Kæra ríkisstjórn,
Á þessum erfiðu tímum sem að við stöndum frammi fyrir er mikilvægt að hlusta á ráðleggingar sérfræðinga bæði erlendis og hérlendis. Danske Bank hefur því miður haft rétt fyrir sér um örlög efnahags okkar og því tel ég mál að fara að ráðum bankans núna. Það getur reynst erfitt að kyngja stoltinu og þyggja hjálp en margir sérfræðingar telja þetta vera besta leiðin í þeirri stöðu sem við erum nú. Ég veit að ykkur er annt um þjóðina svo ég bið ykkur að gera það sem þjóðinni er fyrir bestu.
Baráttukveðjur
Vera Knútsdóttir
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn eina úrræðið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Er ekki spurningin aðalega hvort þeir samningar hafi eitthvað jákvætt? Nú hef ég ekki kynnt mér Alþjóðagjaldeyrissjóðinn en það sem ég hef heyrt útundan mér er að venjubundin lán frá þeim geri ráð fyrir t.d. að þjóð sem tekur við því selji basicly allar auðlindir sínar til þeirra sem Alþjóðagjaldeyrissjónum líkar við og margt annað sem kann að vera illa séð hér á Íslandi.
Við höfum auk þess sérfræðinga á Íslandi,við skulum ekki gleyma því. Annars efast ég um að Alþjóðagjaldeyrissjóður muni geta gefið okkur jafn góð lán og Rússar eða aðrir sem hafa áhuga á að halda Rússum í burtu frá Íslandi geta gefið okkur.
Það er samt spurning hvort það sé ekki tímabært að fara að þreifa fyrir sér hjá Alþjóðagjaldeyrissjóði en það má líka bæta við að ríkisstjórnin gæti vel verið byrjuð á því ferli án þess að tilkynna það.
Gunnar (IP-tala skráð) 11.10.2008 kl. 12:06
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn mun hvort eð er taka völd hér ef að landið fer á hausinn og þá með verri skilmála en það sem við eigum að geta fengið í dag. Og jú Rússar og IMF ætla að standa saman að þessu láni skv. þeim fréttum sem ég hef heyrt. Svo er það líka spurning hvort að maður treysti ráðamönnum lengur í þessum efnum. Það er amk erfitt að vita hverjum maður á að treysta í dag.
Vera Knútsdóttir, 11.10.2008 kl. 12:18
hahaha, annt um þjóðina... ég veit ekki hvar í stjórnmálaskólanum þeir kenna hatur á búfénaði (aka almenningi), sennilega er það bara kennt körlunum, eða sér kúrs þegar þú kemur inn á þingið.
Gullvagninn (IP-tala skráð) 11.10.2008 kl. 12:29
Lestu þér til um IMF og þeirra "prógram". við yrðum hluti af einhverju "liebensraum" batteríi fyrir ríkustu lönd heims.
Ekki að ræða það að gefa sjálfstæði landsins í hendur fasistunum þarna.
Fólk sem heldur að þetta sé lausnin er heilaþvegið af hræðsluáróðri.
Hrafn (IP-tala skráð) 11.10.2008 kl. 12:44
Einn af toppunum í IMF hefur sagt að Rússar ættu að lána Íslendingum í samvinnu við IMF - ekki að Rússar muni lána Íslendingum í samvinnu við IMF.
Satt að segja stór efast ég um að Rússar muni lána okkur nokkuð, en geri þeir það þá verður það aldrei í gegnum IMF. Til hvers þá að lána Íslandi? Bara vera næs?
Hagsmunir IMF og Rússlands eru svart og hvítt.
Íslendingar væru betur settir með Rússneskt lán og Rússnesk skilyrði, því Rússar geta ekki sett nein gríðar-skilyrði eins og IMF getur. IMF krefst þess að þjóð framselji fullveldi sínu í óákveðinn tíma veiti þeir lán til viðkomandi þjóðar.
Að öllu jöfnu.. auðvitað geta skilyrði þeirra breyst.
Fyrst og fremst þá hefur Den Danske Bank ekki rétt fyrir sér í þetta sinn, en það sýnir að við eigum enga vini í Danmörku. Að taka lán frá IMF er heldur ekki á dagskrá næstu viku eða mánaða.
Það er eins og allir gáfaðir og vel gefnir menn á Íslandi séu víðs fjarri. Þetta eru bara peningar sem málið snýst um, ekki eitthvað alvarlegt. IMF er engiin lausn á síðari tímum, heldur bara verkfæri fyrir ríkari lönd að krefja pening úr fátækari löndum.
Við erum hins vegar eitt af ríku löndunum og látum ekki fara svona með okkur - þetta IMF bull byrjaði ekki fyrr en fólk tók eftir að við létum Gordon Brown fara með okkur eins og hryðjuverkamenn og Íslendingar og þeirra stjórnvöld tóku því án þess að sýna viðbrögð.
IMF er þá settur inn, til þess að veita landinu yfirdráttarheimild svo við getum nú borgað ríku löndunum, og IMF tekur stjórn á okkar fullveldi. Ólýðræðisleg stofnun mun fara með fjárhagslegt fullveldi okkar. Þá höfum við tapað, þegar við göngum viljandi inn í það, og erum þá bara að segja við séum gjaldþrota löngu áður en á það er reynt.
Uni Gislason (IP-tala skráð) 11.10.2008 kl. 13:29
IMF hefur sett þau skilyrði fyrir láni að deilur okkar við Breta og Hollendinga komist í góðan farveg. Ekki þykja mér það ströng eða ósanngjörn skilyrði.
Vera Knútsdóttir, 11.10.2008 kl. 13:49
það er auðvitað bara byrjunin, þeir eru svo miklir sérfræðingar í peningamálum, að innan skamms eru þeir búnir að neyða okkur að einkavæða allar auðlindir til "réttra" manna og auðhringja
Gullvagninn (IP-tala skráð) 11.10.2008 kl. 18:16
Já, elsku vinir, er ekki betra að láta útlendinga fara illa með okkur en t.d. Björgúlf litla?
Björn Heiðdal, 11.10.2008 kl. 21:09
Ég held að ríkisstjórnin hafi haft það að markmiði að gera það besta fyrir þjóðina allan tímann sem að þessi kreppa skall á, hvort sem að það hafi tekist eða ekki. Ég held að ráðamenn séu fyrir löngu búnir að kyngja stoltinu og viðurkenna það að við séum hjálparþurfi.
En við skulum ekki gleyma því að komi alþjóðagjaldeyrissjóðurinn inn í spilið þýðir það mjög hörð skilyrði, skilyrði sem að eiga eftir að koma mörgum hér á landi mjög illa. Þannig að sú leið er sennilega eða jafnvel örugglega harkalegasta leið sem að hægt er að velja. Þannig hefur ríkisstjórnin þá ábyrgð að leita þessarar leiðar hvorki of snemma vegna þeirra afleiðinga sem að hún hefur, né of seint þannig að það verði ekki um seinan. Ég veit ekki með ykkur en mér finnst hlutverk Geirs og allra hinna í ríkisstjórninni sem og Davíðs og annarra seðlabankastjóra ekkert sérstaklega öfundsvert.
Jóhann Pétur Pétursson, 12.10.2008 kl. 22:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.