Ég er ein af þeim afskaplega fáu Íslendingum sem ekki eiga bíl. Ég tók þá ákvörðun að spara mér peningin sem færi í það að reka bíl og eyða honum frekar í eitthvað skemmtilegt í staðinn (eins og t.d. utanlandsferðir). Ég nota þ.a.l. strætó, hjól og jafnfljóta til að komast á milli staða. Ég er afskaplega sátt við mína ákvörðun og mig langar ekkert í bíl, það er hins vegar sumt sem fer í taugarnar á mér varðandi umferðamenningu hér á landi og viðhorf til gangandi og hjólandi vegfarenda.
Ég þarf að fara yfir Hringbrautina til að komast til og frá vinnu og nota þar til gerð gönguljós til að komast yfir umferðarþunga götuna (ljósin hjá Stúdentakjallaranum). Ég sumsé ýti samviskusamlega á takkann og bíð eftir að rauða ljósið komi á, bílarnir stoppi og græni kallinn birtist. Í allt of mörgum tilfellum fara bílar yfir á þessu rauða ljósi og maður má prísa sig sæla að komast yfir heila á höldnu. Grænikallinn er líka allt of stutt og maður rétt svo kemst yfir áður en hann fer að blikka ef maður gengur mjög rösklega. Bílarnir eiga einnig að sýna tillitsemi þegar að gula ljósið fer að blikka (ásamt græna kallinum) því fólk er jú oft enn þá að koma sér yfir götuna. Margir ökumenn eru orðnir óþreyjufullir eftir þessa 1 mínútu sem að við göngufólkið höfum til að komast yfir götuna. Þetta viðhorf skapar mikla hættu og ég hef sjálf lent í því að sleppa naumlega yfir áður en það var keyrt á mig (og það var sko bílstjórinn sem flautaði á mig, já ég var víst að frekjast yfir á mínum græna kalli!). Ég hef oft velt því fyrir mér hversu hættulegt það er fyrir börn að fara þarna yfir. Börn eru jú minni og oft erfitt að koma auga á þau þegar þau skjótast yfir á þessum stutta tíma sem að græni kallinn logar. Einnig hef ég að velta fyrir mér hvernig þetta er fyrir eldra fólk. Eldra fólk fer jú hægar yfir en við unga spræka fólkið sem getum forðað okkur undan ágengni og frekju bílstjóra. Gamla fólkið kemst kannski rétt á miðjuna og þarf að bíða þá þar þangað til að umferðin hægist, eða að einhver annar þurfi að komast yfir, því það er jú ekki hnappur í miðjunni! Ég er því ansi hrædd um að einn daginn (og Guð forði okkur frá því!) muni vera ekið á gangandi vegfaranda á þessum gönguljósum (og ef ekki öðrum gönguljósum). Til að koma í vegfyrir slíkt þarf að lengja tímann sem að fólk hefur til að komast yfir götuna og setja hnapp í miðjuna. Einnig þyrfti jú að bæta því við í ökukennsluna að kenna ökumönnum þolinmæði gagnvart gangandi vegfarendum.
Svo er það annað sem fer í taugarnar á mér og það eru gangbrautir. Svo virðist sem að ökumenn gleymi því um leið og skírteinið er komið í hendurnar að bílum ber að stoppa á gangbraut og hleypa gangandi vegfarendum yfir. Það er meira að segja hægt að fá punkt í ökuskírteinið fyrir að gera það ekki!
Þegar það er rigning þá vantar einnig alla hugsun í ökumenn. Það er eins og það sé markmið þeirra að keyra í rásunum og skvetta sem mestu yfir þá sem þræða gangstéttirnar. Ótrúlegt alveg, ég veit ekki hversu oft ég hef lent í því að vera spreyjuð, og það af heilu bíla rununum. Það versta er að maður getur sjaldnast forðað sér því að gangstéttirnar eru þröngar og ekki hoppar maður á húsin!
Svo er það aðstaða fyrir hjólreiðamenn í miðbænum. Það vantar stæði fyrir hjól, eða þar til gerðar grindur til að hægt sé að læsa hjólunum.
Síðast en ekki síst þá er það strætó. Það er eins og það sé lagt mikla áherslu á það að gera það sem ömurlegast svo að allir kaupi sér nú bara bíl. Svifryksmengun er vandamál og vegirnir eru að komast á síðasta snúning með að anna umferð og lausnin er að fækka strætóferðum og hækka gjöldin. Ég átta mig enganvegin á þessu strætó veseni, það vantar allt kommon sens í þá sem taka þessar ákvarðanir.
Þegar öllu er á botnin hvolft þá finnst mér vanta virðingu gagnvart þeim sem hafa ákveðið að reka ekki bíl, ganga, hjóla eða taka strætó í staðinn. Markmiðið ætti að vera að fjölga þessu fólki en ekki að fækka því. Það eru allir að tala um mengun, gróðurhúsaáhrif og slíkt og allir vilja bæta ástandið (eða flestir þ.m.t. yfirvöld) en samt er verið að ýta undir, með þessum aðgerðum (eða skort á þeim), aukna umferð og bílnotkun.
Ég skora á stjórnvöld að fara að hugsa sinn gang í þessum málum.
Vera
Stjórnmál og samfélag | Þriðjudagur, 26.6.2007 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Já ég skrifaði færslu um ferðina á hitt bloggið mitt og ætla því bara copy paste-a henni hingað
OK this one will be in english for my non-icelandic speaking friends who are dying to know how my weekend in London was.
In one sentence: The weekend was awesome!
I met up with Lukas friday evening at the airport and OMG it was so great to see him again. It felt so surreal, like in a dream, I was just waiting for someone to pinch me so I'd realize it was real (and to be honest I feel like the whole weekend was a dream and I'm still waiting to wake up). We arrived at the hotel pretty late so we decided to just go out for something to eat and then relax. However getting something to eat at that hour was not that easy. Restaurants had just closed their kitchen and the food stands that where in the neighborhood just took cash. Finding a cash machine was not the easiest thing either, I think it took us like an hour to get cash and food so we almost starved. I think other countries should be more like Iceland, I mean the attitude here is "OMG cash what's that?".
We spent saturday walking around downtown and shopped a bit. Well Lukas walked and I limped since my ankle decided to go on a strike on wednesday. I was so lucky to be able to use Lukas as a crutch, I wouldn't be surprised if some people who saw us found us, lets say, special. I didn't want to let my limping ruin our night so I got myself this ointment (love that word), that saved me this weekend, some alcohol and we went dancing. The club was really nice and interesting to say the least. I think the party culture in London is very special. You'd see a group of girls (dressed very trashy I must say, I mean there's a difference between dressing sexy and slutty) dancing and then you'd see a guy approaching and then a group of guys would be surrounding the girls within seconds. It was interesting to watch.
On Sunday we also went downtown shopping and just walking around (well as said earlier me limping). Then going back to the hotel to get ready for the concert. Muse was just awesome, the show the performance, it was superb. The whole thing was very well organized, the Brits know how to do this I must say. Getting back to the hotel was quite interesting. The line to the tube was just, extremely long and the police was standing there making sure that everything went smoothly. It was like being lined up to a concentration camp, we all had armbands from the concert so we were all labeled and herded like sheep. Very weird feeling. Then we had to stand most of the ride back and my ankle was just killing me since I was so stupid to jump at the concert (well I couldn't help it). I've never felt so great about sitting down before, it was the greatest feeling.
Lukas left early Monday morning so I was able to sleep a bit and then get ready to go home. I had no problems getting back to the airport on my own and I slept through most of the flight. I arrived home in a pink cloud. The weekend was just so great. I haven't had such a great time since I don't know when. Now I can't wait for Lukas to come to Iceland :-)
If there's one thing I learned this weekend then it is that I have a great boyfriend!
Vera
Stjórnmál og samfélag | Þriðjudagur, 19.6.2007 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þessi helgi var einstaklega lifrarvæn, djammað á föstudegi og partí í gær. Já lifrin mín átti góða helgi. Ég ákvað á föstudagskveldi að skella mér út og fór á lífið með Davíð og Árna. Árni kom og sótti mig og við fórum á Hressó að hitta Davíð, þar sem ég kynnti þessa tvo herramenn. Við tókum svo röltið upp Laugarvegin, enda er Hressó ekki minn uppáhaldsstaður, og fórum á Ölstofuna þar sem við rákumst á Valla, Vigni, Svandísi og Silju Báru. Þar komumst við Svandís að þeirri niðurstöðu að við eigum sameiginlega ástríðu og það er jú Sirkús. Þannig að Svandís kom með okkur á Sirkús þar sem að dansinn dundi, og Svandís hrundi (smá rím hoho). Bjórinn var einni teygaður og skot tekið. Davíð yfirgaf okkur fljótt (eða seint, tímaskynið fer alveg þegar maður er að skemmta sér) og dansinn hélt áfram. Að lokum vorum við Árni bara eftir og við enduðum á Kaffibarnum í góðu geimi. Þetta djamm var í alla staði mjög vel heppnað og vil ég þakka Árna, Davíð og Svandísi fyrir frábært kvöld.
Í gær átti svo Sif litla frænka afmæli, hvorki meira né minna en 20. ára. Ég drakk nú ekkert rosalega þar, bara nokkra bjóra og fann varla á mér. Mér leið einni eins og gamalmenni í partíinu þar sem að vinir hennar eru jú á hennar aldri og töluðu um útskriftarferðir, hver svaf hjá hverjum og hverjir hættu að vera vinir í kjölfarið og fleira dramatískt. Ég skildi ekkert í þessu og leið eins og í sápuóperu. Það er greinilegt að ég hef aldrei verið í mjög dramatískum vinahópi. Kannski er ég bara nörd og ræði um nördalega hluti við mína vini, mér leið amk eins og gamalmenni og fór heim snemma.
Ég vil líka óska Söru frænku til hamingju með útskriftina, en hún var að útskrifast sem viðskiptafræðingur í gær. Til hamingju með það!
Í dag er ég svo að fara að hitta gömlu Amnesty félagana (eða ekki svo gömlu) sem ég var að vinna með í fyrra sumar. Það er alltaf gaman að hitta gamla félaga, sérstaklega þá sem að maður hefur ekki hitt í langan tíma.
Svo þarf ég að gera dót fyrir IceMUN félagið, skrifa um ýmislegt fyrir heimasíðuna og svona. Einnig undirbúa kynningardót fyrir MenntóMUN. Það er alltaf best að gera þessa hluti sem fyrst, þá eru þeir bara tilbúnir og minni vinna fyrir mig. Nenni ekki að pæla í þessu í ágúst þegar ég er að læra fyrir próf og svona.
En jæja, best að halda áfram að "vinna".
Lifið heil
Vera
Stjórnmál og samfélag | Sunnudagur, 10.6.2007 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)