Góð hugmynd!

Ég verð að viðurkenna að ég er engin aðdáandi Microsoft en mér finnst það sniðugt hjá Ólafi að fara á þessa ráðstefnu og kynna Ísland sem eitthvað annað en álversbæli. Mér finnst það góð tilbreyting að landið sé auglýst sem tilvalin staður fyrir hugbúnaðarþróun sem er nú mun sniðugra heldur en álversframkvæmdir út um allt. Óþarfi að gera atvinnulíf á klakanum gjörsamlega einhæft með endalausum álverum. 

Því segi ég húrra Ólafur, þetta var virkilega gott "múv" hjá þér! Ríkisstjórnin mætti taka sér þetta til fyrirmyndar og fara svipaða leið. Er ekki hægt að reyna að auglýsa Ísland sem kjörin stað fyrir fleiri fyrirtæki sem byggjast á hugviti? Stefna stjórnvalda er nú sú að sem flestir nái sér í háskólamenntun og við verðum að hafa fjölbreytt störf fyrir þetta hámenntaða fólk ef við viljum halda því á klakanum. 

 


mbl.is Ísland kjörinn vettvangur fyrir Microsoft
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband