Færsluflokkur: Bloggar

Opið bréf til ríkisstjórnarinnar

Hér er bréf sem að ég fékk birt í morgunblaðinu föstudaginn 21. ágúst 2009. 

 

Kæra ríkisstjórn,

 

Í dag er ég reið, ég er reið og sár. Ég á erfitt með að átta mig á því hvað fer fram í hugarskotum ykkar sem stjórna landinu. Okkur menntafólki er bókstaflega bolað úr landi. Menn tala um spekileka sem mun væntanlega hafa varanleg áhrif á landið. Í dag á ríkið enga peninga, bókstaflega enga peninga, eini auðurinn sem að við Íslendingar búum að er mannauðurinn. Við höfum nefnilega gríðarlegt úrval af vel menntuðu og kláru fólki. Hins vegar er svo vegið að þessu fólki í dag að það sér sér ekki fært að búa hérna, hag þess er betur borgið í útlöndum þar sem borguð eru mannsæmandi laun og tækifærin eru til staðar. Það er ekki nóg með að landið sé blóðmjólkað fjárhagslega heldur er mannauðurinn hægt og bítandi að fjara út líka. Verður það svo að eftir 10 ár verður Ísland ekki lengur hamingjusamasta og vel menntaðasta þjóð í heimi? Verður Ísland meðal þeirra verst settu?

 

Nú tala erlendir jafnt og innlendir spekingar um það að mannauðurinn og menntastig þjóðarinnar sé einmitt lausn fjárhagskreppunnar. En kæra ríkisstjórn, hvað gerið þið í því? Þið hækkið á okkur skatta, hækkið atvinnuleysisbætur svo að fólk sér sér betur borgið á bótum en að vinna láglaunastörf. Þið, kæra ríkisstjórn eruð að ýta undir misnotkun á kerfinu, misnotkun á mínum skattpeningum!

 

Sjálf er ég háskólamenntuð og ríkisstarfsmaður, ekki glæsileg kjör þar frekar en fyrri daginn. Aðhald í ríkisrekstri er staðreynd og hvar er þá byrjað? Losna við lausráðna ríkisstarfsmenn og hvetja starfsmenn sem eru að komast á aldur til að fara á eftirlaun. Fækka stöðugildum á þeim sviðum þar sem að álagið er mest, færa til verkefni, auka vinnuálag. Og hvert fara svo þeir starfsmenn sem að missa vinnuna? Jú á atvinnuleysisbætur eða eftirlaun, allt borgað úr sama kassanum. Aðrir fara jú úr landi, það er sparnaður! Er spekileki kannski ríkissparnaður?

 

Hvernig væri að spara á öðrum sviðum? Þurfa hinar ýmsu stofnanir og starfsmenn bíl á vegum ríkisins? Hvað með allar þessar ráðstefnur erlendis og dagpeninga? Þarf alla þessa yfirstjórnendur?

 

Kæra ríkisstjórn, ég hef ákveðið að spara ykkur pening og flytja úr landi sem fyrst. Nýta menntun mína þar sem að hún er metin að verðleikum, þar sem að ég fæ mannsæmandi laun.

 

Til hamingju með spekilekann!


Hún bloggaði!

Þá eru liðin ár og öld síðan að ég bloggaði síðast þannig að það er kannski rétt að tjá sig aðeins.

Ég er búin með BA ritgerðina og bíð bara eftir því að fá einkun fyrir hana svo að ég geti útskrifast í febrúar. Ég hef ss ekkert annað að gera þessa dagana en að vinna og svo bara gera það sem mér sýnist í frítímanum og ég veit eiginlega bara ekki hvað ég á af mér að gera!!! Það er greinilegt að ég kann ekki alveg á svona frí og frítíma dót. Einhverjar uppástungur? 

Annars ætla ég að skella mér til Rússlands í apríl með viðkomu í London og 7 tíma viðkomu í Vín, en auðvitað er stoppið í Vín mitt stærsta gleðiefni því að ég get dúllað mér í nokkra tíma og skellt mér á kaffihús, hitt líka skemmtilegt fólk og talað þýsku W00t

Ég ætti kannski að fara að blogga meira... en ég veit ekkert hvað ég á að blogga um því að ég veit ekki hvort að ég nenni að fara út í þjóðfélagsástandið og allt það, það er bara niðurdrepandi. 

kv. 

Vera


Í fréttum er þetta helst...

Af mér er ekkert að frétta, nema að litli bróðir er að verða að rokkstjörnu og verður að spila á Dillon í kvöld klukkan 20.00, endilega að mæta og sjá hljómsveitirnar sem eru að keppa í the Global Battle of the Bands. Ég ætla að vera grúppía númer 1 þar sem að þeir æfa sig nú drengirnir í herbergi bróður míns sem er akkúrat við hliðina á mínu herbergi. Þessi ytri áhrif sem æfingar þeirra valda og ég þarf að líða eiga að veita mér þann heiðurstitil "Grúppía númer 1".

Hitt sem er að frétta af mér er það hversu mikið ritmiðlar á Íslandi eru að falast í stafsetningu og málfræði. Ég var að lesa Fréttablaðið í gær og ég gafst upp. Setningar enduðu á asnalegum stöðum og byrjuðu í miðjunni, svo ekki sé minnst á stafsetningarvillur og málfræðina. Þetta er ekki bara Fréttablaðið því ég hef tekið eftir þessu á mbl og vísi líka. Er ekki hægt að prófarkalesa betur? Eða eru blaðamenn orðnir svona lélegir í málfræði og stafsetningu? Ég vona að minnsta kosti að það verði farið að bæta þetta, íslensk tunga fer að verða það eina sem við eigum eftir og flestir eru nú á því að það beri að varðveita málið. Það verður erfitt að varðveita vandaða og góða íslensku þegar fjölmiðlar birta greinar sem hafa verið slegnar inn í flýti og ekkert athugað með málfar og málfræði. Er ég kannski bara svona mikill málfræði nasisti? Ég geri nú sjálf vitleysur af og til (enda bara mannleg) en ef ég væri að skrifa fyrir fjölmiðil þá myndi ég vanda mig mjög vel og lesa vel yfir og passa mig að málfræðin og stafsetningin sé rétt.

Jú svo sakna ég Vínarborgar og er hyggst flytja af landi brott árið 2009, þá örugglega fyrir fullt og allt enda er draumurinn að starfa fyrir Sameinuðu þjóðirnar og bjarga heiminum frá stríðsátökum og slíku. Ekki gerir maður slíkt á Íslandi er það? Hér er það eina að bjarga fólki frá stjórnmálamönnum, framsókn og útrásarvíkingum...

Bless í bili,
Vera


Lag tileinkað...

Kæru útrásarvíkingar, ráðamenn og aðrir sem bera ábyrgð á ástandinu í dag. Ég tileinka ykkur lagið "Take a Bow" með Muse. 

 

Hér er svo textinn:

Corrupt, you corrupt,
and bring corruption to all that you touch.

Hold, you’ll behold,
nd beholden for all that you’ve done.

Spell, cast a spell,
cast a spell on the country you run.

And risk, you will risk,
You will risk all their lives and their souls.

And burn, you will burn,
you will burn in hell,
you’ll burn in hell for your sins.

Ooohhh.
Our freedom is consuming itself,
what we've become is contrary to what we want
Take a bow.

Death, you bring death and destruction to all that you touch.

Pay, you must pay
You must pay for your crimes against the earth.

Hex, feed the hex
feed the hex on the country you love.

And beg, you will beg
you will beg for their lives and their souls.

Burn, you will burn,
you will burn in hell, you’ll burn in hell,
you’ll burn in hell, you’ll in hell,
burn in hell, yeah you'll burn in hell for your sins.


Kæra ríkisstjórn

Kæra ríkisstjórn,

Á þessum erfiðu tímum sem að við stöndum frammi fyrir er mikilvægt að hlusta á ráðleggingar sérfræðinga bæði erlendis og hérlendis. Danske Bank hefur því miður haft rétt fyrir sér um örlög efnahags okkar og því tel ég mál að fara að ráðum bankans núna. Það getur reynst erfitt að kyngja stoltinu og þyggja hjálp en margir sérfræðingar telja þetta vera besta leiðin í þeirri stöðu sem við erum nú. Ég veit að ykkur er annt um þjóðina svo ég bið ykkur að gera það sem þjóðinni er fyrir bestu. 

Baráttukveðjur 

Vera Knútsdóttir


mbl.is Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn eina úrræðið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ávarp til þjóðarinnar

Krónan

Ég held að ég fari bara að hætta að fylgjast með fréttum. Þar er eingöngu að finna harmfaraspár og kreppufréttir og ég held að ef að ég á að halda geðheilsunni og "þetta reddast" hugarfarinu að þá þarf ég að fara að lesa eitthvað annað. Bloggið er líka undirlagt krepputali og svona þannig að það er varla þorandi að lesa það. Auðvitað hafa allir sínar skoðanir á málinu sem er bara allt í lagi en ég er sammála honum Jóhanni í því að hlutirnir mega vera málefnalegri. Ég skoðaði í gær undirskriftasöfnunina á netinu þar sem verið er að safna undirskriftum til að afhenda Davíð Oddssyni þar sem hann verður krafinn afsagnar. Það er gott og blessað að safna slíkum undirskriftum en mér blöskraði sumt sem að fólk sagði þar. Sum kommentin voru lágkúruleg og draga úr trúverðugleika undirskriftarlistans í heild. Er hægt að taka mark á fólki sem getur ekki tjáð sig eins og fullorðið fólk? 

Ég tel einnig að í leit okkar að sökudólgi að þá förum við um og of. Vissulega er hægt að kenna Ríkisstjórninni um sumt, bankamönnum um annað og Seðlabankanum um hitt. Ég held að við getum líka fundið sökina hjá okkur. Margir vilja meina að ríkisstjórnin hafi átt að hafa vit fyrir okkur og setja okkur mörk, en slíkt er bara ekki hlutverk ríkisstjórnarinnar og stjórnvalda. Við búum í frjálsu samfélagi og við eigum að bera ábyrgð á okkur sjálf. Hverjir voru það sem að tóku lán fyrir öllu, þurftu að eiga allt nýtt. flottast og best? Hverjir eru það sem að lifðu eins og kóngar án þess að eiga krónu í rassvasanum? Það vorum við kæru landsmenn og nú fáum við skell á okkur og vonandi lærum við af þessu öllu saman. Vissulega hefðu bankarnir átt að setja einhver mörk og ekki lána okkur pening endalaust, og eftirlitið með bönkunum var eitthvað að klikka líka. En hey við tókum öll þátt og sáum ekkert athugavert við það að það væri hægt að fá lán fyrir öllu endalaust og fjárfesta hér og þar án þess að eiga neitt fyrir því, hvað þá ef það skyldi nú allt klikka! Við lokuðum bara augunum og héldum áfram að trúa því að góðærið héldi áfram endalaust.

Það gerir okkur ekkert gott að ráðast á mann og annan endalaust. Nú er mál að standa saman og fara að spara. Vissulega eru einhverjir sem bera meiri ábyrgð á ástandinu en aðrir og þeir eiga að sjálfsögðu að taka mesta skellinn. En ég held að það geri okkur ekkert gott að umvefja okkur neikvæðri orku. Hugsum jákvætt og förum að borga skuldirnar og spara það litla sem við eigum.  

Vera 


Krepputal

Skitnir

Nú er ekki talað um annað en efnahagsástandið á landinu, fall krónunnar og þjóðnýtingu Glitnis. Það er eins og ekkert annað eigi sér stað lengur. Núna liggur þjóðin bara í þynnku eftir eyðslufylleríið og vonandi að fólk fari bara að spara. Ég var nefnilega að lesa það í hagfræðinni að sparnaður auki hagvöxt til skemmri tíma og því er ég farin að spara. 

Annars er bara gott að frétta af mér, ég mun standa af mér kreppuna, enda er ég ekki með neitt bílalán eða húsnæðislán múhahahahaha! 

evra

En svona í alvöru talað, ætlar ríkisstjórnin ekki að fara að stunda almennilega hagstjórn og koma á almennilegri peningamálastefnu? Væru það ekki svik við velferð þjóðarinnar að hefja ekki aðildarviðræður við ESB, ég meina við þurfum ekkert að ganga þangað inn, en það má alveg ræða við ráðamenn í Brussel. Við töpum sko ekkert á því OG fréttir um það gætu haft jákvæð áhrif á markaðina hérna heima. Ráðamennirnir í Brussel hafa líka góð ráð um það hvernig hægt er að temja verðbólguna og auka stöðugleika gjaldmiðla og við hefðum bara gott af því að fá smá ráðleggingar. Ég tel líka að Seðlabankastjóri mætti fara að hlusta á ráðleggingar hagfræðinga, Davíð þú ert vissulega vitur maður og klár á ýmsum sviðum, en það þýðir ekki að þú vitir ALLT og hafir ALLTAF rétt fyrir þér. Ef þér er annt um Íslendinga, opnaðu þá eyrun og augun og hlustaðu á fólkið í landinu og helstu sérfræðinga á sviðum efnahags og peningamála.

Margir vilGuðnija kenna einkavæðingunni um ástandið í dag en ég held að vandamálið liggi í þeirri staðreynd að með einkavæðingunni breyttust aðstæður og því skapaðist þörf á nýjum aðferðum við hagstjórn og í peningamálastefnu landsins. Einnig kemur alltaf ákveðin niðurtúr eftir svona rosalegan hagvöxt og skuldasöfnun einstaklinga. Ég held að allir þeir sem hafa lifað um efni fram, tekið lán fyrir öllu og rétt svo haft tök á því að borga af lánunum, ættu að líta í eigin barm. Það er ekki ríkinu að kenna að fólk hafi safnað upp skuldum.

Að lokum vil ég biðja Guðna og aðra Framsóknarmenn að líta sér nær þegar þeir gagnrýna ríkisstjórnina og Sjálfstæðisflokkinn. Ég veit ekki betur en að Framsókn hafi verið í ríkisstjórn frá árinu 1995-2007 á einum mestu uppgangs og framkvæmdaárum landsins. Framsókn ber alveg jafn mikla ábyrgð á ástandinu í dag og Sjálfstæðisflokkurinn. Bara svo að það sé á hreinu!

Vera 


Var klukkuð...

Já illmennið hann Jóhann klukkaði mig þannig að ég þarf víst að ansa því....

Fjögur störf sem að ég hef unnið um ævina:

1. Fulltrúi í tollafgreiðsludeild hjá Tollstjóranum í Reykjavík

2. Herferðarstarfskona hjá Amnesty International á Íslandi

3. Leiðbeinandi á leikskóla

4. Símadama á pizzustað

Fjórir staðir sem ég hef búið á um ævina:

1. Suðurgata Akranesi

2. Castellezgasse Vín, Austurríki

3. Eggertsgata Reykjavík

4. Háholt Akranesi

Fjórar bíómyndir sem ég held upp á:

1. Hotel Rwanda

2. Lord of the Rings

3. Forest Gump

4. Pirates of the Carribean 

Fjórir sjónvarpsþættir í uppáhaldi:

1. How I met your Mother

2. Desperate Housewives 

3. Boston Legal

4. Gossip Girl

Fjórar bækur sem ég hef lesið oftar en einu sinni:

1. Hringadróttinssögu 

2. Hobbitann

3. Harry Potter

4. Fríða Frækna

Matur sem er í uppáhaldi:

1. Þorskréttur a la ég 

2. Mömmu matur

3. Sushi

4. Ís

Fjórar síður sem ég heimsæki daglega (fyrir utan bloggsíður):

1. facebook.com 

2. mbl.is 

3. ugla.hi.is

4. visir.is

Fjórir staðir sem ég hef heimsótt í fríum:

1. Vín (ohhh besta borg í heimi!)

2. London

3. Strassborg

4. Kaupmannahöfn

Fjórir staðir sem ég myndi vilja vera á núna:

1. Í Vín

2. Í Kanada að heimsækja góðan vin

3. Í Amsterdam á hótelherbergi á stærð við fataskáp....

4. Á Sirkús að dansa uppi á stólum

Fjórir bloggarar sem ég klukka: 

1. María Hrönn

2. Silja Bára

3. Lilja Ósk

4. Sigurlaug

 


Komst loksins í Fréttablaðið :-D

Ég er eins og fyrirsögnin gefur til kynna í Fréttablaðinu í dag, réttara sagt í Sirkus fylgiblaði Fréttablaðsins á föstudögum. Er á síðu 4 undir liðnum "Borgin mín". Endilega kíkið á þetta. Svo er líka einstaklega "góð" (hóst) mynd af mér með... (næst bið ég um að vera fótósjoppuð sko!)

Allavega endilega kíkið á dálkinn. Ég er einmitt uppfull af söknuði og nostalgíu þessa dagana og langar mest að bóka bara miða út aftur...

Vínar Vera 


Ruslpóstur

Ég fæ alltaf helling af ruslpósti en í dag fékk ég einn sem að fólk gæti flaskað á. Þar er verið að upplýsa viðtakanda um það að Sameinuðu þjóðirnar séu að vinna í því að maður fái greiddan út arf og þurfi bara að senda þeim upplýsingar um heimilisfang og annað og þá á viðtakandi að fá sent hraðbanka með einhverri 8.3 milljón dollara innistæðu. Ég ákvað að fara á heimasíðu lögreglunnar og athuga hvar ég gæti nú sent ábendingar um þetta, en nei ég finn bara ekkert út á þeirri síðu og ekki heldur net öryggissíðunni. Hvernig er þetta eiginlega? Fólk er kvatt til þess að láta vita af svona og svo er ekki hægt að senda ábendingu því að það er ekki hægt að finna neitt um það hvernig maður fer að því!

Ég er stórhneyksluð!

Þið vitið þá af því að ef að þið fáið tölvupóst sem segir að Aðalritari SÞ og Sameinuðu þjóðirnar séu að vinna í því að leysa út arf fyrir ykkur að þá er það bara bull! Og í guðana bænum skoðið alltaf netföng sendanda þegar þið fáið svona tölvupóst.

kv.

Vera Netlögga 


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.