það var mjög áhugavert að fara á Þorrablót hérna úti sérstaklega þar sem að ég er ekki mikill aðdáandi Þorrablóta. Ég fór aðallega til þess að sjá Íslendingana og tala smá íslensku og að sjálfsögðu til þess að skemmta mér með Knúti og Súsönnu. Annars hugsa ég að ég taki ekki meiri þátt á uppákomum ÍFA. Ég hitti Jóhönnu konu Finns frænda, en hún vinnur í sendiráðinu í Vín. Fyndið hvað maður hittir skyldmenni svona erlendis. Annars var ættfræði rædd þarna að gömlum íslenskum sið og þeir sem þekktu til á Akranesi spurðu hverra manna maður væri til að athuga hvort að þeir þekktu eitthvað til. Að sjálfsögðu var hópsöngur eins og tíðkast á alvöru íslenskum mannamótum, en það sem var áhugaverðast var að jú flestir Íslendingarnir eru í söngnámi sem búa hérna þannig að þetta var eins og að hlusta á kór. Svo voru einstaka aðilar sem tóku heilu aríurnar. Þetta var mjög áhugavert.

Þýskunámskeiðið kláraðist á föstudaginn en mér finnst það eiginlega bara hn754876971_696797_1772álf leiðinlegt því að það var svo æðislegt fólk með mér í kúrsinum og ég lærði jú hellings þýsku. Alveg svo hellings að ég fékk einkunina "ausgezeichnet" sem þýðir "framúrskarandi" eða "fyrirtaks" og er besta einkun sem hægt er að fá og maður fær hana bara ef maður svarar ÖLLU rétt á prófinu W00t Ég fékk þessa einkun fyrir leskilning, hlustun, ritun og talað mál!!! Ég er fáránlega stollt af sjálfri mér! Við vorum þrjár sem fengu svona gott próf og við skelltum okkur á djammið um kvöldið til að fagna góðu gengi. Ég dró Amy og Henriikku með líka (Henriikka er skiptinemi eins og ég og er í stjórnmálafræði). Það var svaka stuð hjá okkur og kom ég frekar seint heim. Amy fékk að gista hjá mér því að hann á heima fyrir utan Vín, svo fór hann heim um morgunin og ég ætlaði að fara að sofa aftur en nei! Þá kom sko stormur sem stóð beint á gluggan hjá mér! Held að vindurinn hafi verið í allt að 60 m/s og rosa rigning og þrumur og allt með.

´
Í gær var svo hittingur þar sem að skiptinemarnir hittust og fengu upplýsingar um viðburði og svona félagsskírteini sem veitir afslátt og svona á ýmsum stöðum. Ég er sumsé frekar búin á því eftir helgina og þarf að reyna að læra í dag, er að fatta að ég ætlaði að skila ritgerð í lok mars og þarf því að fara að skrifa hana. Finna heimildir á bókasafninu hérna en eftir þessa viku kemur páskafrí og þá er sko allt lokað! Svo er ég föst á ráðstefnu í næstu viku svo að mér er betra að haska mér. 

Vera þýskusnillingur 


Sumarhiti!

Það er búið að vera algjört sumar veður hérna í Vín síðustu daga, 17-19°C! Það er bara eins og gott íslenskt sumar. Það eina leiðinlega er að ég hef lítið getað notið veðursins þar sem að ég er að drepast úr kvefi og hef verið veik síðustu daga sem er að sjálfsögðu alveg týpískt fyrir mína heppni.

Það lá við að ég færi og verslaði sumardress í dag en ég lét skópar duga (öhhm). Það að kaupa skó læknar sálartetrið, mætti alveg lækna kvef og slen líka. 

Þýskukúrsinn gengur bara ágætlega, er alltaf að verða betri og betri í þýsku. Ég skil amk mun meira og get lesið soldið líka, það að tala þýsku er samt allt annað mál eða "das ist ein andere Geschicht" eins og þýskukennarinn myndi segja. Ég ætla að taka annað þýskunámskeið sem byrjar í apríl og er fram í júní þannig að ég verði alveg ógeðslega góð í þýsku. Það væri náttúrulega ógeðslega hallærislegt að koma heim og kunna ekkert í málinu. 

Skráning í kúrsana í háskólanum byrjar í þessari viku þannig að ég ætla að hitta prófessorinn sem sér um erasmus nemana í stjórnmálafræðinni á miðvikudaginn og spyrja hann út í tæknileg atriði. Ég hlakka til að byrja í tímum og kynnast fleira fólki og svona. Þetta verður stuð!

Vera 


Ættarmót í Vín?

n336200083_15304_7862Jæja ég ætla loksins að uppfæra ykkur lesendur góða um farir mínar hérna í Vín.

Það er búið að vera nóg að gera hjá mér á þýskunámskeiðinu sem ég er að taka og er að verða betri og betri í þýsku W00t Svo er ég líka búin að hitta svo gríðarlega mikið af nýju og skemmtilegu fólki að það er alveg ótrúlegt. Ég þarf að passa mig að ávarpa alla með réttu nafni. Mér finnst það alltaf erfiðast að muna hvað fólk heitir. 

Ég hitti svo líka hana Rósu frænku, Gumma, Knút, Súsönnu og mömmu hennar (Súsanna er kærasta Knúts sumsé). Við fórum í risastóra parísarhjólið sem er á Praterstern og útsýnið yfir borgina var alveg æðislegt. Þau buðu mér svo í mat og svo var haldið heimsmeistara mót í Uno, sem að ég vann Whistling Mér verður ekki boðið að spila með á næstunni. Ég er enn að reyna að jafna mig á þeirri staðreynd að Knútur frændi búi hérna í Vín og það í sama hverfi og ég!!!! Heimurinn er fáránlega lítill!

Skólinn er ekki enn byrjaður og það er ekki enn hægt að skrá sig í námskeið! Austurríkismenn eru ekkert að drífa sig að neinu, sérstaklega Vínarbúar, þeir taka sér bara góðan tíma í hlutina. Ég er hálfpartin farin að bíða eftir því að skólinn byrji, það eru svo margir spennandi kúrsar í boði þannig að ég hef úr nógu að velja þannig að þetta ætti að verða skemmtileg önn (námslega séð sko, auðvitað verður hún geðveikt æðisleg á hinum sviðunum).

Ég læt þetta duga í bili.

Tschüss baba

Vera 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband