Kæru ráðamenn Íslands

Kæru ráðamenn í ríkisstjórn Íslands,

Ég hef fylgst með framvindu Baugsmálsins með öðru auganu og ekki tjáð mig mikið um þetta mál. Nú er mér hins vegar farið að blöskra hvernig ríkið er tilbúið til að borga milljónir til þess að reka þetta mál. Skattpeningar okkar Íslendinga fara í að borga undir flug fyrir vitni í þessu blessaða máli svo að þau geti borið vitni í 5 mínútur og það þykir bara allt í lagi. Hvar er siðferðiskenndin? Það eru mörg mun brýnari mál sem þurfa fjárframlög frá ríkinu en peningunum er eytt í að flytja inn vitni! Er þessi kostnaður virkilega þess virði? 

Nú þegar líða fer að kosningum sjáum við Íslendingar hvernig ríkisstjórnin er tilbúin til að spreða peningum úr ríkiskassanum í málefni sem skila engu til okkar borgaranna, nákvæmlega engu! Ég skil ekki af hverju við látum þetta viðgangast, ég bara næ þessu ekki. Og það sem ég skil allra síst er það að ráðamenn virðast halda að þeir muni fá atkvæði út á þetta. Ég verð bara að segja að ég get ekki kosið þá sem ætla að eyða í svona vitleysu!

Það er í lagi að fjársvelta hinar ýmsu stofnanir ríkissins en það er allt í lagi að spreða milljónum í svona bull!

Ég vona að þið ráðamenn farið að kveikja á siðferðiskenndinni og hættið þessari vitleysu. 


mbl.is Skýrslutöku yfir Jónínu Benediktsdóttur frestað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 13. mars 2007