Ættarmót í Vín?

n336200083_15304_7862Jæja ég ætla loksins að uppfæra ykkur lesendur góða um farir mínar hérna í Vín.

Það er búið að vera nóg að gera hjá mér á þýskunámskeiðinu sem ég er að taka og er að verða betri og betri í þýsku W00t Svo er ég líka búin að hitta svo gríðarlega mikið af nýju og skemmtilegu fólki að það er alveg ótrúlegt. Ég þarf að passa mig að ávarpa alla með réttu nafni. Mér finnst það alltaf erfiðast að muna hvað fólk heitir. 

Ég hitti svo líka hana Rósu frænku, Gumma, Knút, Súsönnu og mömmu hennar (Súsanna er kærasta Knúts sumsé). Við fórum í risastóra parísarhjólið sem er á Praterstern og útsýnið yfir borgina var alveg æðislegt. Þau buðu mér svo í mat og svo var haldið heimsmeistara mót í Uno, sem að ég vann Whistling Mér verður ekki boðið að spila með á næstunni. Ég er enn að reyna að jafna mig á þeirri staðreynd að Knútur frændi búi hérna í Vín og það í sama hverfi og ég!!!! Heimurinn er fáránlega lítill!

Skólinn er ekki enn byrjaður og það er ekki enn hægt að skrá sig í námskeið! Austurríkismenn eru ekkert að drífa sig að neinu, sérstaklega Vínarbúar, þeir taka sér bara góðan tíma í hlutina. Ég er hálfpartin farin að bíða eftir því að skólinn byrji, það eru svo margir spennandi kúrsar í boði þannig að ég hef úr nógu að velja þannig að þetta ætti að verða skemmtileg önn (námslega séð sko, auðvitað verður hún geðveikt æðisleg á hinum sviðunum).

Ég læt þetta duga í bili.

Tschüss baba

Vera 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband