Ég held áfram að telja niður dagana til London (5 dagar!). Ekki það að ég sé að deyja úr spenningi yfir því að sjá borgina sjálfa, enda segja flestir að hún sé ekkert spes. Ég er nefnilega ekki að fara að skoða London, ónei, ég er að fara að knúsa kærastann og skella mér á tónleika.
Þessi helgi var einstaklega lifrarvæn, djammað á föstudegi og partí í gær. Já lifrin mín átti góða helgi. Ég ákvað á föstudagskveldi að skella mér út og fór á lífið með Davíð og Árna. Árni kom og sótti mig og við fórum á Hressó að hitta Davíð, þar sem ég kynnti þessa tvo herramenn. Við tókum svo röltið upp Laugarvegin, enda er Hressó ekki minn uppáhaldsstaður, og fórum á Ölstofuna þar sem við rákumst á Valla, Vigni, Svandísi og Silju Báru. Þar komumst við Svandís að þeirri niðurstöðu að við eigum sameiginlega ástríðu og það er jú Sirkús. Þannig að Svandís kom með okkur á Sirkús þar sem að dansinn dundi, og Svandís hrundi (smá rím hoho). Bjórinn var einni teygaður og skot tekið. Davíð yfirgaf okkur fljótt (eða seint, tímaskynið fer alveg þegar maður er að skemmta sér) og dansinn hélt áfram. Að lokum vorum við Árni bara eftir og við enduðum á Kaffibarnum í góðu geimi. Þetta djamm var í alla staði mjög vel heppnað og vil ég þakka Árna, Davíð og Svandísi fyrir frábært kvöld.
Í gær átti svo Sif litla frænka afmæli, hvorki meira né minna en 20. ára. Ég drakk nú ekkert rosalega þar, bara nokkra bjóra og fann varla á mér. Mér leið einni eins og gamalmenni í partíinu þar sem að vinir hennar eru jú á hennar aldri og töluðu um útskriftarferðir, hver svaf hjá hverjum og hverjir hættu að vera vinir í kjölfarið og fleira dramatískt. Ég skildi ekkert í þessu og leið eins og í sápuóperu. Það er greinilegt að ég hef aldrei verið í mjög dramatískum vinahópi. Kannski er ég bara nörd og ræði um nördalega hluti við mína vini, mér leið amk eins og gamalmenni og fór heim snemma.
Ég vil líka óska Söru frænku til hamingju með útskriftina, en hún var að útskrifast sem viðskiptafræðingur í gær. Til hamingju með það!
Í dag er ég svo að fara að hitta gömlu Amnesty félagana (eða ekki svo gömlu) sem ég var að vinna með í fyrra sumar. Það er alltaf gaman að hitta gamla félaga, sérstaklega þá sem að maður hefur ekki hitt í langan tíma.
Svo þarf ég að gera dót fyrir IceMUN félagið, skrifa um ýmislegt fyrir heimasíðuna og svona. Einnig undirbúa kynningardót fyrir MenntóMUN. Það er alltaf best að gera þessa hluti sem fyrst, þá eru þeir bara tilbúnir og minni vinna fyrir mig. Nenni ekki að pæla í þessu í ágúst þegar ég er að læra fyrir próf og svona.
En jæja, best að halda áfram að "vinna".
Lifið heil
Vera
Þessi helgi var einstaklega lifrarvæn, djammað á föstudegi og partí í gær. Já lifrin mín átti góða helgi. Ég ákvað á föstudagskveldi að skella mér út og fór á lífið með Davíð og Árna. Árni kom og sótti mig og við fórum á Hressó að hitta Davíð, þar sem ég kynnti þessa tvo herramenn. Við tókum svo röltið upp Laugarvegin, enda er Hressó ekki minn uppáhaldsstaður, og fórum á Ölstofuna þar sem við rákumst á Valla, Vigni, Svandísi og Silju Báru. Þar komumst við Svandís að þeirri niðurstöðu að við eigum sameiginlega ástríðu og það er jú Sirkús. Þannig að Svandís kom með okkur á Sirkús þar sem að dansinn dundi, og Svandís hrundi (smá rím hoho). Bjórinn var einni teygaður og skot tekið. Davíð yfirgaf okkur fljótt (eða seint, tímaskynið fer alveg þegar maður er að skemmta sér) og dansinn hélt áfram. Að lokum vorum við Árni bara eftir og við enduðum á Kaffibarnum í góðu geimi. Þetta djamm var í alla staði mjög vel heppnað og vil ég þakka Árna, Davíð og Svandísi fyrir frábært kvöld.
Í gær átti svo Sif litla frænka afmæli, hvorki meira né minna en 20. ára. Ég drakk nú ekkert rosalega þar, bara nokkra bjóra og fann varla á mér. Mér leið einni eins og gamalmenni í partíinu þar sem að vinir hennar eru jú á hennar aldri og töluðu um útskriftarferðir, hver svaf hjá hverjum og hverjir hættu að vera vinir í kjölfarið og fleira dramatískt. Ég skildi ekkert í þessu og leið eins og í sápuóperu. Það er greinilegt að ég hef aldrei verið í mjög dramatískum vinahópi. Kannski er ég bara nörd og ræði um nördalega hluti við mína vini, mér leið amk eins og gamalmenni og fór heim snemma.
Ég vil líka óska Söru frænku til hamingju með útskriftina, en hún var að útskrifast sem viðskiptafræðingur í gær. Til hamingju með það!
Í dag er ég svo að fara að hitta gömlu Amnesty félagana (eða ekki svo gömlu) sem ég var að vinna með í fyrra sumar. Það er alltaf gaman að hitta gamla félaga, sérstaklega þá sem að maður hefur ekki hitt í langan tíma.
Svo þarf ég að gera dót fyrir IceMUN félagið, skrifa um ýmislegt fyrir heimasíðuna og svona. Einnig undirbúa kynningardót fyrir MenntóMUN. Það er alltaf best að gera þessa hluti sem fyrst, þá eru þeir bara tilbúnir og minni vinna fyrir mig. Nenni ekki að pæla í þessu í ágúst þegar ég er að læra fyrir próf og svona.
En jæja, best að halda áfram að "vinna".
Lifið heil
Vera
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Sunnudagur, 10.6.2007 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.