Af mér er ekkert að frétta, nema að litli bróðir er að verða að rokkstjörnu og verður að spila á Dillon í kvöld klukkan 20.00, endilega að mæta og sjá hljómsveitirnar sem eru að keppa í the Global Battle of the Bands. Ég ætla að vera grúppía númer 1 þar sem að þeir æfa sig nú drengirnir í herbergi bróður míns sem er akkúrat við hliðina á mínu herbergi. Þessi ytri áhrif sem æfingar þeirra valda og ég þarf að líða eiga að veita mér þann heiðurstitil "Grúppía númer 1".
Hitt sem er að frétta af mér er það hversu mikið ritmiðlar á Íslandi eru að falast í stafsetningu og málfræði. Ég var að lesa Fréttablaðið í gær og ég gafst upp. Setningar enduðu á asnalegum stöðum og byrjuðu í miðjunni, svo ekki sé minnst á stafsetningarvillur og málfræðina. Þetta er ekki bara Fréttablaðið því ég hef tekið eftir þessu á mbl og vísi líka. Er ekki hægt að prófarkalesa betur? Eða eru blaðamenn orðnir svona lélegir í málfræði og stafsetningu? Ég vona að minnsta kosti að það verði farið að bæta þetta, íslensk tunga fer að verða það eina sem við eigum eftir og flestir eru nú á því að það beri að varðveita málið. Það verður erfitt að varðveita vandaða og góða íslensku þegar fjölmiðlar birta greinar sem hafa verið slegnar inn í flýti og ekkert athugað með málfar og málfræði. Er ég kannski bara svona mikill málfræði nasisti? Ég geri nú sjálf vitleysur af og til (enda bara mannleg) en ef ég væri að skrifa fyrir fjölmiðil þá myndi ég vanda mig mjög vel og lesa vel yfir og passa mig að málfræðin og stafsetningin sé rétt.
Jú svo sakna ég Vínarborgar og er hyggst flytja af landi brott árið 2009, þá örugglega fyrir fullt og allt enda er draumurinn að starfa fyrir Sameinuðu þjóðirnar og bjarga heiminum frá stríðsátökum og slíku. Ekki gerir maður slíkt á Íslandi er það? Hér er það eina að bjarga fólki frá stjórnmálamönnum, framsókn og útrásarvíkingum...
Bless í bili,
Vera
Athugasemdir
Ehemm, þú veist hvað grúppíur gera?
Jóhann Pétur Pétursson, 19.11.2008 kl. 16:42
Jóhann, þú veist alveg að ég er ekkert að fara að vera svoleiðis grúppía!
Vera Knútsdóttir, 19.11.2008 kl. 17:12
Ég veit, ég er bara svoddann púki í mér og gat því ekki annað en bent á þetta.
Jóhann Pétur Pétursson, 20.11.2008 kl. 12:57
Dónakall! :-P
Vera Knútsdóttir, 20.11.2008 kl. 14:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.