Áríðandi fréttatilkynning!

Í næstu viku fer ég í 2 próf og þann 30. júní þarf ég að vera búin með:

  • 1 ritgerð fyrir kúrs um öryggis og varnar stefnu ESB
  • 1 ritgerð fyrir kúrs um réttlæti, jafnrétti og pólitískar breytingar í átaka samfélögum
  • 1 ritgerð fyrir kúrs um alþjóðavæðingu og einkavæðingu valds/ofbeldis - kenningarleg innsýn á tímum hnattvæðingar
  • 1 position paper til að meta námskeið sem er í punkti númer tvö
  • 1 discussant handout (fyrir morgun daginn reyndar) fyrir sama kúrs
  • 1 rannsóknardagbók fyrir kúrsinn sem nefndur er í punkti 3

Ásamt þessu þarf ég einnig að kveðja alla vini mína sem halda heim á leið á næstu dögum Crying

Ég biðst því velvirðingar ef að ég svara ykkur ekki á MSN, Skype, Facebook eða öðrum samskiptatækjum. Ég veit, ég veit ég er alltaf online eeeennn ég gleymi alltaf að setja mig á busy eða invisible og það er svo dónalegt að gera það um leið og einhver byrjar að tala við mig. Þá lítur það út eins og ég vilji ekki tala við viðkomandi.

Ef að statusskilaboð mín á fyrrnefndum miðlum eru fáránleg, asnaleg, með vott um geðveiki þá er það eingöngu vegna of mikils upplýsingaflæðis til heilans. Ég býst við að áhrifin verði alvarlegri að þessu sinni þar sem að flest lesefnið er á þýsku.

Aufwiedersehen!

Vera 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Við hljótum að geta bjargað okkut í nokkra daga án þín, það verður náttla erfitt en ég hef fulla trú á okkur öllum

Gangi þér ógó vel í þessu öllu, skal huxa fallega til þín meðan ég lygg með tærnar uppí loftið að taka því rólega

Lilja Ósk (IP-tala skráð) 19.6.2008 kl. 23:36

2 Smámynd: Vera Knútsdóttir

Ég get tilkynnt með ánægju að ég er búin með atriðin í punktum 4 og 5

Vera Knútsdóttir, 20.6.2008 kl. 20:45

3 Smámynd: Jóhann Pétur Pétursson

Eru þetta bara ekki fastir liðir eins og venjulega við annarlok? Annars grunar mig að þú þrífist best þegar þú hefur allt of mikið að gera.

Jóhann Pétur Pétursson, 22.6.2008 kl. 13:41

4 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Gangi þér vel!!!! Kveðja úr sólinni á Skaganum!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 22.6.2008 kl. 21:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband