Ávarp til þjóðarinnar

Krónan

Ég held að ég fari bara að hætta að fylgjast með fréttum. Þar er eingöngu að finna harmfaraspár og kreppufréttir og ég held að ef að ég á að halda geðheilsunni og "þetta reddast" hugarfarinu að þá þarf ég að fara að lesa eitthvað annað. Bloggið er líka undirlagt krepputali og svona þannig að það er varla þorandi að lesa það. Auðvitað hafa allir sínar skoðanir á málinu sem er bara allt í lagi en ég er sammála honum Jóhanni í því að hlutirnir mega vera málefnalegri. Ég skoðaði í gær undirskriftasöfnunina á netinu þar sem verið er að safna undirskriftum til að afhenda Davíð Oddssyni þar sem hann verður krafinn afsagnar. Það er gott og blessað að safna slíkum undirskriftum en mér blöskraði sumt sem að fólk sagði þar. Sum kommentin voru lágkúruleg og draga úr trúverðugleika undirskriftarlistans í heild. Er hægt að taka mark á fólki sem getur ekki tjáð sig eins og fullorðið fólk? 

Ég tel einnig að í leit okkar að sökudólgi að þá förum við um og of. Vissulega er hægt að kenna Ríkisstjórninni um sumt, bankamönnum um annað og Seðlabankanum um hitt. Ég held að við getum líka fundið sökina hjá okkur. Margir vilja meina að ríkisstjórnin hafi átt að hafa vit fyrir okkur og setja okkur mörk, en slíkt er bara ekki hlutverk ríkisstjórnarinnar og stjórnvalda. Við búum í frjálsu samfélagi og við eigum að bera ábyrgð á okkur sjálf. Hverjir voru það sem að tóku lán fyrir öllu, þurftu að eiga allt nýtt. flottast og best? Hverjir eru það sem að lifðu eins og kóngar án þess að eiga krónu í rassvasanum? Það vorum við kæru landsmenn og nú fáum við skell á okkur og vonandi lærum við af þessu öllu saman. Vissulega hefðu bankarnir átt að setja einhver mörk og ekki lána okkur pening endalaust, og eftirlitið með bönkunum var eitthvað að klikka líka. En hey við tókum öll þátt og sáum ekkert athugavert við það að það væri hægt að fá lán fyrir öllu endalaust og fjárfesta hér og þar án þess að eiga neitt fyrir því, hvað þá ef það skyldi nú allt klikka! Við lokuðum bara augunum og héldum áfram að trúa því að góðærið héldi áfram endalaust.

Það gerir okkur ekkert gott að ráðast á mann og annan endalaust. Nú er mál að standa saman og fara að spara. Vissulega eru einhverjir sem bera meiri ábyrgð á ástandinu en aðrir og þeir eiga að sjálfsögðu að taka mesta skellinn. En ég held að það geri okkur ekkert gott að umvefja okkur neikvæðri orku. Hugsum jákvætt og förum að borga skuldirnar og spara það litla sem við eigum.  

Vera 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Pétur Pétursson

Mér finnst fólk hafa farið hamförum í þjóðfélaginu. Það er ekki nóg með að fólk láti reiði sína bitna á mönnum sem að jú sátu við stjórnvölinn heldur lætur það bitna reiði sína einnig á þeim sem að segja "heyrðu nú mig, þetta var nú ekki ALLT einum manni að kenna". Þeim sem að reyna að koma með örlitla skynsemi í umræðurnar. Ég held að fólk sem að lætur svona og eins og þú ert að lýsa, eigi bara í vandræðum með sjálft sig. Það er náttúrulega ekki oft sem að heil þjóð fær svona rækilega lexíu fyrir eigin heimsku. Til þess að forðast það að sjá sektina hjá sjálfum sér, er miklu auðveldara að kenna bara einhverjum öðrum um. Davíð er orðinn holdgervingur kreppunnar. (ekki það að hann sé saklaus, alls ekki en ég kenni honum hins vegar ekki um að hafa skapað stærstu bankakreppu allra tíma)

Jóhann Pétur Pétursson, 9.10.2008 kl. 09:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.