Loksins myndir!!!

Jæja þá er ég búin að tölta um í dag og síðustu daga og taka myndir.

Þetta er herbergið mitt... 

Ég er með æðislegt útsýni úr herberginu mínu! 

Ég er búin að eyða deginum í það að rölta um litlu sætu hliðargöturnar í 1. hverfinu (oder erste Bezirk) og er rosalega skotin í þeim. Þið getið

séð hvað þær eru krúttlegar á þessum myndum:  

 

 

 

 

 

Ef þið eruð ekki enn farin að deyja

úr öfund yfir fegurð Vínar og hve ógeðslega heppin ég er að búa hérna þá ætla ég að setja nokkrar

myndir sem munu pottþétta valda gríðarlegri öfund Tounge Djók!

n336200083_14401_827

Mér finnst Vín svo falleg borg og vill bara deila henni m

eð ykkur Wink

 

 

    

Þetta er die Hofburg sem var heimili Franz Josephs og fyrirrennara hans.

n336200083_14389_1508

Þetta er rosalega flott bygging og það er hægt að labba undir hana (svona eins og í bíómyndunum) og svo er líka safn í höllinni sem ég á nú enn eftir að fara á.  

 

 

 

n336200083_14395_6088

 

 

 

 

Þetta er Albertina safnið þar sem verið er að sýna Picasso og Monet þannig að ég er alveg 100% á því að kíkja þangað.

Það er svo rosalega margt fallegt að sjá hérna þannig að ég verð að nýta tímann vel. Annars mun ég nú fá túrhestinn beint í æð þegar mæðgurnar allar koma að heimsækja mig, þá verð ég búin að undirbúa mig svo ég geti verið alvöru túrhesta guide Cool

Fyrsta vikan er búin að vera aldeilis fín og svo er ég nú á leið til Strasborgar í næstu viku og tek Martin og Berg með mér til Vínar frá Strasborg þannig að þá verð ég í frábærum félagsskap.

Konni sambýliskona mín (ahh þetta er æðislegt orð) er að útskrifast á morgun og hún bauð mér að koma í útskriftina sína sem mér finnst bara rosa heiður þannig að ég er að hugsa um að mæta. Svo þarf ég að sækja tvo kassa á pósthúsið og ætla að fá Lukas í það með mér.

Schönes Grüße

Vera 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl Vera mín.

Gaman að sjá hvað þú ert að brasa þarna, ekkert smá góðar myndir.

Vona að þú haldir áfram að uppfræða okkur frónsbúa um ævintýri þín. Bið að heilsa

Vignir (IP-tala skráð) 3.2.2008 kl. 23:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband