Mikið rosalega er ég löt við þetta blogg þessa dagana. Móðir mín var farin að senda mér tölvupósta þar sem hún lýsti yfir áhyggjum af því hvort ég væri nokkuð á lífi og ef að hún fengi ekki svör brátt að þá myndi hún senda út leitarflokk...
Ég er ennþá í Vín, sama herbergi, sömu íbúð, sömu hæð, sama húsi í sömu götu. Ég hef þó hætt mér út fyrir borgina aðeins og skrapp með vinum til Neusiedler See þar sem ég lá í sólbaði og brann... Ég er nú samt með smá lit
Síðan voru það síðustu dagarnir í skólanum, ég var með hálfa meðvitund þessa síðustu daga júní mánaðar vegna slæms ofnæmis fyrir moskítóbitum, það endaði með því að ég fór á slysó þar sem ég var send til rosalega myndarlegs húðsjúkdómalæknis. Hann skrifaði upp á krem til að bera á bitin og sagði að þetta væru slæm viðbrögð og að þetta hafi verið "nasty mosquito". Ég keypti í kjölfarið ýmsar græjur til að berjast við þessa leiðindar moskító pest! Allir alþjóðasamningar um gjöreyðingarvopn voru brotnir í stríði mínu en ég sigraði og hef ekki fengið nýtt moskítóbit í marga marga daga
Ég kvaddi flesta vini mína hérna sem héldu heim á leið, það eru bara örfáir sem hafa ákveðið að vera lengur og njóta Vínarísks sumars. Það að dvelja hérna lengur gaf mér tækifæri til að aðstoða OSCE við fyrstu Model OSCE ráðstefnuna. Ráðstefnan var haldin í Hofburg þar sem að starfsemi OSCE fer fram. Þetta var náttúrulega einstakt tækifæri til að sjá hvernig OSCE starfar og virkar. Ég og Amy vorum fengin af OSCE til að vera á einu af hótelunum þar sem að þátttakendur gistu til að sjá til þess að þeir kæmust á ráðstefnu stað og vera til staðar ef eitthvað kæmi uppá. Mjög fínt hótel, sérstaklega morgunverðar hlaðborðið, heiti potturinn og sánan mmmm
Við vorum 12 aðstoðarmenn við ráðstefnuna og 5 af okkur fengum frábæra hugmynd, við settum á fót alþjóðastofnun sem ber heitið "United Friends Organization". Við 5 erum með fastasæti í Amiable Council og erum núna að skrifa Charter fyrir stofnunina. Hann verður byggður á Charter SÞ (aha við erum nördar). Þetta skemmti okkur mjög en þið sem þekkið stofnanir og byggingu SÞ munið skilja eftirfarandi dæmi um stofnanir UFO:
- FRC - Friends Rights Council
- GFA - General Friends Assembly
- IAEA - International Amiable Energy Agency
- ICF - International Court of Friendship
Áður en að Model OSCE ráðstefnan hófst var önnur ráðstefna í gangi hjá OSCE og á henni var BA-leiðbeinandi minn hún Alyson Bailes þannig að ég fékk tækifæri til að hitta hana og ræða BA ritgerðina. Það var einstaklega ljúft.
Síðan tók við að halda áfram að reyna að ljúka þessum blessuðu ritgerðum (ég hef ákveðið að ég ÆTLA að klára eina í dag/kvöld ég bara verð!).
Harald kom svo í heimsókn um helgina frá Þýskalandi og ég sýndi honum Vín. Við vorum einstaklega dugleg að smakka kökur og kaffi... heilsufæði algjörlega haft í fyrirrúmi! Ég sýndi honum einnig næturlíf Vínar, en hann var sóttur af mér og Phil (einn af þeim sem varð eftir í Vín) knúsaður í ræmur og afhent áfengi "trink!". Harald var bara mjög sáttur við þessar mótttökur og skemmtum við okkur konunglega. Hann fór svo til baka til Þýskalands í gær og ég er bara heima að læra.
Ég hef ákveðið að eftir að ég hef djammað með Dave á Íslandi að þá er ég hætt að drekka, amk í bili. Held að lifrin hafi gott af því að jafna sig eftir erasmus. Ég mun einnig leggja til að viðvörun verði sett á erasmus bæklinga: "Warning: attending the erasmus exchange program may cause increase in alcohol consumption."
Að lokum við ég taka það fram við foreldra mína að ég hef að sjálfsögðu hagað mér mjög vel og drukkið ávalt í hófi... Engin af félögum mínum hérna úti myndi detta í hug að Íslendingar drekki mikið
Vera
For my non-Icelandic speaking friends:
I've been very lazy with the whole blog thing lately, I use being busy as an excuse. Most of you know that I've been saying goodbye to you actually and I'd like to thank you guys for an awesome time here in Vienna!
I was an assistant to the very first Model OSCE held at the Hofburg where the real meetings of the OSCE take place. I met wonderful people there and got to know how the OSCE works. We founded the United Friends Organization (see the points above as examples of the bodies and councils of the UFO).
I also got the chance to meet up with my thesis supervisor since she was at the OSCE Annual Security Review Conference. It was great to have a talk with her about my thesis and another essay I'm currently working on.
Then my friend Harald came to visit me from Germany and me and Phil welcomed him with alcohol and dragged him to the Vienna night-life. It was awesome I showed Harald around Vienna and we ate cakes and drank coffee, it was very nice as well.
I'll try my best to have english summaries of my posts for you non-Icelandic speakers. Henriikka this one is for you
Vera
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.