Georg-von-Trapp-Straße

n336200083_17729_4296Ástæðan fyrir þessum skemmtilega blogg titli er sú að ég var í Salzborg um helgina og þar er einmitt að finna stræti með þessu nafni (við vitum að sjálfsögðu öll að the Sound of Music var tekin upp í Salzborg og þess vegna eigið þið að vita hver Georg von Trapp er!). Salzborg er auðvitað algjör túristaborg og allt snýst um Mozart og Sound of Music þar! Ég get ekki sagt annað en að Salzborg er afskaplega falleg borg, eins og allt annað í Austurríki (nema Linz, Linz er ljót iðnaðarborg).

Ég fór á fimmtudagin með lest til Salzborgar í yndislegu veðri og naut útsýnisins. Florian sem var erasmus nemi á Íslandi haustönn 2007 bauð mér í heimsókn og því gat ég ekki annað en skellt mér! Ég fékk einka leiðsögn um borgina og á tímabili hafði ég meira að segja tvo leiðsögumenn, Florian og Stefan, en Stefan var einnig erasmus nemi á Íslandi haust 2007. Það var alveg ótrúlega margt sem að þeir gátu sagt mér um borgina, nema auðvitað um það sem viðkemur the Sound of Music (Austurríkismenn þekkja myndina varla), en þeir sögðu mér ýmislegt um Mozart, dómkirkjuna, o.fl. Ég sá fæðingarhús Mozarts og húsið sem að hann bjó í (þ.e. þegar hann var ekki í Vín), dómkirkjuna, Hellbrunn sem var byggt til að vera svona samsvörun við Schönbrunn í Vín, markaðinn og svo smökkuðum við Mozart líkjör og ekta Mozartkugeln sem fást eingöngu í Salzborg. 

n336200083_17709_1204Florian, eins og sönnum herramanni sætir, sótti mig á lestarstöðina á bílnum hans Stefan og þegar við keyrðum heim til Florian fórum við fram hjá Georg-von-Trapp-Straße og ég vissi ekki hvert ég ætlaði af hlátri. Florian var afskaplega hissa og spurði mig hvað væri svona fyndið og ég þurfti að útskýra fyrir honum hver Georg von Trapp er/var. Auðvitað var farið með mig á stúdentabar, reyndar er það bar sem að stúdentafélga kaþólskra stúdenta í Salzborg rekur (mikil saga á bakvið þessi stúdentafélög sem ég fékk að heyra), og þar voru drukknir kokteilar fyrir nokkrar evrur. Daginn eftir vorum við voða "fersk" og ég skoðaði háskólann og rölti um borgina í alveg dásamlegu sólskini og hlýju veðri. 

n336200083_17725_5880Á föstudagskvöldinu fórum við í minigolf (þ.e. ég, Stefan, Florian, kærustur þeirra og annað par) og ég var búin að lýsa því yfir hvað ég væri ógeðslega léleg í minigolfi og hvort að maður ætti nú ekki að reyna að koma boltanum niður í sem flestum höggum... Ég var í forrystu nánast allann tímann (þ.e. með fæst högg) þangað til á lokasprettinum að ég tapaði naumlega fyrir Stefan. Ég hefndi mín á laugardagskvöldinu með því að rústa Stefan, Florian og Gabi (kærasta Florian) í spili sem heitir Hotels og snýst um að byggja hótel og gera hina gjaldþrota. Við lok spilsins var ég ríkari en bankinn Cool (yndislegt ef að svo væri raunin!). Kannski er það rétt sem að maðurinn sagði "heppin í spilum óheppin í ástum..."

Eftir frábæran sigur fórum við á írskan pöbb og drukkum bjór og fórum svo frekar snemma heim að sofa enda þurfti ég að pakka og taka lestina aftur heim á sunnudeginum.

Ég held að ég sé að verða hálf-austurrísk, ég er allavega mjöööööög ástfangin af landi og þjóð InLove svo mikið að ég fékk mér dirndl og er því gjaldgeng á oktoberfest W00t

Bis bald!

Vera 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Pétur Pétursson

Heppin í spilum, óheppinn í ástum, tja ég vann mér það til frægðar um daginn að tapa öllum spilapeningunum mínum í póker á 15 mínútum. Að vísu var bara 500 kr undir en samt, þetta hlýtur að vera met.

Það kemur þér kannski á óvart en ég á Sound of Music og finnst hún bara góð. Fólk má kalla mig samkynhneigðan ef það vill. Ég veit samt ekki hver Georg von Trapp er. Hver er það? Og hvernig er það þegar maður er í háskóla, er maður þá alltaf að drekka áfengi??? Ég ætla þá í háskóla í hvelli

Jóhann Pétur Pétursson, 15.4.2008 kl. 15:17

2 Smámynd: Vera Knútsdóttir

Georg von Trapp er aðal gaurinn! Þúst sjóliðsforingin sem að á öll börnin!!! DÖH

Vera Knútsdóttir, 16.4.2008 kl. 12:04

3 Smámynd: Jóhann Pétur Pétursson

Jahá, þá veit ég það.

Jóhann Pétur Pétursson, 17.4.2008 kl. 18:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.