Wiener Melange

Fyrstu dagarnir hafa verið alveg frábærir hérna. Nýt þess að hafa almennilegar almennings samgöngur og það er bara fínasta veður. Ég skráði mig einnig á þýskunámskeið í febrúar sem byrjar þann 11. feb.

37_Bombar_evo107Ég bókaði einnig miða til Strasborgar og fer með næturlest frá Vín þann 5. feb og verð komin um morgunin þann 6. feb. Fer svo til baka með Martin og Bergi um kvöldið þann 7. febrúar. Ég hef þannig 2 heila daga í Strassborg þannig að það verður bara æði. Aðal stuðið er náttúrulega að hitta Martin aftur og svona Wink Ferðin fram og til baka kostaði líka bara 58 evrur sem er bara góður díll! Ódýrara en að taka rútuna aðra leið til Akureyrar!!!! 

Það var meira ævintýrið að bóka þennan miða! Gaurinn sem bókaði miðann gerði vitleysu og bókaði mig til Strassborgar þann 6. en ekki þann 5. eins og ég bað um og ég fattaði það ekki fyrr en ég var búin að fara og sækja miðann. Ég þurfti að hringja í ÖBB (Austurríska lestardæmið) og reyna að fá þessu breytt, sem tókst eftir að hafa talað við 5 manneskjur og lýsa vandamálinu. Ég hugsa að mér hafi tekist að pirra allar þessar fimm manneskjur. Mér var svo sagt af fimmtu og síðustu manneskjunni að fara á lestarstöð þar sem að ÖBB væri með skrifstofu og láta þá breyta þessu þar sem og ég gerði þannig að fjúff!latte

Annars er ég orðin fastagestur á kaffihúsi sem heitir Coffee Day og er með frítt internet. Ég drekk Wiener Melange og "surfa" internetið hérna. Heimilistölvan er mjög óáreiðanleg og á það til að slökkva á sér, slökkva á forritum og koma með bláaskjáinn ógurlega. Ég held það þurfi bara að hreinsa hana og setja windows upp á nýtt (sem er á þýsku að sjálfsögðu). Ég hugsa að ég ræði það við Konni á morgun einnig internet mál. Ég verð að geta notað netið í minni tölvu svo að ég geti lært heima á kvöldin og svona (háskólinn er sko ekki opinn allann sólarhringinn eins og hér heima!). Það er líka betra að geta hringt í fjölskylduna þegar ég er heima en ekki á kaffihúsi eða í skólanum (ekki það að einhver skilji íslensku hérna).

Ég er búin að taka nokkrar myndir og mun setja þær á netið við tækifæri.

Vínarkveðja

Vera 


Fyrsta Vínarbloggið!

Ég komst heil og höldnu til Vínar í gær eftir langa og stranga ferð. Auðvitað hófst ferðin með roki og tilheyrandi á Íslandi og endaði með stormi í Vín (það var sko gefin út Sturmwarnung mér til heiðurs).

Lukas sótti mig á flugvöllinn og fór með mig "heim" (sko í íbúðina mína) þar sem að mamma Konni, stelpunar sem ég mun búa með, og kærasti Konni tóku á móti mér. Sissi (mamman) var svo elskuleg að gefa mér ávexti og fallegt blóm og bauð mig hjartanlega velkomna. Íbúðin er mjög fín og herbergið mitt líka. Ég set inn myndir við tækifæri, eða þegar Konni er komin frá Spáni, þá get ég laumast til að taka myndir af henni líka til að sýna ykkur.

Við Lukas slöppuðum bara af í gær og horfðum á vídjó og drukkum vín (nú myndi hann karl faðir minn segja "vín í Vín"). Í morgun fór hann svo með mig í skólann þar sem ég skráði mig í skólann og svo fór ég að tala við þá sem halda þýskunámskeiðið í febrúar og ég mun skrá mig á morgun í það þar sem að ég þarf að taka próf til að sjá hvar ég er stödd og ég vil rifja aðeins upp áður en ég tek það. 

Ég sit á veitinga/kaffihúsi sem er með frítt internet þar sem að það er ekki þráðlaust net heima og tölvan sem er nettengd er á þýsku með þýskt lyklaborð og ég vildi ekki gera ykkur það að þurfa að lesa bloggið án íslenskra stafa (tha hefdi bloggid verid a thessum notum). 

Ég bið bara að heilsa í bili og ég lofa að vera dugleg að blogga um hið æsispennandi líf mitt hérna í Vín Woundering

Vera 


Háleit markmið?

375px-Opera_ViennaBráðum mun ég losna úr kulda og vosbúð hérna á klakanum og í 12°C í Vín ahhhh. Þá mun ég ekki vera að krókna úr kulda lengur heldur nýt þess að vera í sumarhita í janúar (ég meina 12°C er bara fínasti sumar hiti hérna á klakanum).

Mitt fyrsta markmið við komuna til Vínar er að finna myndarlegann og ríkann mann til þess að bjóða mér á hið víðfræga óperuball í Vín. Á ballið sækja helstu fyrirmenn og auðkífingar Austurríkis og jú annarra landa og kostar ódýrasti miðinn 160 evrur á meðan sá dýrasti kostar 17.000 evrur! Í fyrra mætti forsvarsmaður ballsins með Paris Hilton uppá arminn og í ár ætlar hann að mæta með fyrrverandi hans Marlyn Manson. Ekki amalegt það! 

Vera 

 


Landflóttinn mikli!

Dömur mínar og herrar, yndiskæru landsmenn.

Eftir 11 daga held ég af stað í mikla ferð til meginlandsins þar sem ég mun sækja mér ýmsan fróðleik. Ég býst við því að læra eitt af tungumálum meginlandsbúa (þ.e. þýsku), hvernig fara eigi með vín með mat, matreiða alvör721px-Location_Austria_EU_Europeu vínarsnitsel og borða sacher tertu og apfelstrudel í hvert mál. Ef ég mun halda mig við austurrískt matarræði eingöngu á meðan dvöl minni stendur býst ég við að koma heim útblásin og vega tvöfalda núverandi þyngd mína. Það er þó heppilegt að ég mun búa með næringarfræðingi sem getur kannski leiðbeint mér um hollt matarræði. Vínarborg mun aldrei vera söm eftir dvöl mína þar enda ætla ég að mála bæinn rauðann og mun fara þar um eins og stormsveipur. Austurrískir karlmenn munu vera slegnir yfir hinu fagra íslenska fljóði og hinu yndisfagra móðurmáli hennar...

Eftir nokkra dvöl á meginlandinu sé ég fyrir mér að ég fái mikinn söknuð á landi og þjóð og hefji að yrkja ættjarðarljóð í anda hinna íslensku rómantíkera sem stunduðu nám í Kaupmannahöfn hér áður fyrr. Þegar ég kem svo til baka mun ég koma af stað byltingu þar sem að stjórnmálunum verður umturnað og þjóðin verður frelsuð undan oki stjórnmálaflokkanna... 

Ég er þessa dagana að vinna í ýmsu eins og að undirbúa B.A. ritgerðina og bóka tíma með öllu því yndislega fólki sem ég þekki og vill fá að kyssa mig góða ferð. Það liggur við að fólk þurfi að hringja og panta tíma hjá mér og hef ég verið að pæla í því að fá mér einkaritara til þess svara símtölum og sjá um dagbókina. Ef þú ert einn af þeim sem vilt kyssa mig bless hafðu þá bara samband. 

Ég mun nota bloggið til þess að upplýsa landann um ferðir mínar og ævintýri þannig að endilega fylgist vel með! Það vantar aldrei dramatíkina í kringum mig þannig að ég sé fram á æsispennandi sögur sem jafnast á við góða sápuóperu...

Annars eru nánast öll formsatriði komin á klárt fyrir för mína og á ég bara eftir að pakka lífi mínu niður í ferðatösku og passa að það fari ekki yfir 20kg, þar sem að ég veit að það mun ekki vera nóg sé ég fram á að þurfa að senda mér a.m.k. tvo kassa af "drasli" þar sem það er ódýrara að senda "draslið" heldur en að borga af því yfirvigt tvisvar (þarf að millilenda í Danaveldi áður en ég kemst á áfangastað).  

Vera 


Einkuna(ó)skil

Önn eftir önn lenda nemendur í því að kennarar skili ekki af sér einkunum á réttum tíma. Á meðan að kennarar draga skil á einkunum þurfa nemendur að nurla saman til að eiga fyrir salti í grautinn þar sem að þeir fá ekki greidd námslán fyrr en að einkunirnar eru komnar inn. Vorönnin hefst áður en að nemendur eru búnir að fá allar einkunir frá haustönninni og oftar en ekki eru einkunirnar að koma inn undir lok janúarmánaðar. Finnst kennurum þetta virkilega í lagi?

Við nemendur þurfum alltaf að skila okkar verkefnum á tilsettum tíma, annars er það ekki metið eða dregið er frá einkun. Ef að við nemendur þurfum nauðsynlegan frest til þess að skila af okkur einkunum þá þurfum við að semja um það sérstaklega við kennara. Skyldur okkar nemenda eru skýrar, enda erum við að vinna að okkar háskólagráðu og við förum samviskusamlega eftir þeim tilmælum sem okkur eru gefin. Það virðist hins vegar vera svo að sumir kennarar (sem betur fer ekki allir!) taki reglur Háskólans alls ekki alvarlega þegar að kemur að einkunarskilum. Kennarar hafa 4 vikur til að skila af sér einkunum eftir lokapróf á haustönn og 3 vikur á vorönn. Þetta er meira en nógur tími til þess að fara yfir þessi blessuðu próf og verkefni en samt dregst það oft langt fram yfir þann tíma sem leyfilegur er! 

Ég hef heyrt það að kennurum finnist það leiðinlegast af öllu að fara yfir próf, mér er bara alveg sama! Kennarar velja að hafa lokapróf sem helsta námsmat og verða því bara að bíta í það súra epli að fara yfir þau. Okkur nemendum finnst heldur ekkert skemmtilegt að leysa þessi próf eða gera mörg af þeim verkefnum sem okkur er gert að skila. Við gerum þau nú samt og skilum á réttum tíma. 

Ég er orðin afskaplega þreytt á því að þurfa að líða það að fá flestar einkunnir inn of seint og heyra af félögum mínum sem eru líka að fá einkunirnar sínar inn of seint. Hafa kennarar ekki neina sómatilfinningu til þess að skila einkunum á réttum tíma? Ég tel það a.m.k. lágmark að ef að kennarar sjá fram á að þurfa að skila einkunum inn of seint að láta okkur nemendur vita, ég tel það okkar grunndvallar rétt. Það getur að sjálfsögðu alltaf eitthvað komið uppá sem veldur því að óhjákvæmilegt er að skila einkunum inn of seint og ætti þá að gera það að skyldu kennara að láta nemendur vita. 

Nú þarf að fara að segja stopp! Kennarar hafa engan rétt á því að koma svona fram við nemendur! 


Gleðilegt ár!

Gleðilegt ár!

Ég vona að árið 2008 verði ykkur öllum mun betra en árið 2007 Wizard

Ég mæli svo með því að þið kíkið á mína einka Vín Halo

http://my-vienna.myminicity.com/ 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband