Þá get ég komið úr skápnum...

draw.phpÍ morgun fór ég í smá naflaskoðun og tók tvö próf á netinu til að finna út hvar ég stend á pólitíska ásnum og kom niðurstaðan mér sosum ekkert á óvart. Það er bara ágætt að vera komin með "greiningu" á sjálfum sér og geta sagt með fullri vissu "ég er frjálshyggjumanneskja". Nú er svo aldeilis ekki hægt að véfengja það. Nú þarf ég bara að rannsaka stefnumál flokkanna og finna út hvaða flokkur samsvarar minni hugmyndafræði og sá flokkur hlýtur þá væntanlega atkvæði mitt. Ef ég finn engan þá vona ég að á Íslandi verði komið á fót alvöru frjálshyggjuflokk líkt og er annars staðar (ég meina Frjálslyndi flokkurinn er ekki frjálshyggjuflokkur). 


Bloggfærslur 20. febrúar 2007