Þrumuveður - Gewitter!

gewitterStormurinn í gær var æðislegur! Þrumurnar og eldingarnar stóðu í hátt í tvo tíma með tilheyrandi látum og úrhelli! Það var einmitt að hefjast annar stormur með rosa eldingum og látum, úrhellið var að hefjast og spurning hvort að það fylgji haglél með W00t Þó að hann verði jafn langur og sá sem var í gær þá ætti hann að vera gengin yfir áður en að leikurinn hefst, það verður þó áhugavert að sjá hvernig þetta fer ef að hann verður enn í gangi, tja eða ef að annar fylgir á eftir, í kvöld á meðan leiknum stendur Grin Eldingarnar eru mun nærri minni staðsetningu heldur enn í gær (styttra á mili leifturs og hljóðs). 

Ég ELSKA þetta veður! Enda gott að fá ogguponsu kælingu sem kemur með storminum (sem er þó ekki mikil!) Enda búið að vera um og yfir 30° stiga hiti hérna undanfarið! Ég get þó með ánægju tilkynnt það að ég er byrjuð að taka lit í sólinni hérna (já ég, ofur næpuhvíta Vera!) Cool

Aufwiedersehen!

Vera

P.S. ég fer að verða búin með alla kúrsana hérna og þá kemur alvöru blogg um það sem hefur á daga mína drifið ásamt myndum.  

UPDATE - Það byrjaði þessi heljarinnar stormur rétt í þessu með þrumum og eldingum og öllu tilheyrandi! Verst að vera ekki við sjónvarpið til að geta séð leikinn (er í tíma)!


mbl.is Óveður olli sambandsleysi í leik Tyrkja og Þjóðverja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Áríðandi fréttatilkynning!

Í næstu viku fer ég í 2 próf og þann 30. júní þarf ég að vera búin með:

  • 1 ritgerð fyrir kúrs um öryggis og varnar stefnu ESB
  • 1 ritgerð fyrir kúrs um réttlæti, jafnrétti og pólitískar breytingar í átaka samfélögum
  • 1 ritgerð fyrir kúrs um alþjóðavæðingu og einkavæðingu valds/ofbeldis - kenningarleg innsýn á tímum hnattvæðingar
  • 1 position paper til að meta námskeið sem er í punkti númer tvö
  • 1 discussant handout (fyrir morgun daginn reyndar) fyrir sama kúrs
  • 1 rannsóknardagbók fyrir kúrsinn sem nefndur er í punkti 3

Ásamt þessu þarf ég einnig að kveðja alla vini mína sem halda heim á leið á næstu dögum Crying

Ég biðst því velvirðingar ef að ég svara ykkur ekki á MSN, Skype, Facebook eða öðrum samskiptatækjum. Ég veit, ég veit ég er alltaf online eeeennn ég gleymi alltaf að setja mig á busy eða invisible og það er svo dónalegt að gera það um leið og einhver byrjar að tala við mig. Þá lítur það út eins og ég vilji ekki tala við viðkomandi.

Ef að statusskilaboð mín á fyrrnefndum miðlum eru fáránleg, asnaleg, með vott um geðveiki þá er það eingöngu vegna of mikils upplýsingaflæðis til heilans. Ég býst við að áhrifin verði alvarlegri að þessu sinni þar sem að flest lesefnið er á þýsku.

Aufwiedersehen!

Vera 


Hvernig væri að reyna að græða soldið á þessu?

Við getum "bjargað" birninum og sett hann í húsdýragarðinn! Svo segjum við heimspressunni hversu mikil dáð það var af okkur að bjarga honum Ófeigi og fólk mun flykkjast að utan að heimi til að sjá íslenska ísbjörninn! Slík aukning í ferðamannaþjónustu myndi efla efnahaginn og kannski verða til þess að krónan styrkist aðeins!

Ég held að það sé alveg kjörin hugmynd að breyta málinu öllu í gróðabatterí...


mbl.is Vill nefna björninn Ófeig
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bein lýsing frá stemmningunni í Vín!

Já ég sit í tíma (engin komment!) en háskólinn er rétt hjá aðdáendasvæðinu og ég heyri eiginlega ekkert í hópnum sem er með fyrirlestur í kvöld fyrir söng Króata "Deutschland Deutschland aufwiedersehen..." (fyrir þá sem ekki kunna þýsku þá þýðir þetta "Þýskaland Þýskaland bless").

Vegna þess að ég sit í tíma þá missi ég af leik Póllands og Austurríkis! OHHHHH! 

En nánari lýsingar á stemmningunni hérna í Vín má finna í færslu minni hér á undan. 

Kveðja frá EM stemmningunni í Vín

Vera 


mbl.is Króatía vann Þýskaland, 2:1
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

EM stemmningin í beinni frá Vín!

Aðdáendur á HeldenplatzJá það er ekki hægt að komast hjá því að upplifa stemmninguna í kringum EM hérna í Vín! Minnstu deildirnar í háskólanum hafa hætt kennslu þar sem að öryggi í kringum háskólann hefur verið aukið vegna nálægðar við hið svokallaða "Fanzone". Auðvitað er minni deild ekkert lokað og nóg að gera í lærdómnum, en það hefur ekki stoppað mig við að fara á "Fanzone" og horfa á tvo leiki! Fyrsti leikurinn sem að ég horfði á á svæðinu var Þýskaland-Pólland og stemmningin var góð. Auðvitað var mikil spenna í loftinu enda margir Pólverjar og Þjóðverjar á svæðinu en allir höguðu sér vel. Það eru nokkrir staðir sem eru með risaskjái á þessu verndaða aðdáendasvæði og auðvitað er stappa af fólki að fylgjast með leikjunum og stemmningin er mögnuð! Phil og Elina í bleytunniLeikur Þýskalands og Póllands var eiginlega sá skondnasti að horfa á en ég held að það hafi verið vegna aðstæðna en ekki leiksins sjálfs. Það fór nefnilega að rigna eftir hálfleik og þá er ég ekki að tala um einhverja dropa heldur úrhelli! Ég hefði vel getað tekið sjampóið með mér og þvegið mér með góðu móti. Göturnar og gangstéttirnar breyttust í stórfljót og ég var bara fegin að vera vel synd! Áður en að rigningin varð óbærileg fékk ég að deila plastyfirhöfn með enskum vini og pírðum við út um ermina til að sjá framvindu leiksins. Við gáfumst hinsvegar fljótt upp hópurinn flúði inn í nærliggjandi bjórtjald sem var einnig að sýna frá leiknum.blautar ljóskur Það fór reyndar þannig að einhverjir urðu eftir og týndust úr hópnum og fengu statusinn "casulties of war". Ég var auðvitað svo klár að vera í hvítum bol þannig að strákarnir í hópnum útnefndu mig sigurvegara blautbola keppni kvöldsins. Sem betur fer hafði ein vinkona hent yfir mig jakkanum sínum þegar það byrjaði að rigna þannig að ég gat hulið mig.

Síðari leikurinn sem ég fór að sjá var að sjálfsögðu Holland-Ítalía þar sem að Hollendingar tóku nú Ítalina í bakaríið!Stytturnar eru skreyttar líka! Ég var sko klædd í fánaliti Hollands með hollenska fánan málaðan á hendurnar á mér og fagnaði ákaft innan um Ítalina þegar Hollendingar skoruðu sín þrjú glæsilegu mörk!

Ég hef fylgst með hinum leikjunum með öðru auganu svona til að vera inni í málunum og er reyndar búin að vera ansi góð að veðja á rétta sigurvegara og meta styrkleika liða (já ég veit ég af ÖLLUM!). Það er bara svo gaman að upplifa stemmninguna og vera svolítið með. Enda kemst ég ekki hjá því að upplifa allt saman þar sem að mín samgöngulína (eða neðanjarðarlestarlínan U2) fer akkúrrat á milli leikvangsins og Karlsplatz og þar á milli er aðdáendasvæðið. Þannig að þegar ég fer í skólann (sem er stoppið rétt áður en að aðdáendasvæða stoppin byrja) eða heim úr skólanum þá kemst ég eiginlega ekki hjá því að deila vagni með æstum aðdáendum. Og ég sem er orðin algjör Pollýanna tek því bara með stakri ró (já líka þegar að það er svo þröngt á þingi að maður kremst á milli króatísku Við Elina studdum Ísland og Finnaland ákaft!og austurrísku aðdáendanna) og nýt þess að allt sé að ganga svona vel og samgöngum stjórnað af prýði og engin átök á milli aðdáenda. Ég gleðst bara yfir því að það eru amk engar enskar fótboltabullur á svæðinu Grin Svo er líka gaman að hugsa til þess (kemur litli púkinn upp í mér) að greyið Austurríkismenn munu ekki vinna Þýskaland á mánudaginn og þegar ég stríði austurrískum félögum mínum á því þá segja þeir "já en sko, árið 1978 þá unnum við Þjóðverja!" og þá svara ég "En það er styttra síðan þið töpuðuð fyrir FÆREYJUM!" og dey úr hlátri Devil

Því miður missi ég af leikjum dagsins þar sem að ég verð í tímum! Það væri gaman að sjá Pólland vinna Austurríki... En ég gleðst yfir því að ég næ mér í mikilvæga þekkingu í staðinn!

Kveðja frá EM stemmningunni í Vín!

Vera 


Ég mun snúa heim...

...eftir allt saman! Þökk sé honum karli föður mínum! Takk pabbi þú ert bestur Heart

móttökunefndÉg mun snúa heim aftur á gamla góða Ísland þann 12. ágúst og býst við góðum mótökum og fagnaðarlátum. Ég býst við móttökuliði sem mun taka á móti mér með tárin í augunum og opna faðma tilbúið að heimta mig úr helju... Í móttökuliðinu þurfa að vera a.m.k. 2 ef ekki 3 sterkir karlmenn til að bera allann farangurinn minn!

Ég vildi bara láta ykkur vita af þessu svo að þið getið hafið undirbúning á þessum stórviðburði sem er án efa stærsti viðburður á Íslandi á árinu!

Sé ykkur í ágúst, en þangað til, endilega fylgist með blogginu og KOMMENTA svo, svo að ég viti nú að einhver lesi sögurnar mínar (takk Jóhann fyrir að kommenta reglulega).  

Vera 

 


Mæðgnaheimsókn og sumarveður!

n336200083_18935_8985Dömurnar í móðurleggnum komu í heimsókn til Vínar 23. - 27. maí. Það var að sjálfsögðu mikið stuð enda svo frábærar og skemmtilegar dömur samankomnar.

Ég var að sjálfsögðu leiðsögukona ferðarinnar enda að sýna þeim borgina mína Cool Ég tók á móti þeim á flugvellinum eins og alvöru leiðsögukonu sæmir, ég klikkaði reyndar á því að vera með svona skilti, ég geri það næst. Það voru miklir fagnaðar fundir á flugvellinum og ég var knúsuð alveg í ræmur! Við fengum okkur svo góðan kvöldverð á góðum ítölskum stað og svo sendi ég þær allar í háttinn enda ferðalúnar eftir langan dag! 

Á laugardeginum fórum við og skoðuðum Stephansdom, auðvitað fórum við upp í turnin og skoðuðum útsýnið yfir borgina og tón336200083_19028_7694kum margar myndir (hver á sýna myndavél þannig að það eru örugglega til 8 eintök af hverjum viðburði). Síðan röltum við niður Kärntnerstraße ásamt öllum hinum túristunum í góða veðrinu og enduðum inni á Café Sacher. Þar drukkum við ljúffengt kaffi og brögðuðum hina heimsfrægu Sacher tertu. Við fórum einnig og skoðuðum Hofburg ásamt þeim 3 söfnum sem eru þar. Síðan nutum við sólarinnar og sumar fengu sér banana sem tekin hafði verið með í nesti af morgunverðar hlaðborðinu. Síðan héldum við mamma og Hósa í áfengisleiðangur fyrir júróvisjón partíið sem var haldið eftir óperuna. Við hittumst síðan seinni partinn og fórum á Figlmüller þar sem við fengum okkur ljúffengt snitzel fyrir óperuna. Þaðan var haldið í óperuna þar sem að sumir sofnuðu og aðrir nutu. Leikar enduðu með að óperan var yfirgefin í hálfleik og drifið sig á hótelið að horfa á júróvisjón (það mátti sko ekki missa af framistöðu Íslands). Ég entist ekki lengi í júróvisjón partíin336200083_18981_7629nu og hélt í annað partí...

Á sunnudeginum fórum við á Sigmund Freud safnið og Josephinum (það er safn læknaskólans í Vín og þar eru vaxmyndir af líffærum líkamans). Eftir það ákváðum við að vera svoldið ævintýragjarnar og fara á Prater í tækin þar. Við ungu og spengilegu prófuðum nokkur tæki og skemmtum okkur konunglega. Eftir Prater fórum við á Donau Insel þar sem að við fundum þennan fína bar með happy hour og sætan þjón. Þónokkrir kokteilar voru drukknir á barnum og þjóninn var farinn að hneppa niður tölunum á skyrtunni eftir sem leið á dvöl okkar þar. Við vorum allar í gríðarlega miklu stuði og aftur kom banani við sögu! Ég pantaði mér banana daiquiri og fékk hann á borðið og skrapp svo á klósettið. Þegar ég kom til baka var heill banani sem skn336200083_19014_5997reyting í drykknum, ekki alveg eins og ég hélt að ég hefði skilið við þetta. Hósa prakkari hafði sett morgunverðar bananan í drykkinn og ætlaði að reyna að halda þessu leyndu.

Eftir að hafa drukkið og borðað á barnum fórum við yfir brúnna og prófuðum trampólínin þar. Sumar voru betri en aðrar, ein að sjálfsögðu atvinnukona í svona hoppi og hoppaði og skoppaði í öllum stellingum, aðrar reyndu að herma og mér tókst að snúa á mér fótinn!

Á mánudeginum fórum við og versluðum stíft áður en að við hittumst á hótelinu til að fara í sekt til Finns, Jóhönnu og Önnu Bryndísar. Það var afskaplega notalegt hjá þeim og Anna Bryndís stal hugum og hjörtum mæðgnanna. Síðan var haldið á kaffihús þar sem að við borðuðum og fengum okkur rosalega flotta ísrétti í eftirrétt.

Á þriðjudeginum kvaddi ég dömurnar og hóf aftur mitt hefðbundna líf hér í Vín.

Ven336200083_19199_9988ðrið er búið að vera alveg frábært undanfarið, eiginlega of gott og of heitt! Allt of heitt! Ég held stundum að ég sé að bráðna. Sem betur fer á ég bikiní núna og gat farið í laugina með Amy og kælt mig niður.

Ég hélt frábært partí á föstudaginn með þemanu "brjálaðir litir". Það mátti sko finna alla litaflóruna í íbúðinni minni það kvöldið. Gestum var boðið að smakka íslenskt sælgæti og brennivín, ópal og tópas skot. Einhverjum fannst það braðgast eins og munnskol og ég sagði liðinu bara að íslenskt áfengi væri svo hollt, þess vegna værum við Íslendingar alltaf í efstu sætum á heimslistum þegar kemur að heilbrigði og öðru slíku.

Það er alveg nóg að gera í lærdómnum þennan mánuðinn, ég held 2 fyrirlestra í næstu viku svo þarf ég að skrifa 3 ritgerðir og taka 2 próf! Nóg að gera sumsé og ég þarf einmitt að snúa mér frá bloggi núna og að bókunum!

Vera 

Myndir frá mæðgnaheimsókninni má sjá hér: http://www.facebook.com/album.php?aid=612&l=0830d&id=336200083 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.