Hommar til hægri og þráðlaust net....

n336200083_14589_6969Ég er búin að vera í ævintýrum með Martin og Bergi, fyrst í Strassborg og síðan í Vín. Ferðin var í alla staði æðisleg og svaka stuð!

Strassborg er rosalega krúttleg borg, það er eins og að ganga inn í ævintýri að vera þarna ahhh. Svo var líka svo geðveikt að hitta Martin aftur, aaaaallllt of langt síðan ég hef séð hann!

Ferðin var í hnotskurn:

  • Æðislegar borgir
  • Baguette
  • Rauðvín
  • Brie
  • Æðislegur félagsskapur
  • Mikill einkahúmor
  • Evrópuráðið
  • Wiener Schnitzel
  • Apfelstrüdel
  • Sachertorte
  • Wiener Melange

Við hittum einnig Endre og Lilju í Strassborg sem var alveg frábært. Það búa allir vinir manns í útlöndum þessa dagana þannig að það er ekki von nema að maður flytji sjálfur.

Ég byrjaði á þýskunámskeiðinu í dag og ég held að það verði barasta rosa fínt.n336200083_14634_9073 Ég verð orðin ógeðslega góð í þýsku í lok mánaðarins (vonandi). Ég vona bara að ég geti komist yfir þýskuhreim kennarans en hann er pottþétt frá Tyrol (á eftir að spyrjann) og þeir hafa svo skondin hreim, ofur áhersla á sch hljóðin og svo syngja þeir.

Ég er komin með þráðlaust net! LOKSINS! Þannig að ég get verið dugleg að blogga og svona, einnig get ég talað við gömlu hjónin í gegnum skype núna Happy Það eru sko sjálfsögð hommar til hægri (mannréttindi) að vera með þráðlaust internet. Við Bergur þýddum "droits de l'homme" sem hommar til hægri í stað þess að þýða það sem mannréttindi W00t Við erum soddan kjánaprik! 

Kveðja

Vera 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Pétur Pétursson

Hommar til hægri. Já það hefur náttúrulega hljómað mjög eðlilega í ykkar eyrum að allir hommar væru hægrimenn eða að allir hægrimenn væru hommar. (sagt með fullri virðingu fyrir hommum og hægrimönnum) En það er gott að þú skemmtir þér vel.

Jóhann Pétur Pétursson, 12.2.2008 kl. 00:16

2 identicon

haha bara fyndið:)

Iris (IP-tala skráð) 12.2.2008 kl. 14:56

3 Smámynd: Fanný Guðbjörg Jónsdóttir

Ekki amarlegt að vera komin með netið heima. Ég held ég yrði fljótt brjáluð að hafa ekki netið. Lífið er orðið þannig að maður er á netinu eða í tölvu frá 8 til 23 alla daga.. RUGL en samt lífsnauðsynlegt.

Hafðu það gott þarna úti, fylgist að sjálfsögðu með þótt ég commenti ekki alltaf en skal bæta mig í þeirri deild ;)

Fanný Guðbjörg Jónsdóttir, 12.2.2008 kl. 16:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband