Stjórnmál og samfélag | Miðvikudagur, 28.3.2007 (breytt kl. 18:56) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ferðalangurinn situr þreyttur á "hot spot" stað á Stansted flugvelli og er að blogga. Ferðin hógst eldsnemma morguns þar sem förinni var heitið á BSÍ í flugrútuna í Leifstöð þar sem að ævintýrið hófst. Dagurinn er búinn að vera langur og erfiður og unga stúlkan er gríðarlega þreytt. Þó nokkrar hremmingar hafa hent hana þar sem að við innritun í flug frá London til Bratislava var stúlkan send að borga einhvern ríkisskatt og koma svo aftur og tékka sig inn. Þegar innritun er lokið þá er farið í gegnum öryggis eftirlit þar sem að kemur í ljós að eingöngu má vera með eina tösku eða poka í handfarangri. Öllu er troðið í töskuna sem er orðin gríðarlega þung á þessum tímapunkti. Eftir pirring ákveður stúlkan að splæsa á sig internet tíma á "hot spot" staðnum svo að hún geti tengst siðmenntuðum netheimi.
Það fer gríðarlega í taugarnar á stúlkunni að það þurfi að borga fyrir "hot spot" en á heimaslóðum stúlkunar merkir "hot spot" frítt internet. Greinilegt að útrás Íslands hefur ekki náð til þessa merka fyrirbæris.
Ferðalangurinn hefur lært nokkra hluti í ferð sinni hingað til:
- Það er ekki gáfulegt að sofa í 3 tíma fyrir langt ferðalag og hafa farið jafnframt drukkin að sofa.
- Þrátt fyrir að hafa gert mistökin í lið eitt þá slapp ferðalangurinn við þynnku.
- Stansted er gríðarlega leiðinlegur flugvöllur.
- Öryggiseftirlit í Bretlandi er strangara en í Bandaríkjunum.
- Það borgar sig ekki að bóka flug og snemma því það getur orsakað auka útgjöld í furðulega skatta.
- Útlendingar skilja ekki hinu sönnu merkingu hugtaksins "hot spot".
- Bretland er nákvæmlega eins og klisjurnar sem ferðalangurinn var búinn að koma sér upp um landið.
- Ferðalangurinn hefur enn þann einstakahæfileika að pakka þannig að taskan er gríðarlega þung.
- Ferðalangurinn er búinn að eyða of miklum pening í dag - vorkunsamir mega hafa samband til að koma með frjáls framlög til styrktar fátæks ferðalangs og nema.
- Þetta blogg er orðið nógu langt í bili.
Ferðalangurinn þarf að fara að huga að næsta flugi og klósettferð.
To be continued....
Stjórnmál og samfélag | Laugardagur, 17.3.2007 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Kæru ráðamenn í ríkisstjórn Íslands,
Ég hef fylgst með framvindu Baugsmálsins með öðru auganu og ekki tjáð mig mikið um þetta mál. Nú er mér hins vegar farið að blöskra hvernig ríkið er tilbúið til að borga milljónir til þess að reka þetta mál. Skattpeningar okkar Íslendinga fara í að borga undir flug fyrir vitni í þessu blessaða máli svo að þau geti borið vitni í 5 mínútur og það þykir bara allt í lagi. Hvar er siðferðiskenndin? Það eru mörg mun brýnari mál sem þurfa fjárframlög frá ríkinu en peningunum er eytt í að flytja inn vitni! Er þessi kostnaður virkilega þess virði?
Nú þegar líða fer að kosningum sjáum við Íslendingar hvernig ríkisstjórnin er tilbúin til að spreða peningum úr ríkiskassanum í málefni sem skila engu til okkar borgaranna, nákvæmlega engu! Ég skil ekki af hverju við látum þetta viðgangast, ég bara næ þessu ekki. Og það sem ég skil allra síst er það að ráðamenn virðast halda að þeir muni fá atkvæði út á þetta. Ég verð bara að segja að ég get ekki kosið þá sem ætla að eyða í svona vitleysu!
Það er í lagi að fjársvelta hinar ýmsu stofnanir ríkissins en það er allt í lagi að spreða milljónum í svona bull!
Ég vona að þið ráðamenn farið að kveikja á siðferðiskenndinni og hættið þessari vitleysu.
![]() |
Skýrslutöku yfir Jónínu Benediktsdóttur frestað |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Þriðjudagur, 13.3.2007 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
![]() |
Vísindamenn segjast hafa fundið hormónið sem veldur unglingaveiki |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Mánudagur, 12.3.2007 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ég á við vandamál að stríða. Ég hlæ of mikið og þá helst við óheppilegar aðstæður eins og í tíma. Það er einhvern vegin þannig að það má ekki segja mér smá brandara eða neitt í tíma og ég missi mig í hláturskasti. Það er að sjálfsögðu ekki mjög heppilegt að fá hláturskrampa í miðjum tíma, og hvað þá sí endurtekin. Það bendir að sjálfsögðu bara til þess að ég sé ekki að fylgjast með og sé uppfull af gelgjustælum. Ég vil bara taka það skýrt fram að ég er blásaklaus og er í raun fórnarlamb í þessu máli. Það er einfaldlega þannig að fólkið sem er með mér í stjórnmálafræðinni er of fyndið.
Ég vil því vinsamlegast biðja samnemendur mína um að sýna mér tilitsemi þar sem ég þjáist af heiftarlegri hláturgirni, það geta samnemendur mínir gert með því að hætta að gera og segja fyndna hluti.
Að því loknu vil ég biðja kennara mína afsökunar á því að missa mig í hláturskasti, flissi og öðru slíku í tímum. Ég skammast mín mikið.
Vera
Stjórnmál og samfélag | Fimmtudagur, 8.3.2007 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)