Lausn á vandamálum heimsins?

Rosalega er ánægjulegt að vísindamenn rannsaki svona hluti. Þetta er að sjálfsögðu gríðarlega mikilvægur hlutur í lífi okkar ásamt kynlífi, en það er búið að sanna það að kynlíf dregur úr streitu. Það er greinilegt að það þarf að koma á knúsþjónustu fyrir einhleypinga til að koma í veg fyrir hjartasjúkdóma.

Það væri mjög áhugavert að rannsaka hvort að einhleypt (og barnlaust) fólk sé hættara við hjartasjúkdómum og ef svo er hvort tengja megi það við knús og kynlífsleysi. Svo er spurning hvort að kaþólskum prestum, nunnum og munkum sé hættara við hjartasjúkdómum og streitu vegna þessa sama leysis. Þar sem að knús og kynlíf dregur úr streitu þá ætti fólk sem fær mikið knús og/eða kynlíf að vera rólegra og yfirvegaðra í samskiptum við aðra. Því þætti mér gaman að rannsaka hvort að stjórnmálamenn hafi ekki gott af smá knúsi? Það væri hægt að hafa svona stund á Alþingi þar sem að hver og einn þingmaður fer í púltu og segir eitthvað fallegt um þingmenn í öðrum flokkum. Svo þegar allir væru búnir þá væri eitt stórt hópknús. Þetta gæti t.d. verið eitthvað sem þingmenn gera áður en þingfundur hefst. Hver og einn fengi einn þingmann til að segja eitthvað jákvætt um á dag og því stokkað þannig upp að ekki eru allir að tala um sama þingmanninn (þannig að allir fá hrós). Það væri gert til að passa að fólk fari ekki í egóflipp og svona. Ég tel að þetta myndi bæta starfsandann til muna og auðvelda afgreiðslu erfiðra mála.

Svo er líka spurning hvort að auðveldara væri að eiga við menn eins og Kim Jong-il og Ahmedinedjad ef þær væru bara knúsaðir aðeins. Auðvitað má ekki gleyma að knúsa Bush kallinn af og til líka. Spurning að Osama og Bush hittist í svona hópefli, eða hjá hjónabandsráðgjafa?

Ég held að hægt sé að bjarga heiminum með knúsi.

Með þessum orðum kveð ég ykkur með cyber knúsi *knús*

Vera  


mbl.is Knús er hollt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það væri örugglega mikið auðveldara að díla við þingmenn væru þeir knúsaðir reglulega en ég er hræddur um að það gæti farið illa fyrir tilfinningalausu mennina.  Þeir myndu ekki lengur hafa kamóflosið sem jakkaföt og bindi veita í pontu og þvingað mál í ræðustólum.

...og hvað myndu sandkassaspilarar eins og Sigurður Kári gera?  Þeir myndu bara standa í pontu gapandi...

En heilt yfir finnst mér þetta ágætis hugmynd... 

Heimir bjöss (IP-tala skráð) 1.3.2007 kl. 18:44

2 Smámynd: Jóhann Steinar Guðmundsson

Sæl Vera. Gaman að sjá þig hér.

Jóhann Steinar Guðmundsson, 6.3.2007 kl. 17:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.