Jesús minn eini! Ég trúi varla þeim fréttum sem að ég les og heyri um uppátæki sem þessi, ofbeldi og annað. Það eru nú ekki mörg ár síðan að ég var unglingur, réttara væri að segja að ég sé nýskriðin úr unglingsárunum, ég man bara ekki eftir öðru eins. Hvert er íslensk æska að fara?
Ég hvet alla foreldra að fara að sinna börnunum sínum og fylgjast með þeim. Á mínu heimili giltu ákveðnar reglur og foreldrar mínir fylgdust vel með því sem ég var að gera. Ef ég reyndi að fara á bakvið foreldra mína þá komst það fljótt upp. Ég þakka fyrir að foreldrar mínir sýndu mér áhuga og voru með reglur sem ég varð að fara eftir. Það er ekki til neitt sem heitir vandræða unglingur það eru bara vandræða foreldrar!
Klósett splundraðist í grunnskóla í Reykjavík | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sæl Vera,
Mér finnst blogg þitt vera argasta alhæfing sem ég hef heyrt í langan tíma. Þú skrifar eins og þetta hafi bara aldrei gerst áður og "íslenskir unglingar" og "íslensk æska" sé á villigötum. Athugaðu það að þetta er ekkert vandamál fyrir alþjóð eða alla unglinga á landinu. Þarna er um að ræða nokkur skemmd epli sem varpa svörtum skugga á hina mörgþúsund þegna þjóðarinnar sem tilheyra þessum aldurshópi og eru í mjög fínum málum og hafa hlotið gott uppeldi.
Á móti varpa ég svipaðri spurningu til þín:
Hvað er málið með hið íslenska og uppkomna fólk, eru þetta ekki bara allt dópistar og glæpamenn?
Eins og þú sérð þá hljómar þessi spurning miklu skrýtnari og fjarstæðukenndari en þín en í raun og veru erum við að tala um alveg sama hlutinn; óréttláta alhæfingu. Og þú sem nemandi í stjórnmálafræði við HÍ ættir að vita sitthvað um alhæfingar.
Þess ber að geta að ég tilheyri þeim hóp sem þú kallar "íslenska æsku".
Halldór Eldjárn, 31.1.2007 kl. 21:09
Í dag?
Þegar ég var í grunnskóla fyrir 20 árum síðan þá sprungu tvö klósett 1 veturinn. Velgjörðarmaðurinn var sendur heim í 2 daga minnir mig. Þannig að klóset hafa lengi verið fórnarlömb framtíðar efnaverkfræðinga. Eini munurinn er að í dag er hlaupið með þetta í fjölmiðla í stað þess að leysa þetta á staðnum og kenna viðkomandi muninn á réttu og röngu.
ps. það þarf ótrúleg lítinn hvell til að brjóta postulínið.
Gamall (IP-tala skráð) 31.1.2007 kl. 21:11
í dag? á morgun? í "gamla daga?"
þetta er allt gott og blessað, marg rétt í öllum "alhæfingum" og hjá Halldóri og einnig Gamla óskráðum! málið er ekki einfalt né auðvelt að drita um það á vefsíðu sí svona en einhverstaðar þarf að byrja leikinn eins og fólk segir. Gætum við ekki staldrað aðeins við, í "gamla" daga var mun, mun, mun minna af fíkniefnum? já svei mér þá, í "gamla daga" var mun, mun, mun minna um áhorf á sjónvarp? já gæti verið, nú og þá í framhaldi af því í "gamla daga" var mun, mun, mun minna af þáttum eins og stór brengluðum þáttum um "veruleika" kjaftæðis þætti sem sýna ótrúlega hegðun? já auðvitað, í "gamla daga" voru ekki til frumstæðir þættir sem reyndu allt til að komast í sviðsljósið og heilla ungviðið eins og "jackass" sem er ótrúlegt að sýnt sé í sjónvarpi yfir höfuð? jah það er spurning. Nú í "gamla daga" var það sjaldnar sem báðir foreldrar unnu á atvinnumarkaðinum og hentu krakkanum fyrir framan sjónvarpið sem dúndraði jackass eða rugl "raunveruleikaþætti" í toppstykkið á þeim eða var skilið eftir heima með leikjatölvu í fanginu að spila "kill'em'all, doom" eða álíka. Má aðeins staldra þarna við og hugsa þetta örlítið hvort möguleiki sé á að þarna séu nokkrar ástæður fyrir aukinni ofbeldis hegðun, fyrir utan eins og nefnt var að fjölmiðlar skrúbba öllu upp á yfirborð sem er oft ágætt en getur verið hálf gerður heilaþvottur af hegðun þegar uppi er staðið eftir allt saman!?!?! góð spurning líka. Ég reyni að ala mína stúlku eins vel upp og ég get og vitna í Veru með sitt spjall, ég reyni að fylgjast með uppeldi, gefa tíma, hlusta, hjálpa, aðstoða, leysa úr vandamálum, hughreysta, hæla hæfilega og skamma (já það er eitt! það er eitthvað sem hefur alltaf verið gert og ætla að vona að fólk sé ekki hætt því!) Best að halda sínu striki áfram, knúsa og hughreysta og skamma þegar við á. Get ekki bjargað öllum börnum á þessum klaka því miður verð að fá aðstoð. Foreldrar kvarta margir yfir þessari hegðun og skilja ekkert í þessu hvernig hlutir eru að æxlast en ef þeir myndu nú líta aðeins í smásjána og vera nær ungviði sínu í gegnum súrt og sætt þá eru verðlaunin ekki af verri endanum eftir allt. Ávallt minntur á æðislegt uppeldi, gott verk, góður pabbi/mamma, þú ert frábær! hver vill ekki heyra þetta frá ungviði sínu þegar það býr eitthvað raunverulegt að baki þessara orða?
já þetta er ekki einfalt. Ef það væri bara háspennukeflið og viftureimin sem væri bilað myndi ég gera við þetta sjálfur.
meðalmaður miðlungshár fer mikinn (IP-tala skráð) 31.1.2007 kl. 21:45
Finnst þetta ekki vera merki um að hlutirnir séu eitthvað verri en áður. Í minni skólatíð (30 ár eða svo) var einhver sem tók upp á því að kveikja í skólanum að mig minnir í jólafríinu bara svona til þess að nemendur skólans fengju kannski aðeins lengra frí. Auðvitað á þetta ekki að gerast en það er einn og einn sem tekur upp á slíku og þvíumlíku. Það þarf ekki að segja neitt um foreldrana eða samband þeirra við börnin, uppeldið eða hvað það nú er sem fólk vill klína svona framkomu á. Við vitum það t.d. öll að systkini alin upp við sömu aðstæður, vondar eða góðar, af sama fólki geta verið afskaplega ólík. Annar alltaf til fyrirmyndar en hinn alltaf að koma sér í vandræði. Þetta snýst væntanlega um það hvað fólk velur sjálft að gera eða gera ekki.
Veit um dæmi um tvö systkini sem ólust upp við hræðilegar aðstæður, faðirinn drykkjusjúklingur og móðirin illa farin vegna drykkjusýki eiginmannsins, meðvirk, ekki með orku til að sinna börnunum nægilega vel o.s.frv. Þessi systkini eru eins og móðir þeirra segir sjálf, alveg ótrúleg. Algerlega til fyrirmyndar í allri framkomu, með heilbrigðan metnað og plumma sig vel í lífinu sem fullorðið fólk. Sterkir karakterar sem hafa tekið réttar ákvarðanir í lífinu, líka sem börn og unglingar.
Þórhildur (IP-tala skráð) 1.2.2007 kl. 00:48
Ég geri mér fullkomlega grein fyrir því að það eru ekki allir unglingar svona. Alveg eins og ekki eru allir múslimar öfgasinnaðir. Ég hef bara tekið eftir því hvernig margir unglingar í dag eru ótrúlega dónalegir. Einnig eru margir mjög kurteisir tek það fram. Mér finnst bara þetta virðingaleysi alveg ótrúlegt og sorglegt. Ég hef unnið á tveimur leikskólum og maður tekur eftir því hvaða börn það eru sem fá athygli og aga á sínu heimili hver fá það ekki. Auðvitað eru misjafnar aðstæður á heimilum og allt það en það fáránlegast sem ég hef heyrt frá foreldri var "varstu að bíta, þú veist að það má ekki" (sagt með ógeðslega væmnum tón). Ég veit líka að þetta er ekki nýlegt að unglingar og börn geri hluti sem þessa, ég hef heyrt ýmsar skrautlegar sögur um föður minn sem var mjög öflugur í þessu. Megin punkturinn með grein minni var sá að allt þetta ofbeldi sem maður heyrir um, að sumir unglingar fari og berji fólk til óbóta til að komast í vímu. Ofbeldi er ekkert nýtt, alls ekki, það er bara að verða öfgakenndara.
Vera Knútsdóttir, 1.2.2007 kl. 13:45
ha ha þetta var einn að góðum vinum mínum sem gerði þetta!! ég er í hagaskóla 9 bekk
Noname (IP-tala skráð) 1.2.2007 kl. 21:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.