Ferðalangurinn situr þreyttur á "hot spot" stað á Stansted flugvelli og er að blogga. Ferðin hógst eldsnemma morguns þar sem förinni var heitið á BSÍ í flugrútuna í Leifstöð þar sem að ævintýrið hófst. Dagurinn er búinn að vera langur og erfiður og unga stúlkan er gríðarlega þreytt. Þó nokkrar hremmingar hafa hent hana þar sem að við innritun í flug frá London til Bratislava var stúlkan send að borga einhvern ríkisskatt og koma svo aftur og tékka sig inn. Þegar innritun er lokið þá er farið í gegnum öryggis eftirlit þar sem að kemur í ljós að eingöngu má vera með eina tösku eða poka í handfarangri. Öllu er troðið í töskuna sem er orðin gríðarlega þung á þessum tímapunkti. Eftir pirring ákveður stúlkan að splæsa á sig internet tíma á "hot spot" staðnum svo að hún geti tengst siðmenntuðum netheimi.
Það fer gríðarlega í taugarnar á stúlkunni að það þurfi að borga fyrir "hot spot" en á heimaslóðum stúlkunar merkir "hot spot" frítt internet. Greinilegt að útrás Íslands hefur ekki náð til þessa merka fyrirbæris.
Ferðalangurinn hefur lært nokkra hluti í ferð sinni hingað til:
- Það er ekki gáfulegt að sofa í 3 tíma fyrir langt ferðalag og hafa farið jafnframt drukkin að sofa.
- Þrátt fyrir að hafa gert mistökin í lið eitt þá slapp ferðalangurinn við þynnku.
- Stansted er gríðarlega leiðinlegur flugvöllur.
- Öryggiseftirlit í Bretlandi er strangara en í Bandaríkjunum.
- Það borgar sig ekki að bóka flug og snemma því það getur orsakað auka útgjöld í furðulega skatta.
- Útlendingar skilja ekki hinu sönnu merkingu hugtaksins "hot spot".
- Bretland er nákvæmlega eins og klisjurnar sem ferðalangurinn var búinn að koma sér upp um landið.
- Ferðalangurinn hefur enn þann einstakahæfileika að pakka þannig að taskan er gríðarlega þung.
- Ferðalangurinn er búinn að eyða of miklum pening í dag - vorkunsamir mega hafa samband til að koma með frjáls framlög til styrktar fátæks ferðalangs og nema.
- Þetta blogg er orðið nógu langt í bili.
Ferðalangurinn þarf að fara að huga að næsta flugi og klósettferð.
To be continued....
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Laugardagur, 17.3.2007 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.