Mæðgnaheimsókn og sumarveður!

n336200083_18935_8985Dömurnar í móðurleggnum komu í heimsókn til Vínar 23. - 27. maí. Það var að sjálfsögðu mikið stuð enda svo frábærar og skemmtilegar dömur samankomnar.

Ég var að sjálfsögðu leiðsögukona ferðarinnar enda að sýna þeim borgina mína Cool Ég tók á móti þeim á flugvellinum eins og alvöru leiðsögukonu sæmir, ég klikkaði reyndar á því að vera með svona skilti, ég geri það næst. Það voru miklir fagnaðar fundir á flugvellinum og ég var knúsuð alveg í ræmur! Við fengum okkur svo góðan kvöldverð á góðum ítölskum stað og svo sendi ég þær allar í háttinn enda ferðalúnar eftir langan dag! 

Á laugardeginum fórum við og skoðuðum Stephansdom, auðvitað fórum við upp í turnin og skoðuðum útsýnið yfir borgina og tón336200083_19028_7694kum margar myndir (hver á sýna myndavél þannig að það eru örugglega til 8 eintök af hverjum viðburði). Síðan röltum við niður Kärntnerstraße ásamt öllum hinum túristunum í góða veðrinu og enduðum inni á Café Sacher. Þar drukkum við ljúffengt kaffi og brögðuðum hina heimsfrægu Sacher tertu. Við fórum einnig og skoðuðum Hofburg ásamt þeim 3 söfnum sem eru þar. Síðan nutum við sólarinnar og sumar fengu sér banana sem tekin hafði verið með í nesti af morgunverðar hlaðborðinu. Síðan héldum við mamma og Hósa í áfengisleiðangur fyrir júróvisjón partíið sem var haldið eftir óperuna. Við hittumst síðan seinni partinn og fórum á Figlmüller þar sem við fengum okkur ljúffengt snitzel fyrir óperuna. Þaðan var haldið í óperuna þar sem að sumir sofnuðu og aðrir nutu. Leikar enduðu með að óperan var yfirgefin í hálfleik og drifið sig á hótelið að horfa á júróvisjón (það mátti sko ekki missa af framistöðu Íslands). Ég entist ekki lengi í júróvisjón partíin336200083_18981_7629nu og hélt í annað partí...

Á sunnudeginum fórum við á Sigmund Freud safnið og Josephinum (það er safn læknaskólans í Vín og þar eru vaxmyndir af líffærum líkamans). Eftir það ákváðum við að vera svoldið ævintýragjarnar og fara á Prater í tækin þar. Við ungu og spengilegu prófuðum nokkur tæki og skemmtum okkur konunglega. Eftir Prater fórum við á Donau Insel þar sem að við fundum þennan fína bar með happy hour og sætan þjón. Þónokkrir kokteilar voru drukknir á barnum og þjóninn var farinn að hneppa niður tölunum á skyrtunni eftir sem leið á dvöl okkar þar. Við vorum allar í gríðarlega miklu stuði og aftur kom banani við sögu! Ég pantaði mér banana daiquiri og fékk hann á borðið og skrapp svo á klósettið. Þegar ég kom til baka var heill banani sem skn336200083_19014_5997reyting í drykknum, ekki alveg eins og ég hélt að ég hefði skilið við þetta. Hósa prakkari hafði sett morgunverðar bananan í drykkinn og ætlaði að reyna að halda þessu leyndu.

Eftir að hafa drukkið og borðað á barnum fórum við yfir brúnna og prófuðum trampólínin þar. Sumar voru betri en aðrar, ein að sjálfsögðu atvinnukona í svona hoppi og hoppaði og skoppaði í öllum stellingum, aðrar reyndu að herma og mér tókst að snúa á mér fótinn!

Á mánudeginum fórum við og versluðum stíft áður en að við hittumst á hótelinu til að fara í sekt til Finns, Jóhönnu og Önnu Bryndísar. Það var afskaplega notalegt hjá þeim og Anna Bryndís stal hugum og hjörtum mæðgnanna. Síðan var haldið á kaffihús þar sem að við borðuðum og fengum okkur rosalega flotta ísrétti í eftirrétt.

Á þriðjudeginum kvaddi ég dömurnar og hóf aftur mitt hefðbundna líf hér í Vín.

Ven336200083_19199_9988ðrið er búið að vera alveg frábært undanfarið, eiginlega of gott og of heitt! Allt of heitt! Ég held stundum að ég sé að bráðna. Sem betur fer á ég bikiní núna og gat farið í laugina með Amy og kælt mig niður.

Ég hélt frábært partí á föstudaginn með þemanu "brjálaðir litir". Það mátti sko finna alla litaflóruna í íbúðinni minni það kvöldið. Gestum var boðið að smakka íslenskt sælgæti og brennivín, ópal og tópas skot. Einhverjum fannst það braðgast eins og munnskol og ég sagði liðinu bara að íslenskt áfengi væri svo hollt, þess vegna værum við Íslendingar alltaf í efstu sætum á heimslistum þegar kemur að heilbrigði og öðru slíku.

Það er alveg nóg að gera í lærdómnum þennan mánuðinn, ég held 2 fyrirlestra í næstu viku svo þarf ég að skrifa 3 ritgerðir og taka 2 próf! Nóg að gera sumsé og ég þarf einmitt að snúa mér frá bloggi núna og að bókunum!

Vera 

Myndir frá mæðgnaheimsókninni má sjá hér: http://www.facebook.com/album.php?aid=612&l=0830d&id=336200083 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Pétur Pétursson

Í hvernig bol er greyið maðurinn á neðstu myndinni. Ég vill ekki vera neikvæður en það er eins og maðurinn hafið farið á kínverskan veitingastað, stolið gluggatjöldunum og gert sér bol úr þeim. En er ég bara þröngsýnn Íslendingur og þar að auki sjóari sem kann ekkert gott að meta.

Jóhann Pétur Pétursson, 3.6.2008 kl. 22:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband