Nú er allt á fullu við að undirbúa IceMUN 2007 og hvet ég ALLA að kíkja á nýju flottu heimasíðuna okkar www.mun.is og kynna sér málið.
Herlegheitin munu hefjast 24. október og standa til 28. október og munum við að þessu sinni setja upp 2 Öryggisráð og í þeim verður rætt sitt hvort málefnið. Í öðru ráðinu verður rætt um framtíð Kosovo og í hinu verður rætt um deiluna um sjávarbotn Norður heimskautsins og mun Ísland eiga sæti í því ráði að tilefni framboðs Íslands til ráðsins.
Allir sem hafa áhuga á að sjá hvernig Öryggisráðið virkar og hvernig Ísland myndi standa sig eiga ekki að hika við að skrá sig og vera með. Svo allir saman www.mun.is :-)
Stjórnmál og samfélag | Föstudagur, 31.8.2007 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fá þá þeir námsmenn sem eru með lögheimili í þessum sveitarfélögum frítt í strætó eða bara allir námsmenn á höfuðborgasvæðinu?
Ef að eingöngu þeir sem eru með lögheimili í þessum sveitarfélögum fá frítt í strætó er það frekar ósanngjarnt gagnvart hinum sem búa í þessum sveitarfélögum en eru með lögheimili annarstaðar, eins og við sem búum á stúdentagörðum.
Annars finnst mér þetta vera fagnaðar efni og vona að allir námsmenn njóti góðs af.
![]() |
Fleiri bjóða frítt í strætó |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Þriðjudagur, 7.8.2007 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)