Óveðursuppgjör

Jæja, 4. lægðin í dag. Vonandi fer þessu bara að ljúka núna. Það mætti halda að ég hafi verið á leiðinni á Akranes í viku eða eitthvað! Nei veðurguðir ég er í prófum og ekkert á leiðinni á Akranes! Það er nefnilega alveg merkilegt hvernig veður snýst á lofti þegar ég ætla mér í heimahagana, síðastliðið eitt og hálft ár (án djóks) hefur veðrið orðið gjörsamlega brjálað þegar ég ætla mér á Akranes! Við erum að tala um c.a. 90% tilvika! Spurning hvernig þetta verður þegar ég flyt aftur á Skagann, flyt reyndar bara í 3. vikur. Smá svona stopp í foreldradekri áður en ég flyt svo til Vínar (grunar reyndar að amma muni toppa hana móður mína). 

Ég var víst fædd í svona veðri, svona svipuðu og var á föstudaginn. Fyrstu nöfnin sem ég fékk á mig voru; Stormhildur, Knútsína (ég þótti svo afskaplega lík föður mínum) og svo loks Vera. 

Ég þjáðist afskaplega mikið á föstudaginn að komast ekki að versla jólagjöfina handa karlinum. Ég ætlaði nefnilega að vera rosa sniðug og kaupa gjöfina og hendast svo út á pósthús og senda hana á föstudaginn. Nei nei, veðrið var sko aldeilis ekki á því! Ekki séns að Lukas fái gjöfina sína á réttum tíma (amk virðist svo vera vilji veðursins). Það gerir sosum ekkert til, hann getur bara beðið þolinmóður eftir hinni fullkomnu jólagjöf. Ég fór sumsé og verslaði gjöfina í gær og ég er á því að það sé barasta ekki til betri kærasta í heiminum!

Á morgun ætla ég síðan að taka mér smá pásu frá próflestri og skella mér á pósthúsið og senda gjöfina ásamt því að sækja dótið sem ég varð að skilja eftir í Vín núna í nóvember (já ég verslaði kannski aðeins of mikið Blush).

Annars þjáist ég af krónískri leti þessa dagana. Ég ætti að vera að læra núna, nei ég er að blogga. Í gær fór ég að versla (reyndar mikilvægt) og náði að svara einni mögulegri prófspurningu á prófinu á miðvikudaginn. Afköst? Ég reyndar kenni nágrana mínum um leti gærdagsins, en hún var svo yndæl að halda svaka partí á föstudaginn, svefnin fór þar fyrir lítið. Nógu erfitt á ég með svefn fyrir.

En jæja ég ætti kannski að næra mig og baða. Foreldrarnir eru á leiðinni í bæinn (sjáiði fyrir ykkur mikinn lærdóm í dag?). Við ætlum að versla jólagjöfina mína Grin

Óveður burt burt burt!

Stormhildur 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.