Jesús minn eini! Ég trúi varla þeim fréttum sem að ég les og heyri um uppátæki sem þessi, ofbeldi og annað. Það eru nú ekki mörg ár síðan að ég var unglingur, réttara væri að segja að ég sé nýskriðin úr unglingsárunum, ég man bara ekki eftir öðru eins. Hvert er íslensk æska að fara?
Ég hvet alla foreldra að fara að sinna börnunum sínum og fylgjast með þeim. Á mínu heimili giltu ákveðnar reglur og foreldrar mínir fylgdust vel með því sem ég var að gera. Ef ég reyndi að fara á bakvið foreldra mína þá komst það fljótt upp. Ég þakka fyrir að foreldrar mínir sýndu mér áhuga og voru með reglur sem ég varð að fara eftir. Það er ekki til neitt sem heitir vandræða unglingur það eru bara vandræða foreldrar!
![]() |
Klósett splundraðist í grunnskóla í Reykjavík |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Miðvikudagur, 31.1.2007 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Jahá!
Hvað með þær konur sem vita einfaldlega ekki hvort að þeim langi í börn yfir höfuð?
Mér finnst alveg fáránlegt að það sé verið að hvetja konur til að eignast börn í námi! Ég meina það er ekkert að því að eignast börn í námi en ég hef bara engan áhuga á því! Svo finnst mér það skammarlegt að þær konur sem ekki hafa eignast börn séu bara hunsaðar. Mér finnst þetta algjört hneiksli og ættu Danir að skammast sín! Þurfa þá nýútskrifaðar barnlausar konur að lofa í atvinnuvitölum að fara ekki út í barneignir strax til að fá vinnu? Eða eiga þær að flytja erlendis? Ég bara spyr... Mér finnst líka að þetta sama eigi að gilda um karlmenn. Það er nú einu sinni jafnrétti...
Það væri áhugavert að vita hvernig þetta er hérna á Íslandi, það væri alveg kjörið að láta rannsaka þetta. Mér þætti allavega gott að vita hvort að ég þurfi að eignast börn í námi til að fá vinnu eftir námið. Eins og er hef ég engan áhuga á því að eignast börn, og ég stefni reyndar á að vinna fyrir Sameinuðu Þjóðirnar þannig að ég er kannski örugg bara?!?!?
![]() |
Betra að eignast börn í námi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Þriðjudagur, 30.1.2007 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ég verð að viðurkenna að ég er engin aðdáandi Microsoft en mér finnst það sniðugt hjá Ólafi að fara á þessa ráðstefnu og kynna Ísland sem eitthvað annað en álversbæli. Mér finnst það góð tilbreyting að landið sé auglýst sem tilvalin staður fyrir hugbúnaðarþróun sem er nú mun sniðugra heldur en álversframkvæmdir út um allt. Óþarfi að gera atvinnulíf á klakanum gjörsamlega einhæft með endalausum álverum.
Því segi ég húrra Ólafur, þetta var virkilega gott "múv" hjá þér! Ríkisstjórnin mætti taka sér þetta til fyrirmyndar og fara svipaða leið. Er ekki hægt að reyna að auglýsa Ísland sem kjörin stað fyrir fleiri fyrirtæki sem byggjast á hugviti? Stefna stjórnvalda er nú sú að sem flestir nái sér í háskólamenntun og við verðum að hafa fjölbreytt störf fyrir þetta hámenntaða fólk ef við viljum halda því á klakanum.
![]() |
Ísland kjörinn vettvangur fyrir Microsoft |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Þriðjudagur, 30.1.2007 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)