Hláturgirni - minn helsti veikleiki - eða er ég komin aftur á gelgjuna?

Ég á við vandamál að stríða. Ég hlæ of mikið og þá helst við óheppilegar aðstæður eins og í tíma. Það er einhvern vegin þannig að það má ekki segja mér smá brandara eða neitt í tíma og ég missi mig í hláturskasti. Það er að sjálfsögðu ekki mjög heppilegt að fá hláturskrampa í miðjum tíma, og hvað þá sí endurtekin. Það bendir að sjálfsögðu bara til þess að ég sé ekki að fylgjast með og sé uppfull af gelgjustælum. Ég vil bara taka það skýrt fram að ég er blásaklaus og er í raun fórnarlamb í þessu máli. Það er einfaldlega þannig að fólkið sem er með mér í stjórnmálafræðinni er of fyndið. 

Ég vil því vinsamlegast biðja samnemendur mína um að sýna mér tilitsemi þar sem ég þjáist af heiftarlegri hláturgirni, það geta samnemendur mínir gert með því að hætta að gera og segja fyndna hluti. 

Að því loknu vil ég biðja kennara mína afsökunar á því að missa mig í hláturskasti, flissi og öðru slíku í tímum. Ég skammast mín mikið.

Vera  

 


Lausn á vandamálum heimsins?

Rosalega er ánægjulegt að vísindamenn rannsaki svona hluti. Þetta er að sjálfsögðu gríðarlega mikilvægur hlutur í lífi okkar ásamt kynlífi, en það er búið að sanna það að kynlíf dregur úr streitu. Það er greinilegt að það þarf að koma á knúsþjónustu fyrir einhleypinga til að koma í veg fyrir hjartasjúkdóma.

Það væri mjög áhugavert að rannsaka hvort að einhleypt (og barnlaust) fólk sé hættara við hjartasjúkdómum og ef svo er hvort tengja megi það við knús og kynlífsleysi. Svo er spurning hvort að kaþólskum prestum, nunnum og munkum sé hættara við hjartasjúkdómum og streitu vegna þessa sama leysis. Þar sem að knús og kynlíf dregur úr streitu þá ætti fólk sem fær mikið knús og/eða kynlíf að vera rólegra og yfirvegaðra í samskiptum við aðra. Því þætti mér gaman að rannsaka hvort að stjórnmálamenn hafi ekki gott af smá knúsi? Það væri hægt að hafa svona stund á Alþingi þar sem að hver og einn þingmaður fer í púltu og segir eitthvað fallegt um þingmenn í öðrum flokkum. Svo þegar allir væru búnir þá væri eitt stórt hópknús. Þetta gæti t.d. verið eitthvað sem þingmenn gera áður en þingfundur hefst. Hver og einn fengi einn þingmann til að segja eitthvað jákvætt um á dag og því stokkað þannig upp að ekki eru allir að tala um sama þingmanninn (þannig að allir fá hrós). Það væri gert til að passa að fólk fari ekki í egóflipp og svona. Ég tel að þetta myndi bæta starfsandann til muna og auðvelda afgreiðslu erfiðra mála.

Svo er líka spurning hvort að auðveldara væri að eiga við menn eins og Kim Jong-il og Ahmedinedjad ef þær væru bara knúsaðir aðeins. Auðvitað má ekki gleyma að knúsa Bush kallinn af og til líka. Spurning að Osama og Bush hittist í svona hópefli, eða hjá hjónabandsráðgjafa?

Ég held að hægt sé að bjarga heiminum með knúsi.

Með þessum orðum kveð ég ykkur með cyber knúsi *knús*

Vera  


mbl.is Knús er hollt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þá get ég komið úr skápnum...

draw.phpÍ morgun fór ég í smá naflaskoðun og tók tvö próf á netinu til að finna út hvar ég stend á pólitíska ásnum og kom niðurstaðan mér sosum ekkert á óvart. Það er bara ágætt að vera komin með "greiningu" á sjálfum sér og geta sagt með fullri vissu "ég er frjálshyggjumanneskja". Nú er svo aldeilis ekki hægt að véfengja það. Nú þarf ég bara að rannsaka stefnumál flokkanna og finna út hvaða flokkur samsvarar minni hugmyndafræði og sá flokkur hlýtur þá væntanlega atkvæði mitt. Ef ég finn engan þá vona ég að á Íslandi verði komið á fót alvöru frjálshyggjuflokk líkt og er annars staðar (ég meina Frjálslyndi flokkurinn er ekki frjálshyggjuflokkur). 


Júróvisjón óboj

Æi ohh! Ég er búin að heyra þetta lag nokkrum sinnum og man ekki einu sinni hvernig það hljómar. Lögin sem ég man eftir eru "Heilinn minn", "Þú tryllir mig" og "Eldur". Það voru klárlega bestu lögin! 

Kannski maður eigi að líta á björtu hliðina, við fáum alla vega 12 stig frá Noregi. Það á reyndar ekki eftir að duga okkur í úrslitin.

Þetta sýnir bara að lýðræði borgar sig ekki :P

Ég er kannski ekki alveg hlutlaus þegar kemur að laginu "Eldur" þar sem að Kiddi frændi er nú einn höfundanna þar og óska ég honum til hamingju með flott lag. Annars var ég að fíla "Þú tryllir mig" best. En nú er bara mál að hringja í afa og spyrja hann hvað honum finnst um þetta. Hann er einn besti júróvisjón spekúlant sem ég veit um! Hann spáir alltaf fyrir um rétt sigurlag, hann er alveg hreint ótrúlegur. Það er spurning að nota spádómsgáfu hans fyrir Júróvisjón og kaupa sér sjónvarp og veðja á réttan sigurvegara og fá það svo endurgreitt...

 


mbl.is Eiríkur Hauksson verður fulltrúi Íslands í Helsinki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hræðilegt!

Við háskólanemar þurfum að standa saman og fordæma þessar árásir á háskólanema í Baghdad. Það er hræðilegt að árásir séu gerðar á ungt fólk sem er að reyna að mennta sig til að eiga bjartari framtíð í stríðshrjáðu landi. Háskólanemar í Baghdad og öðrum stríðshrjáðum svæðum eiga aðdáun skilið fyrir hugrekki sitt. 


mbl.is 18 létust í sjálfsvígssprengjuárás á skóla í Írak
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nú segi ég stopp!!!!!

Þegar maður lendir í því að peningurinn sem átti að endast manni út mánuðinn er að verða uppurinn þá er eitthvað mikið að! Þetta lánasjóðskerfi er alveg gjörsamlega út í hött! Ég meina heldur einhver virkilega að það sé hægt að lifa af á 75 þús. krónum á mánuði?!?!? Ég bara spyr.

Ég lenti illa í því í janúar og fékk námslánin mín mjög seint borguð út vegna klikkelsis innan HÍ (eitt próf sem ég tók týndist!) og neyddist þar af leiðandi til þess að nota visa kortið til að lifa nú af mánuðinn. Svo kemur auðvitað nýr mánuður og reikngarnir sem fylgja því þannig að þann 5. febrúar er peningurinn eiginlega allur horfinn. Svo ef maður er svo óheppin að lenda í því að þurfa að fara til læknis þá auðvitað fer dágóður peningur í það. Þetta veldur því að manni dettur einna helst í hug að fá sér frekari yfirdrátt á debetkortið svo að ég þurfi nú ekki að svelta út mánuðinn. Það hefur það þó í för með sér að skuldir mínar muni aukast og ég hef enga löngun til þess, sérstaklega í ljósi þess að þá þyrfti ég að borga hæðstu yfirdráttarvexti í heimi!

Því skora ég á alla þingmenn að prófa að lifa á 75. þús krónum á mánuði og álykta svo um lánasjóðsmál, lágmarkslaun og atvinnuleysisbætur. Ungt fólk sem er nýútskrifað úr háskóla er allt of skuldugt vegna þessa ömurlega kerfis sem við búum við hérna og Ísland á að kallast velferðarríki! Og hvað þá ef að nýútskrifaðir stúdentar leggja í að kaupa sér húsnæði! Þetta er bara fáránlegt og ólíðandi! Nú eru að koma kosningar og það er eins gott að þessi mál verði ofarlega á baugi á stefnulistum flokkanna!


Stúdentapólitík er ekki heimskuleg

Rosalega er gaman að sjá frétt um stúdentakosningarnar á vef mbl. Sjálf mætti ég á fundinn og hafði gaman af þó að allt hafi verið við það að fara í háaloft þarna undir lokin. Það sem mér finnst samt leiðinlegt er að sjá einn framboðslistann blogga við þessa frétt um að stúdentapólitík sé heimskuleg. Stúdentapólitík er nefnilega alls ekki heimskuleg, heldur hagsmunamál. Ef eitthvað er heimskulegt þá er það að flokkur í framboði komi með þá yfirlýsingu að stúdentapólitík sé heimskuleg, ef hún er svona heimskuleg hvað eru þið þá að gera í framboði? Í sama bloggi er auðvitað komið baráttumáli flokksins á framfæri sem er einstaklingskosningar. Samkvæmt kenningu þessa framboðs þá munu einstaklingskosningar auka kosningaþátttöku og auka samstöðu innan stúdentaráðs. Því miður er ég ekki sannfærð um að svo sé. Í fyrsta lagi þá er kosningaþátttaka þar sem að einstaklingsframboð eru mun minni en þar sem eru flokksframboð. Í sveitarfélögum með 1000+ íbúa, þar sem að óbundnar kosningar hafa farið fram hefur kosningaþátttaka verið mun minni en í þeim sveitarfélögum þar sem að um flokksframboð hefur verið að ræða. Hins vegar þar sem að sveitarfélög eru smærri hefur þátttaka verið meiri (Gunnar Helgi Kristinsson, Staðbundin Stjórnmál, 2001:108).

Háskóli Íslands hefur 10.000 nemendur og kosningaþátttaka er alveg gríðarlega lítil. Ef að þróunin er þessi í sveitarstjórnarmálum, ætti hún þá að vera eitthvað öðruvísi í háskólanum? Ástæðan fyrir því að beint lýðræði er ekki við lýði er sú að það borgar sig ekki fyrir kjósandann að kynna sér öll þau mál sem þarf að álykta um og hefur jafnvel ekki áhuga á því. Margir kjósendur hafa ekki einu sinni áhuga á því að kynna sér stefnumál stjórnmálaflokkana fyrir Alþingiskosningar og kjósa bara eftir gömlum vana.

Nemendur í Háskóla Íslands nenna margir hverjir ekki að kynna sér stefnumál stúdenta flokkanna því að þeim finnst þau hljóma eins, og enn aðrir nenna barasta ekki að eyða tíma í það! Ef að 100 einstaklingar eru í framboði með svipaðar áherslur þá efast ég um að fólk nenni að kynna sér mál þeirra og hvað þá að kjósa. Þið getið rétt ímyndað ykkur hvernig kjörseðillinn liti út! Hann væri alveg fáránlega langur.

Til þess að frambjóðendur geti komið málefnum sínum á framfæri þarf að auglýsa sig og það kostar peninga og ef það er eitthvað sem að stúdentum skortir þá eru það einmitt peningar. Þetta framboð sem boðar einstaklingskosningar talar einnig um að samstaða ráðsins yrði meiri. Ég held að það sé nóg að reyna að fá 2 fylkingar til að vinna saman, sem þær hafa gert með góðum árangri síðasta kjörtímabil, hvernig verður það þegar að hópur einstaklinga þarf að vinna saman sem eru jafnvel með gjör ólíkar áherslur. Ég sé fyrir mér endalaust þras og lítinn árangur.

Einnig telur þetta framboð að það að hafa 1. árs kjörtímabil (í stað tveggja) sé betra. Ég tel að 2. ára kjörtímabil með þeirri róteringu sem fylgir því mjög snjallt. Það kemur í veg fyrir það að ný kjörið stúdentaráð þurfi að finna upp hjólið.

Að lokum vil ég hvetja stúdenta til að kjósa á miðvikudag og fimmtudag og ég tek það fram að ég er hvorki í Vöku né Röskvu, hvað þá einhverjum stjórnmálaflokki.


mbl.is Oft dræm kjörsókn í Háskólanum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

N-Vesturkjördæmi?

Hann er nú vara-bæjarfulltrúi á Akranesi, er þá ekki réttast að hann bjóði sig fram í N-Vestur kjördæmi? Hmm?

Ekki að hann fái mitt atkvæði, ónei, ég kýs ekki rasista!


mbl.is Óljóst hvar Magnús Þór býður sig fram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað er málið með unglinga í dag?

Jesús minn eini! Ég trúi varla þeim fréttum sem að ég les og heyri um uppátæki sem þessi, ofbeldi og annað. Það eru nú ekki mörg ár síðan að ég var unglingur, réttara væri að segja að ég sé nýskriðin úr unglingsárunum, ég man bara ekki eftir öðru eins. Hvert er íslensk æska að fara?

Ég hvet alla foreldra að fara að sinna börnunum sínum og fylgjast með þeim. Á mínu heimili giltu ákveðnar reglur og foreldrar mínir fylgdust vel með því sem ég var að gera. Ef ég reyndi að fara á bakvið foreldra mína þá komst það fljótt upp. Ég þakka fyrir að foreldrar mínir sýndu mér áhuga og voru með reglur sem ég varð að fara eftir. Það er ekki til neitt sem heitir vandræða unglingur það eru bara vandræða foreldrar!


mbl.is Klósett splundraðist í grunnskóla í Reykjavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fáránlegt!

Jahá!

Hvað með þær konur sem vita einfaldlega ekki hvort að þeim langi í börn yfir höfuð?

Mér finnst alveg fáránlegt að það sé verið að hvetja konur til að eignast börn í námi! Ég meina það er ekkert að því að eignast börn í námi en ég hef bara engan áhuga á því! Svo finnst mér það skammarlegt að þær konur sem ekki hafa eignast börn séu bara hunsaðar. Mér finnst þetta algjört hneiksli og ættu Danir að skammast sín! Þurfa þá nýútskrifaðar barnlausar konur að lofa í atvinnuvitölum að fara ekki út í barneignir strax til að fá vinnu? Eða eiga þær að flytja erlendis? Ég bara spyr... Mér finnst líka að þetta sama eigi að gilda um karlmenn. Það er nú einu sinni jafnrétti...

Það væri áhugavert að vita hvernig þetta er hérna á Íslandi, það væri alveg kjörið að láta rannsaka þetta. Mér þætti allavega gott að vita hvort að ég þurfi að eignast börn í námi til að fá vinnu eftir námið. Eins og er hef ég engan áhuga á því að eignast börn, og ég stefni reyndar á að vinna fyrir Sameinuðu Þjóðirnar þannig að ég er kannski örugg bara?!?!?

 


mbl.is Betra að eignast börn í námi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband