Þá eru liðin ár og öld síðan að ég bloggaði síðast þannig að það er kannski rétt að tjá sig aðeins.
Ég er búin með BA ritgerðina og bíð bara eftir því að fá einkun fyrir hana svo að ég geti útskrifast í febrúar. Ég hef ss ekkert annað að gera þessa dagana en að vinna og svo bara gera það sem mér sýnist í frítímanum og ég veit eiginlega bara ekki hvað ég á af mér að gera!!! Það er greinilegt að ég kann ekki alveg á svona frí og frítíma dót. Einhverjar uppástungur?
Annars ætla ég að skella mér til Rússlands í apríl með viðkomu í London og 7 tíma viðkomu í Vín, en auðvitað er stoppið í Vín mitt stærsta gleðiefni því að ég get dúllað mér í nokkra tíma og skellt mér á kaffihús, hitt líka skemmtilegt fólk og talað þýsku
Ég ætti kannski að fara að blogga meira... en ég veit ekkert hvað ég á að blogga um því að ég veit ekki hvort að ég nenni að fara út í þjóðfélagsástandið og allt það, það er bara niðurdrepandi.
kv.
Vera
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.