Landflóttinn mikli!

Dömur mínar og herrar, yndiskæru landsmenn.

Eftir 11 daga held ég af stað í mikla ferð til meginlandsins þar sem ég mun sækja mér ýmsan fróðleik. Ég býst við því að læra eitt af tungumálum meginlandsbúa (þ.e. þýsku), hvernig fara eigi með vín með mat, matreiða alvör721px-Location_Austria_EU_Europeu vínarsnitsel og borða sacher tertu og apfelstrudel í hvert mál. Ef ég mun halda mig við austurrískt matarræði eingöngu á meðan dvöl minni stendur býst ég við að koma heim útblásin og vega tvöfalda núverandi þyngd mína. Það er þó heppilegt að ég mun búa með næringarfræðingi sem getur kannski leiðbeint mér um hollt matarræði. Vínarborg mun aldrei vera söm eftir dvöl mína þar enda ætla ég að mála bæinn rauðann og mun fara þar um eins og stormsveipur. Austurrískir karlmenn munu vera slegnir yfir hinu fagra íslenska fljóði og hinu yndisfagra móðurmáli hennar...

Eftir nokkra dvöl á meginlandinu sé ég fyrir mér að ég fái mikinn söknuð á landi og þjóð og hefji að yrkja ættjarðarljóð í anda hinna íslensku rómantíkera sem stunduðu nám í Kaupmannahöfn hér áður fyrr. Þegar ég kem svo til baka mun ég koma af stað byltingu þar sem að stjórnmálunum verður umturnað og þjóðin verður frelsuð undan oki stjórnmálaflokkanna... 

Ég er þessa dagana að vinna í ýmsu eins og að undirbúa B.A. ritgerðina og bóka tíma með öllu því yndislega fólki sem ég þekki og vill fá að kyssa mig góða ferð. Það liggur við að fólk þurfi að hringja og panta tíma hjá mér og hef ég verið að pæla í því að fá mér einkaritara til þess svara símtölum og sjá um dagbókina. Ef þú ert einn af þeim sem vilt kyssa mig bless hafðu þá bara samband. 

Ég mun nota bloggið til þess að upplýsa landann um ferðir mínar og ævintýri þannig að endilega fylgist vel með! Það vantar aldrei dramatíkina í kringum mig þannig að ég sé fram á æsispennandi sögur sem jafnast á við góða sápuóperu...

Annars eru nánast öll formsatriði komin á klárt fyrir för mína og á ég bara eftir að pakka lífi mínu niður í ferðatösku og passa að það fari ekki yfir 20kg, þar sem að ég veit að það mun ekki vera nóg sé ég fram á að þurfa að senda mér a.m.k. tvo kassa af "drasli" þar sem það er ódýrara að senda "draslið" heldur en að borga af því yfirvigt tvisvar (þarf að millilenda í Danaveldi áður en ég kemst á áfangastað).  

Vera 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Auf wederzehen. (sko svona er ég klár í þýsku, ég veit að þetta þýðir bless en ég er ekki viss með stafsetninguna) Skemmtu þér vel þarna úti. Er hægt að fá kossinn sendann heim??? Ég á heima í Drekagili 21 íbúð 401 í póstnúmerinu 603 Akureyri???

Jóhann P (IP-tala skráð) 16.1.2008 kl. 16:23

2 Smámynd: Vera Knútsdóttir

Spurning hvort að fedex taki að sér að senda kossa...

Vera Knútsdóttir, 16.1.2008 kl. 19:05

3 identicon

Fedex gæti náttúrulega pakkað þér ofan í kassa, sent þig til Akureyrar og þú komið og kysst mig .

Jóhann P (IP-tala skráð) 20.1.2008 kl. 14:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.