Það er búið að vera algjört sumar veður hérna í Vín síðustu daga, 17-19°C! Það er bara eins og gott íslenskt sumar. Það eina leiðinlega er að ég hef lítið getað notið veðursins þar sem að ég er að drepast úr kvefi og hef verið veik síðustu daga sem er að sjálfsögðu alveg týpískt fyrir mína heppni.
Það lá við að ég færi og verslaði sumardress í dag en ég lét skópar duga (öhhm). Það að kaupa skó læknar sálartetrið, mætti alveg lækna kvef og slen líka.
Þýskukúrsinn gengur bara ágætlega, er alltaf að verða betri og betri í þýsku. Ég skil amk mun meira og get lesið soldið líka, það að tala þýsku er samt allt annað mál eða "das ist ein andere Geschicht" eins og þýskukennarinn myndi segja. Ég ætla að taka annað þýskunámskeið sem byrjar í apríl og er fram í júní þannig að ég verði alveg ógeðslega góð í þýsku. Það væri náttúrulega ógeðslega hallærislegt að koma heim og kunna ekkert í málinu.
Skráning í kúrsana í háskólanum byrjar í þessari viku þannig að ég ætla að hitta prófessorinn sem sér um erasmus nemana í stjórnmálafræðinni á miðvikudaginn og spyrja hann út í tæknileg atriði. Ég hlakka til að byrja í tímum og kynnast fleira fólki og svona. Þetta verður stuð!
Vera
Bloggar | Mánudagur, 25.2.2008 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Jæja ég ætla loksins að uppfæra ykkur lesendur góða um farir mínar hérna í Vín.
Það er búið að vera nóg að gera hjá mér á þýskunámskeiðinu sem ég er að taka og er að verða betri og betri í þýsku Svo er ég líka búin að hitta svo gríðarlega mikið af nýju og skemmtilegu fólki að það er alveg ótrúlegt. Ég þarf að passa mig að ávarpa alla með réttu nafni. Mér finnst það alltaf erfiðast að muna hvað fólk heitir.
Ég hitti svo líka hana Rósu frænku, Gumma, Knút, Súsönnu og mömmu hennar (Súsanna er kærasta Knúts sumsé). Við fórum í risastóra parísarhjólið sem er á Praterstern og útsýnið yfir borgina var alveg æðislegt. Þau buðu mér svo í mat og svo var haldið heimsmeistara mót í Uno, sem að ég vann Mér verður ekki boðið að spila með á næstunni. Ég er enn að reyna að jafna mig á þeirri staðreynd að Knútur frændi búi hérna í Vín og það í sama hverfi og ég!!!! Heimurinn er fáránlega lítill!
Skólinn er ekki enn byrjaður og það er ekki enn hægt að skrá sig í námskeið! Austurríkismenn eru ekkert að drífa sig að neinu, sérstaklega Vínarbúar, þeir taka sér bara góðan tíma í hlutina. Ég er hálfpartin farin að bíða eftir því að skólinn byrji, það eru svo margir spennandi kúrsar í boði þannig að ég hef úr nógu að velja þannig að þetta ætti að verða skemmtileg önn (námslega séð sko, auðvitað verður hún geðveikt æðisleg á hinum sviðunum).
Ég læt þetta duga í bili.
Tschüss baba
Vera
Bloggar | Fimmtudagur, 21.2.2008 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ég er búin að vera í ævintýrum með Martin og Bergi, fyrst í Strassborg og síðan í Vín. Ferðin var í alla staði æðisleg og svaka stuð!
Strassborg er rosalega krúttleg borg, það er eins og að ganga inn í ævintýri að vera þarna ahhh. Svo var líka svo geðveikt að hitta Martin aftur, aaaaallllt of langt síðan ég hef séð hann!
Ferðin var í hnotskurn:
- Æðislegar borgir
- Baguette
- Rauðvín
- Brie
- Æðislegur félagsskapur
- Mikill einkahúmor
- Evrópuráðið
- Wiener Schnitzel
- Apfelstrüdel
- Sachertorte
- Wiener Melange
Við hittum einnig Endre og Lilju í Strassborg sem var alveg frábært. Það búa allir vinir manns í útlöndum þessa dagana þannig að það er ekki von nema að maður flytji sjálfur.
Ég byrjaði á þýskunámskeiðinu í dag og ég held að það verði barasta rosa fínt. Ég verð orðin ógeðslega góð í þýsku í lok mánaðarins (vonandi). Ég vona bara að ég geti komist yfir þýskuhreim kennarans en hann er pottþétt frá Tyrol (á eftir að spyrjann) og þeir hafa svo skondin hreim, ofur áhersla á sch hljóðin og svo syngja þeir.
Ég er komin með þráðlaust net! LOKSINS! Þannig að ég get verið dugleg að blogga og svona, einnig get ég talað við gömlu hjónin í gegnum skype núna Það eru sko sjálfsögð hommar til hægri (mannréttindi) að vera með þráðlaust internet. Við Bergur þýddum "droits de l'homme" sem hommar til hægri í stað þess að þýða það sem mannréttindi
Við erum soddan kjánaprik!
Kveðja
Vera
Bloggar | Mánudagur, 11.2.2008 (breytt kl. 17:28) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Jæja þá er ég búin að tölta um í dag og síðustu daga og taka myndir.
Þetta er herbergið mitt...
Ég er með æðislegt útsýni úr herberginu mínu!
Ég er búin að eyða deginum í það að rölta um litlu sætu hliðargöturnar í 1. hverfinu (oder erste Bezirk) og er rosalega skotin í þeim. Þið getið
séð hvað þær eru krúttlegar á þessum myndum:
Ef þið eruð ekki enn farin að deyja
úr öfund yfir fegurð Vínar og hve ógeðslega heppin ég er að búa hérna þá ætla ég að setja nokkrar
myndir sem munu pottþétta valda gríðarlegri öfund Djók!
Mér finnst Vín svo falleg borg og vill bara deila henni m
eð ykkur
Þetta er die Hofburg sem var heimili Franz Josephs og fyrirrennara hans.
Þetta er rosalega flott bygging og það er hægt að labba undir hana (svona eins og í bíómyndunum) og svo er líka safn í höllinni sem ég á nú enn eftir að fara á.
Þetta er Albertina safnið þar sem verið er að sýna Picasso og Monet þannig að ég er alveg 100% á því að kíkja þangað.
Það er svo rosalega margt fallegt að sjá hérna þannig að ég verð að nýta tímann vel. Annars mun ég nú fá túrhestinn beint í æð þegar mæðgurnar allar koma að heimsækja mig, þá verð ég búin að undirbúa mig svo ég geti verið alvöru túrhesta guide
Fyrsta vikan er búin að vera aldeilis fín og svo er ég nú á leið til Strasborgar í næstu viku og tek Martin og Berg með mér til Vínar frá Strasborg þannig að þá verð ég í frábærum félagsskap.
Konni sambýliskona mín (ahh þetta er æðislegt orð) er að útskrifast á morgun og hún bauð mér að koma í útskriftina sína sem mér finnst bara rosa heiður þannig að ég er að hugsa um að mæta. Svo þarf ég að sækja tvo kassa á pósthúsið og ætla að fá Lukas í það með mér.
Schönes Grüße
Vera
Bloggar | Sunnudagur, 3.2.2008 (breytt kl. 16:10) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)