Hvernig gengur þetta þá fyrir sig?

Fá þá þeir námsmenn sem eru með lögheimili í þessum sveitarfélögum frítt í strætó eða bara allir námsmenn á höfuðborgasvæðinu? 

Ef að eingöngu þeir sem eru með lögheimili í þessum sveitarfélögum fá frítt í strætó er það frekar ósanngjarnt gagnvart hinum sem búa í þessum sveitarfélögum en eru með lögheimili annarstaðar, eins og við sem búum á stúdentagörðum.

Annars finnst mér þetta vera fagnaðar efni og vona að allir námsmenn njóti góðs af. 


mbl.is Fleiri bjóða frítt í strætó
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég myndi búast við því að það væri frítt í strætó, sama hvar þú býrð, yfir allt höfuðborgarsvæðið, svo lengi að þú getur sýnt fram á að þú sért námsmaður.

Bjarni Rúnar (IP-tala skráð) 7.8.2007 kl. 09:34

2 identicon

Hvað meina menn með því þegar þeir tala um frítt í Strætó? Væri ekki nær að nota rétt orð yfir yfir gjörninginn þ.e.a.s.sveitafélöginn ætla að nota hærra hlutfall af útsvarsgreiðslum sínum til þess að greiða niður almennigssamgöngur. Ég hef aldrei skilið rökin fyrir því af hverju á að niðurgeirða fargjöld fyrir þennan hóp frekar en aðra af hverju ganga menn þá ekki alla leið og greiða alfarið niður fargjöldin.  Annars eru fargjöldin ekki vandamálið. Það er ekki dýrt að ferðast með Strætó.  Ef kjörnir fulltrúar Borgar og Sveitarfélaga meina einhvað með þeim orðum sínum að þeir vilji efla almenningssamgöngur byrja þeir á því að fá ríkið til þess að Strætó siti við sama borð og aðrir fólkfluttingabílar er varðar innkaup og rekstur. Hvað þjónustu varðar þarf að útbúa sér akreinar fyrir Strætó, Vagnarnir þurfa að byrja fyrr á morgnanna,dagtíminn þarf að vera til kl.19:00 en ekki 18:00 eins og er í dag, og aka á öllum leiðum til kl.00:30.  Þetta þarf að gera til þess að fólk geti notað vagnanna í og úr vinnu. Þeir sem ákveða byrjunartíma og hættutíma virðast halda það að fólk búi í næsta húsi við vinnustaðinn sinn.  Vanda á til verka þegar keyptir eru nýjir vagnar og ekki bara að horfa á verðið. Vagnarnir sem Strætó ákvað að kaupa núna síðast eru ekki farþega vænir. Þeir eru þröngir og ef fólk notar sætin sem snúa á móti hvort öðru er það nánast í faðmlögum,sætin eru hörð og óþæileg. Það er greinilegt að þarna var valin harlem útgafa af strætó.  Að lokun skora ég á Borgar og bæjarfulltúra að auka frekar þjónustu Strætó heldur en að draga úr henni. 

SFH (IP-tala skráð) 7.8.2007 kl. 10:55

3 Smámynd: Vera Knútsdóttir

Auðvitað á ekki að mismuna hópum. Það þarf að bæta strætókerfið all verulega. Við ættum að taka evrópskar borgir okkur til fyrirmyndar og vera með almennilegar samgöngur og koma á næturstrætó.

Vera Knútsdóttir, 7.8.2007 kl. 15:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband