Krepputal

Skitnir

Nú er ekki talað um annað en efnahagsástandið á landinu, fall krónunnar og þjóðnýtingu Glitnis. Það er eins og ekkert annað eigi sér stað lengur. Núna liggur þjóðin bara í þynnku eftir eyðslufylleríið og vonandi að fólk fari bara að spara. Ég var nefnilega að lesa það í hagfræðinni að sparnaður auki hagvöxt til skemmri tíma og því er ég farin að spara. 

Annars er bara gott að frétta af mér, ég mun standa af mér kreppuna, enda er ég ekki með neitt bílalán eða húsnæðislán múhahahahaha! 

evra

En svona í alvöru talað, ætlar ríkisstjórnin ekki að fara að stunda almennilega hagstjórn og koma á almennilegri peningamálastefnu? Væru það ekki svik við velferð þjóðarinnar að hefja ekki aðildarviðræður við ESB, ég meina við þurfum ekkert að ganga þangað inn, en það má alveg ræða við ráðamenn í Brussel. Við töpum sko ekkert á því OG fréttir um það gætu haft jákvæð áhrif á markaðina hérna heima. Ráðamennirnir í Brussel hafa líka góð ráð um það hvernig hægt er að temja verðbólguna og auka stöðugleika gjaldmiðla og við hefðum bara gott af því að fá smá ráðleggingar. Ég tel líka að Seðlabankastjóri mætti fara að hlusta á ráðleggingar hagfræðinga, Davíð þú ert vissulega vitur maður og klár á ýmsum sviðum, en það þýðir ekki að þú vitir ALLT og hafir ALLTAF rétt fyrir þér. Ef þér er annt um Íslendinga, opnaðu þá eyrun og augun og hlustaðu á fólkið í landinu og helstu sérfræðinga á sviðum efnahags og peningamála.

Margir vilGuðnija kenna einkavæðingunni um ástandið í dag en ég held að vandamálið liggi í þeirri staðreynd að með einkavæðingunni breyttust aðstæður og því skapaðist þörf á nýjum aðferðum við hagstjórn og í peningamálastefnu landsins. Einnig kemur alltaf ákveðin niðurtúr eftir svona rosalegan hagvöxt og skuldasöfnun einstaklinga. Ég held að allir þeir sem hafa lifað um efni fram, tekið lán fyrir öllu og rétt svo haft tök á því að borga af lánunum, ættu að líta í eigin barm. Það er ekki ríkinu að kenna að fólk hafi safnað upp skuldum.

Að lokum vil ég biðja Guðna og aðra Framsóknarmenn að líta sér nær þegar þeir gagnrýna ríkisstjórnina og Sjálfstæðisflokkinn. Ég veit ekki betur en að Framsókn hafi verið í ríkisstjórn frá árinu 1995-2007 á einum mestu uppgangs og framkvæmdaárum landsins. Framsókn ber alveg jafn mikla ábyrgð á ástandinu í dag og Sjálfstæðisflokkurinn. Bara svo að það sé á hreinu!

Vera 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Pétur Pétursson

Ég sé þessar viðræður alveg fyrir mér. Fáum við algeran aflsátt á sjávarútvegsstefnu ESB? Nei ok. Fáum við að stjórna okkar eigin fiskveiðum til frambúðar? Nei? Ok. Þurfum við þá að framselja veiðistjórnina í hendur sérfræðinga í Brussel, þeirrar sömu og gerðu út af við Þorskstofninn í Norðursjó með ofveiði? Já ok. Verður gerð undanþága fyrir Ísland frá þeirri meginreglu ESB sem að getið er í stofnsáttmála að nýting allra náttúruauðlinda skuli verða jöfn? Nei ok. Munu ákvarðanir Seðlabanka Evrópu um stýrivexti taka eitthvað mið af íslenskum aðstæðum? Nei. Munum við fá einhverja fleiri þingmenn á Evrópuþinginu þar sem að allar meiriháttar ákvarðanir eru teknar en þessa 7 sem að við eigum rétt á samkvæmt minnir mig Maastright sáttmálanum? (sem að reyndar bæði Hollendingar, Frakkar og Írar hafa fellt, í dag yrðu þeir 2 eða 3 skv höfðatölu) nei ok takk fyrir okkur.

 Það skal enginn gera sér grillur um það að innganga í ESB þýða miklar fórnir. Mjög miklar. Jú efnahagsástandið er slæmt núna en hér hefur áður verið mæld mikil verðbólga og hér hefur áður verið slæmt efnahagsástand. Hér á Íslandi hefur verið mæld verðbólga í tveggja og hátt í þriggja stafa tölum, og nota bene atvinnulíf íslendinga var mun veikara að takast á við erfiðleika en það er í dag.

Tökum ekki einhverja ákvörðun í stundargeðveiki. Aðild ESB þýðir að við fórnum einum hagsmunum fyrir aðra. Þeir sem að tala fyrir ESB aðild hafa talað eins og aðild að ESB hafi bara jákvæð áhrif í för með sér. Það er rangt, alrangt. Það er svo mikil einföldun á Evrópusambandinu að það hálfa væri nóg. Grundvallar hugmyndin að baki ESB sem sem að er afsal valds mun ekkert breytast þótt að stórasta land í heim.

Jóhann Pétur Pétursson, 3.10.2008 kl. 21:21

2 Smámynd: Vera Knútsdóttir

Sagði ég að við myndum ganga inn í ESB í kjölfarið? Nei ég sagði að það þyrfti ekki endilega að fara svo, allt í lagi að kanna málið. Það var ekki Maastricht sáttmálinn sem var feldur núna fyrr á árinu heldur Lissabon sáttmálinn!!! Veist þú eitthvað hvað þú ert að tala um Jóhann? Hefuru lesið eitthvað um ESB sem er ekki litað af skoðunum sjálfstæðismanna og LÍÚ? Ég bara spyr?!!?! Ég mæli með að þú kynnir þér málið betur, sérstaklega hversu mikið við höfum að segja um þá löggjöf sem við tökum upp í gegnum EES samningin. Þegar þú áttar þig á því hversu lítið við höfum að segja um það (höfum bara aðgang að fyrsta stigi ákvarðanatökunnar, þ.e. framkvæmdastjórninni og svo erum við úr leik) þá fer kannski að breytast í þér hljóðið. Með aðild að ESB þá hefðum við aðgang að öllu ferlinu, og þessi sæti á Evrópuþinginu... ég get sagt þér það að þingið hefur takmörkuð völd, svo þú þarft ekki að hafa miklar áhyggjur af því. Við munum enda í ESB einn daginn hvort sem að þér líkar betur eða verr svo þú getur notað tímann þangað til til að kynna þér málið almennilega.

Vera Knútsdóttir, 3.10.2008 kl. 22:25

3 Smámynd: Jóhann Pétur Pétursson

Þó ég sé ekki stórnmálafræðinemi þá get ég samt kynnt mér málin. Þér til upplýsingar þá náði ég í bestu heimild sem að ég veit um ESB það er skýrsla Evrópunefndar. Það jafnast kannski ekki á við fínar kennslubækur í stjórnmálafræði en þetta er þó gagnleg heimild fyrir þá sem að vilja kynna sér málin, sem að ég og gerði. Þessi lesning gerði mig ennþá meira andsnúinn ESB heldur en að ég var fyrir, og það af fleiri ástæðu heldur en það sem að snýr að sjávarútveginum.

Og þú sem að ert svona fróð Vera mín, þá veistu að samkvæmt Lissabon sáttmálanum(afsakið misminni mitt) þá breytist seta í framkvæmdastjórninni svo að ég nefni dæmi. Í stað þess að allir eigi sæti þá munu bara eiga sæti 2/3 aðildarríkja. Þannig munum við Íslendingar vera áhrifalausir þar líka í 5 ár af hverjum 15. Þú getur rétt ímyndað þér hvað íslenskir hagsmunir munu vega þungt þá, þegar kemu t.d. að milliríkjasamningum t.d. um fiskveiðar og annað slíkt. Með þeim samningi munu þessi miklu áhrif sem að þið evrópusambandssinnar talið um minnka verulega.

Mín skoðun er bjargföst, ESB er ekki fyrir ríkar smáþjóðir með mikla sérhagsmuni sem snúa t.d. að sjávarútvegi og landbúnaði. Smáþjóðir í Evrópu geta verið þarna inni af því að þeirra hagsmunir fara nokkurn vegin saman við hagsmuni þeirra ríkja sem að öllu ráða innan ESB eins og Þýskalands og Frakklands. Okkar hagsmunir snúa að allt öðrum hlutum og ganga oft þvert á hagsmuni ríkja sem að þegar eru inn í ESB. Ég er viss um sama hvað þú segir að okkar hagsmunir muni einfaldlega verða undir.

Ég vona að þjóðina beri gæfu til þess að ganga aldrei í Evrópusambandið því að það á ekkert erindi þar. Ég vona líka að stjórnmálaflokar með Sjálfstæðisflokkinn í broddi fylkingar fari að vinna í því að upplýsa þjóðina um hvað ESB raunverulega er og að þjóðin fái einhverja aðra mynd heldur en þessa skýjamynd sem að Samfylkingin og aðrir eru búinir að draga af því, því að ég veit að sú mynd er fjarri raunveruleikanum. En þeim mun lengur sem þetta dregst held ég að það takist það sem að Evrópusambandssinnar ætla sér, að plata óupplýsta þjóð inn í samband þeirra stóru.

Jóhann Pétur Pétursson, 5.10.2008 kl. 14:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband