Þorrinn blótaður í Vín

n336200083_15781_4439Já íslenskir siðir eru viðhafðir hérna í Austurríki, en Félag Íslendinga í Austurríki hélt Þorrablót á laugardaginn. Það var mjög áhugavert að fara á Þorrablót hérna úti sérstaklega þar sem að ég er ekki mikill aðdáandi Þorrablóta. Ég fór aðallega til þess að sjá Íslendingana og tala smá íslensku og að sjálfsögðu til þess að skemmta mér með Knúti og Súsönnu. Annars hugsa ég að ég taki ekki meiri þátt á uppákomum ÍFA. Ég hitti Jóhönnu konu Finns frænda, en hún vinnur í sendiráðinu í Vín. Fyndið hvað maður hittir skyldmenni svona erlendis. Annars var ættfræði rædd þarna að gömlum íslenskum sið og þeir sem þekktu til á Akranesi spurðu hverra manna maður væri til að athuga hvort að þeir þekktu eitthvað til. Að sjálfsögðu var hópsöngur eins og tíðkast á alvöru íslenskum mannamótum, en það sem var áhugaverðast var að jú flestir Íslendingarnir eru í söngnámi sem búa hérna þannig að þetta var eins og að hlusta á kór. Svo voru einstaka aðilar sem tóku heilu aríurnar. Þetta var mjög áhugavert.

Þýskunámskeiðið kláraðist á föstudaginn en mér finnst það eiginlega bara hn754876971_696797_1772álf leiðinlegt því að það var svo æðislegt fólk með mér í kúrsinum og ég lærði jú hellings þýsku. Alveg svo hellings að ég fékk einkunina "ausgezeichnet" sem þýðir "framúrskarandi" eða "fyrirtaks" og er besta einkun sem hægt er að fá og maður fær hana bara ef maður svarar ÖLLU rétt á prófinu W00t Ég fékk þessa einkun fyrir leskilning, hlustun, ritun og talað mál!!! Ég er fáránlega stollt af sjálfri mér! Við vorum þrjár sem fengu svona gott próf og við skelltum okkur á djammið um kvöldið til að fagna góðu gengi. Ég dró Amy og Henriikku með líka (Henriikka er skiptinemi eins og ég og er í stjórnmálafræði). Það var svaka stuð hjá okkur og kom ég frekar seint heim. Amy fékk að gista hjá mér því að hann á heima fyrir utan Vín, svo fór hann heim um morgunin og ég ætlaði að fara að sofa aftur en nei! Þá kom sko stormur sem stóð beint á gluggan hjá mér! Held að vindurinn hafi verið í allt að 60 m/s og rosa rigning og þrumur og allt með.

´
Í gær var svo hittingur þar sem að skiptinemarnir hittust og fengu upplýsingar um viðburði og svona félagsskírteini sem veitir afslátt og svona á ýmsum stöðum. Ég er sumsé frekar búin á því eftir helgina og þarf að reyna að læra í dag, er að fatta að ég ætlaði að skila ritgerð í lok mars og þarf því að fara að skrifa hana. Finna heimildir á bókasafninu hérna en eftir þessa viku kemur páskafrí og þá er sko allt lokað! Svo er ég föst á ráðstefnu í næstu viku svo að mér er betra að haska mér. 

Vera þýskusnillingur 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Pétur Pétursson

Einkennilegt hvað þessi einkennilegi íslenski siður að borða handónýtann mat dreifist víða. En jæja, Íslendingar eru skrýtnir og eru þá líklegaskrýtnir hvar sem að þeir koma.

Jóhann Pétur Pétursson, 14.3.2008 kl. 14:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.