Stormurinn í gær var æðislegur! Þrumurnar og eldingarnar stóðu í hátt í tvo tíma með tilheyrandi látum og úrhelli! Það var einmitt að hefjast annar stormur með rosa eldingum og látum, úrhellið var að hefjast og spurning hvort að það fylgji haglél með
Þó að hann verði jafn langur og sá sem var í gær þá ætti hann að vera gengin yfir áður en að leikurinn hefst, það verður þó áhugavert að sjá hvernig þetta fer ef að hann verður enn í gangi, tja eða ef að annar fylgir á eftir, í kvöld á meðan leiknum stendur
Eldingarnar eru mun nærri minni staðsetningu heldur enn í gær (styttra á mili leifturs og hljóðs).
Ég ELSKA þetta veður! Enda gott að fá ogguponsu kælingu sem kemur með storminum (sem er þó ekki mikil!) Enda búið að vera um og yfir 30° stiga hiti hérna undanfarið! Ég get þó með ánægju tilkynnt það að ég er byrjuð að taka lit í sólinni hérna (já ég, ofur næpuhvíta Vera!)
Aufwiedersehen!
Vera
P.S. ég fer að verða búin með alla kúrsana hérna og þá kemur alvöru blogg um það sem hefur á daga mína drifið ásamt myndum.
UPDATE - Það byrjaði þessi heljarinnar stormur rétt í þessu með þrumum og eldingum og öllu tilheyrandi! Verst að vera ekki við sjónvarpið til að geta séð leikinn (er í tíma)!
![]() |
Óveður olli sambandsleysi í leik Tyrkja og Þjóðverja |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Fimmtudagur, 26.6.2008 (breytt kl. 18:55) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)