Fyrsta Vínarbloggið!

Ég komst heil og höldnu til Vínar í gær eftir langa og stranga ferð. Auðvitað hófst ferðin með roki og tilheyrandi á Íslandi og endaði með stormi í Vín (það var sko gefin út Sturmwarnung mér til heiðurs).

Lukas sótti mig á flugvöllinn og fór með mig "heim" (sko í íbúðina mína) þar sem að mamma Konni, stelpunar sem ég mun búa með, og kærasti Konni tóku á móti mér. Sissi (mamman) var svo elskuleg að gefa mér ávexti og fallegt blóm og bauð mig hjartanlega velkomna. Íbúðin er mjög fín og herbergið mitt líka. Ég set inn myndir við tækifæri, eða þegar Konni er komin frá Spáni, þá get ég laumast til að taka myndir af henni líka til að sýna ykkur.

Við Lukas slöppuðum bara af í gær og horfðum á vídjó og drukkum vín (nú myndi hann karl faðir minn segja "vín í Vín"). Í morgun fór hann svo með mig í skólann þar sem ég skráði mig í skólann og svo fór ég að tala við þá sem halda þýskunámskeiðið í febrúar og ég mun skrá mig á morgun í það þar sem að ég þarf að taka próf til að sjá hvar ég er stödd og ég vil rifja aðeins upp áður en ég tek það. 

Ég sit á veitinga/kaffihúsi sem er með frítt internet þar sem að það er ekki þráðlaust net heima og tölvan sem er nettengd er á þýsku með þýskt lyklaborð og ég vildi ekki gera ykkur það að þurfa að lesa bloggið án íslenskra stafa (tha hefdi bloggid verid a thessum notum). 

Ég bið bara að heilsa í bili og ég lofa að vera dugleg að blogga um hið æsispennandi líf mitt hérna í Vín Woundering

Vera 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Glæsilegt að þú sért komin til Vín Vera. "vín í Vín" alltaf klassískur brandari sem verður aldrei þreyttur hehe

Steini (IP-tala skráð) 28.1.2008 kl. 15:15

2 identicon

Hæ Vera og til lukku með að vera komin á þinn stað í lífinu NÚNA!!  Já það var þér líkt að lenda í stormi en þú hlýtur að koma til með að vekja stormandi lukku þarna úti með svona kröftugri innkomu!! (hahaha)    Gangi þér/ykkur allt í haginn og við verðum í sambandi. 

Kv. Katý - frænkan á norðurlandinu!!

Katý frænka!! (IP-tala skráð) 28.1.2008 kl. 20:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.