Fyrstu dagarnir hafa verið alveg frábærir hérna. Nýt þess að hafa almennilegar almennings samgöngur og það er bara fínasta veður. Ég skráði mig einnig á þýskunámskeið í febrúar sem byrjar þann 11. feb.
Ég bókaði einnig miða til Strasborgar og fer með næturlest frá Vín þann 5. feb og verð komin um morgunin þann 6. feb. Fer svo til baka með Martin og Bergi um kvöldið þann 7. febrúar. Ég hef þannig 2 heila daga í Strassborg þannig að það verður bara æði. Aðal stuðið er náttúrulega að hitta Martin aftur og svona Ferðin fram og til baka kostaði líka bara 58 evrur sem er bara góður díll! Ódýrara en að taka rútuna aðra leið til Akureyrar!!!!
Það var meira ævintýrið að bóka þennan miða! Gaurinn sem bókaði miðann gerði vitleysu og bókaði mig til Strassborgar þann 6. en ekki þann 5. eins og ég bað um og ég fattaði það ekki fyrr en ég var búin að fara og sækja miðann. Ég þurfti að hringja í ÖBB (Austurríska lestardæmið) og reyna að fá þessu breytt, sem tókst eftir að hafa talað við 5 manneskjur og lýsa vandamálinu. Ég hugsa að mér hafi tekist að pirra allar þessar fimm manneskjur. Mér var svo sagt af fimmtu og síðustu manneskjunni að fara á lestarstöð þar sem að ÖBB væri með skrifstofu og láta þá breyta þessu þar sem og ég gerði þannig að fjúff!
Annars er ég orðin fastagestur á kaffihúsi sem heitir Coffee Day og er með frítt internet. Ég drekk Wiener Melange og "surfa" internetið hérna. Heimilistölvan er mjög óáreiðanleg og á það til að slökkva á sér, slökkva á forritum og koma með bláaskjáinn ógurlega. Ég held það þurfi bara að hreinsa hana og setja windows upp á nýtt (sem er á þýsku að sjálfsögðu). Ég hugsa að ég ræði það við Konni á morgun einnig internet mál. Ég verð að geta notað netið í minni tölvu svo að ég geti lært heima á kvöldin og svona (háskólinn er sko ekki opinn allann sólarhringinn eins og hér heima!). Það er líka betra að geta hringt í fjölskylduna þegar ég er heima en ekki á kaffihúsi eða í skólanum (ekki það að einhver skilji íslensku hérna).
Ég er búin að taka nokkrar myndir og mun setja þær á netið við tækifæri.
Vínarkveðja
Vera
Athugasemdir
Frábært, frábært! Seggggðu nú gamalli kaffikerlingu ... hvað er aftur Wiener Melange? Boðið er upp á það í kaffivélinni í vinnunni, ég hef aldrei þorað að taka sénsinn, bara sjúk í mitt espressó!!!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 30.1.2008 kl. 17:22
Thad er svipad og cappochino en bara betra
Vera Knútsdóttir, 30.1.2008 kl. 20:28
Vá hvað þetta fær mig til að hugsa um þegar ég var í Þýskalandi....njóttu þess í botn að vera í útlandinu
Irena (IP-tala skráð) 31.1.2008 kl. 09:52
Gott að fá smá reikningsámenningu hérna á blogginu;)
Annars er gott að heyra aðeins frá þér, vona að þú njótir þess að vera þarna!
Ætlaru að koma og hitta okkur í Brussel?
iris (IP-tala skráð) 31.1.2008 kl. 18:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.