Ætli það sé ekki mál að láta lýðinn vita að ég sé á lífi...

BanÓtrúlegt en satt, þá er ég enn á lífi eftir að hafa hitt Ban Ki-Moon og farið til Þýskalands!

Eins og ég sagði í mínu síðasta bloggi, þá fór ég að fylgjast með pódíum umræðum með Ban Ki-Moon þarna um daginn. Ég stóð að sjálfsögðu við loforð mitt og reyndi að taka myndir, því miður sat ég í ömurlegu sæti og náði ekki góðum myndum, EN ég fékk myndir frá öðrum sem sátu á góðum stað svo tók ég vídjó af ræðu Ban Police Umræðurnar voru alveg ágætar, aðallég að taka upp ræðu Banega var fjallað um hvað ESB er æðislegt að gefa SÞ peninga og taka þátt í verkefnum SÞ og það sé svo gott samstarf þarna á milli. Einnig var rætt um hvað Austurríki væri frábært og svona. Ég stóð næstum upp og fór þegar umræður um framboð Austurríkis til sætis í Öryggisráðinu voru sem hæstar, Ísland er auðvitað best í heimi!

Það er allt að verða brjálað að gera í skólanum, þannig að mér er farið að líða bara eins og heima, fyrir utan að ég er ekki að drepast úr metnaði yfir þessu öllu saman, ætla bara að taka þessu rólega og gera mitt, ég veit að ég get ekki ofmetnast við hlutina, enda flest á þýsku! Ef ég ætlaði að vera með bestu einkun hérna þá myndi það þýða að ég get gleymt öllu gamni (það að lesa greinar á þýsku tekur sinn tíma), og erasmus er um það að hafa gaman og prófa eitthvað nýtt þannig að...Partí

Ég er líka að undirbúa komu mæðgnanna, gellurnar 7 koma eftir rétt rúmar 2 vikur og það verður heljarinnar prógram. Ég verð nú að þykjast vita eitthvað um borgina og svona Halo 

Ég hélt partí ársins fyrir um viku síðan og ég held að það hafi mætt um 70 manns. Við vorum heilir 4 Íslendingar í partíinu og við komumst að því að miðað við höfðatölu þá værum við Íslendingar í meirihluta! Ég var að íhuga á tímabili að setja dyraverði við dyrnar niðri svona til að hafa stjórn á því hve margir kæmust inn. Þetta fór samt allt rosalega vel og einungis eldhNürnbergúsið var sóðalegt! Allir höguðu sér vel og skemmtu sér konunglega og beðið mig um að halda annað partí, ég er með málið í nefnd.  

Ég skrapp til Þýskalands um helgina að heimsækja Claudiu (hún var erasmus nemi á Íslandi) en hún er að læra í Nürnberg. Nürnberg er afskaplega falleg borg og ég mæli eindregið með því að kíkja þangað, hún er einnig ódýrari heldur en Vín þannig að ég sparaði aðeins. Ég kom til Þýskalands snemma á föstudagsmorgni og fór heim aftur á mánudags eftirmiðdegi þannig að ég hafði góðan tíma til að skoða mig um og spóka mig í sólinni. Sumarið er að hellast yfir hérna (sko bæði í Þýskalandi og Austurríki) og mér tókst að ná mér í oggu ponsu pínu lítinn lit (en ég er hvít eins og næpa og sólinni hefur ekkKarlstadti tekist að breyta því neitt rosalega á síðustu árum). Ég "neyddist" til að fara með Claudiu í H&M og kaupa mér sumar fatnað, þar sem að ég tók ekki mikið af sumarfötum með mér til Vínar og vantaði stuttbuxur og svona. Ég á bara eftir að kaupa bikiní og þá er ég tilbúin í herlegheitin. Claudia var einnig svo yndæl að fara með mig í ódýrustu skóbúð sem ég hef komist í tæri við! Skórnir eru meira að segja ekki drasl, heldur mjög þægilegir og góðir. Það er stórhættulegt að fara með mig í skóbúðir... (nei mamma ég keypti ekki 10 pör). Við fórum einnig á Biergarten (Bjórgarður), þar sem að bjór er borin fram og matur. Biergarten er alveg sér þýskt fyrirbrigði (held meira að segja sér Suðurþýskt fyrirbrigði). 

Á mæðradaginn fórum við til heimabæjar Claudiu, Karlstadt, svo að Claudia gæti nú kysst móður sína á mæðradaginn og Karlstadt er rosalega sætur bær! Foreldrar hennar Claudiu og systir voru alveg yndisleg og rosalega gestrisin, gáfu mér aðað óska mér smakka hvítvín sem er sérstakt fyrir héraðið (Franconia) og ég fékk að bragða Bæjara-mat. Svo fékk ég að sjálfsögðu túr um bæinn.

Áður en ég fór heim á mánudeginum (gær s.s.) þá tók ég góðan túrista á Nürnberg og tók helling af myndum og óskaði mér við Schönbrunn, það er gyltur hringur á handriðinu fyrir framan brunninn og sagt er að hann hafi bara birst þarna án allra útskýringa, bara eins og fyrir töfra. Ef að maður óskar sér og snýr honum í þrjá hringi þá á óskin að rætast. Hver og einn fær bara eina ósk! Ég bíð bara núna eftir því að óskin mín rætist. 

Þegar ég var að tékka mig inn á flugvellinum í Nürnberg þá var myndarlegi drengurinn í afgreiðslunni alveg hissa að ég skyldi tala svona fína þýsku, hann hélt á passanum mínum og var að spyrja mig hvert ég væri að fara (sko miðalaust tékk inn), og ég sagði bara á góðri þýsku "nach Wien" og ég sá hvað honum létti að geta talað þýsku við mig. Svo lét hann mig fá besta sætið í vélinni eftir að hafa ruglast aðeins og gleymt því að ég hafi sagst vilja fá gluggasæti (hann afsakaði sig roðBiergartennandi með því að segja "entschuldigung ich bin müde" eða "afsakið ég er þreyttur). Claudia sagði að útskýra mætti hegðun hans vegna þess að ég er svo rosalega ljóshærð og sæt, ég er henni alveg sammála! Illa kvendið á básnum við hliðina bókaði síðan par með ógeðslega pirrandi barn (kannski svona 10 ára) akkúrat við hliðina á mér. Drengurinn var alltaf "pabbi, mammi" (pabbi, mamma) og svo kom eitthvað suð. Ég var í góðu sæti, en með pirrandi dreng við hliðina á mér, kannski vildi myndarlegi strákurinn sem tékkaði mig inn vera viss um að ég færi ekki að íhuga barneignir í bráð, ef svo er þá þarf hann ekki að hafa neinar áhyggjur. 

Ég gat svo LOKSINS tekið U2 (U-Bahn) beint heim að dyrum! Það er búið að vera að vinna í því að lengja línuna fyrir EM 2008 sem gerir það að verkum að ein stoppistöðin er bara BEINT fyrir utan heima hjá mér! U2 er einmitt sú lína seKarlstadtm stoppar við háskólann, þannig að það eru bara tvö stopp og ég er mætt í skólann Grin

Ég var einstaklega heppin með veður alla helgina, það var sól og blíða og ég var bara í stuttbuxum og hlýrabol allann tímann! Þegar ég kom til baka til Vínar var einnig gott veður sem tók á móti mér og veðurspáin spáir yfir 20 stiga hita út vikuna! Þar sem að ég er alvöru Íslendingur þá finnst mér synd og skömm að þurfa að hanga inni á bókasafninu að læra og vera ekki að nýta sólina og góða veðrið þannig að ég hef gert rosalega gott plan. Slíta mig bara frá tölvunni þegar ég er bara að lesa greinar og texta og sitja úti í sólinni að lesa, svo þegar ég þarf að vinna á tölvuna þá bíð ég bara eftir rignNürnbergingu og fer þá inn að læra... djók! Þá neyðist ég til að vera inni að læra, þ.e. þegar ég er að vinna ritgerðir og fyrirlestra. Ég held að þetta sé einstaklega gott plan, kannski verð ég rosalega brún og sæt þegar ég kem til baka ef að ég fylgi þessu eftir (ég tek það fram að ég er augljóslega alltaf sæt). Cool  

Ég átti alveg yndislega helgi með Claudiu, enda allt of langt síðan ég hafði hitt hana og við skemmtum okkur alltaf svo vel saman og eigum svo skemmtilegar samræður (t.d. að ég ætti eftir að eignast tvíbura með athyglisbrest, enn ein góð getnaðarvörn að hugsa sér það!).  

Annars er ég að kynnast svo skemmtilegu fólki sem er að vinna með mér að fyrirlestri fyrir eitt námskeiðið sem ég er í, allt AusturíkisMENN, enda er ég eina stelpan í hópnum, en það er gaman að kynnast "innfæddum" til að læra um siði þeirra og menningu. Snýst erasmus ekki einmitt um það?

Ég verð að viðurkenna að ég, sem ætlaði sko ekki að fara að hanga með Íslendingum hérna í Vín, er búin að eignast mjög góðan íslenskan vin! Ég verð að éta þetta ofan í mig, ég reyndar get afsakað mig við það að ég kynntist honum á Íslandi. En það eru nú alveg nokkrir hressir Íslendingar hérna!

Bið að heilsa í bili!

Bis später!

Vera  

P.S. Ég vil endilega fá komment! Svo að ég viti nú að fólk sé að lesa þetta blessaða blogg mitt Whistling


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Kvitt kvitt :)

Hjördís (IP-tala skráð) 14.5.2008 kl. 10:03

2 identicon

Gaman að lesa ferðasöguna þína - krútta!!

Árný Örnólfs (IP-tala skráð) 17.5.2008 kl. 16:17

3 identicon

Hvenær kemuru heim?

Íris (IP-tala skráð) 27.5.2008 kl. 16:08

4 Smámynd: Vera Knútsdóttir

Góð spurning Íris... Ég kem heim í ágúst

Vera Knútsdóttir, 27.5.2008 kl. 17:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.