Sumarhiti!

Það er búið að vera algjört sumar veður hérna í Vín síðustu daga, 17-19°C! Það er bara eins og gott íslenskt sumar. Það eina leiðinlega er að ég hef lítið getað notið veðursins þar sem að ég er að drepast úr kvefi og hef verið veik síðustu daga sem er að sjálfsögðu alveg týpískt fyrir mína heppni.

Það lá við að ég færi og verslaði sumardress í dag en ég lét skópar duga (öhhm). Það að kaupa skó læknar sálartetrið, mætti alveg lækna kvef og slen líka. 

Þýskukúrsinn gengur bara ágætlega, er alltaf að verða betri og betri í þýsku. Ég skil amk mun meira og get lesið soldið líka, það að tala þýsku er samt allt annað mál eða "das ist ein andere Geschicht" eins og þýskukennarinn myndi segja. Ég ætla að taka annað þýskunámskeið sem byrjar í apríl og er fram í júní þannig að ég verði alveg ógeðslega góð í þýsku. Það væri náttúrulega ógeðslega hallærislegt að koma heim og kunna ekkert í málinu. 

Skráning í kúrsana í háskólanum byrjar í þessari viku þannig að ég ætla að hitta prófessorinn sem sér um erasmus nemana í stjórnmálafræðinni á miðvikudaginn og spyrja hann út í tæknileg atriði. Ég hlakka til að byrja í tímum og kynnast fleira fólki og svona. Þetta verður stuð!

Vera 


Bloggfærslur 25. febrúar 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband