Ég fór í brúðkaup vinkonu minnar úr þýskunámskeiðinu þann 28. mars. Athöfnin var rosalega falleg, brúðurin var glæsileg og grét nánast allann tímann (af gleði að sjálfsögðu). Ég tók Theu (einnig úr þýskunámskeiðinu) með mér þar sem að ég mátti taka með mér "deit" og ég vissi að Andrea (brúðurin) var búin að reyna að ná í Theu lengi til að bjóða henni í brúðkaupið. Fullkomið plan sumsé. Ég var heldur ekki alveg tilbúin til þess að mæta ein og þekkja bara brúðurina, þá hefði mér liðið 100% eins og "wedding crasher."
Mér fannst einstaklega áhugavert og skemmtilegt að upplifa kaþólskt brúðkaup, á þýsku! Sem betur fer talaði presturinn skýrt þannig að ég skildi bara alveg helling!
Brúðkaupið var alveg gríðarlega alþjóðlegt enda var fólk þar frá öllum heimshornum sem gerði brúðkaupið bara ennþá skemmtilegra. Brúðurin er brasilísk og brúðgumminn er austurrískur þannig að tónlistin í veislunni var blönduð. Maturinn var himneskur! Ég hef aldrei borðað jafn mikið á ævinni, svo var kakan líka himnesk. Þetta var bara allt saman himneskt! Við Thea tróðum okkur vel út og vorum sterkar á barnum, enda opin bar (tek það fram að kvöldið endaði ekki með ofurölvun eða neinu slíku, við erum dannaðar dömur). Við ákváðum í kirkjunni að nota tækifærið og skoða myndarlegu einhleypu strákana í veislunni e n það voru nánast engir slíkir, nema einn sem við kölluðum "puppy." Hann fékk nafnið puppy þar sem að hann er með stór brún augu og löng augnhár og var svona krúttlegur gaur. Við dönsuðum því við hann um kvöldið og fórum heim með rútunni klukkan 4 um nóttina (12 tíma brúðkaup!) og beint heim að sofa.
Ég vaknaði síðan klukkan 7.30 morgunin eftir til þess að fara á flugvöllinn og segja bless við Lukas en hann var að flytja til Kanada Ég var alveg dauðþreytt það sem eftir var dags og náði nánast ekkert að vinna í ritgerðinni sem ég var að skrifa fyrir hann Svan.
Á má nudaginn byrjaði svo skólinn aftur eftir páskafrí og mætti ég "fersk" í tíma klukkan 8. Þetta er einn af þeim kúrsum sem kenndur er á þýsku og ég var ekki alveg að ná öllu þennan morgunin og allt í einu áttum við að skipta okkur í umræðu hópa og ræða greinina sem við áttum að lesa fyrir tímann (sem ég nb. las ekki þar sem hún var á þýsku). Ég náði eitthvað aðeins að taka þátt samt í umræðunum sem betur fer! Restin af vikunni hefur farið í að mæta í tíma og læra og ég er í tveimur tímum með íslenskum strák sem er að læra stjórnmálafræði hérna í Vín þannig að ég get spurt hann ef ég skil ekki baun. Tek það fram að það er örugglega heimsmet að tveir Íslendigar séu saman í kúrs í stjórnmálafræði hérna í Vín.
Ég náði að klára að lesa grein á þýsku og gera hugarkort úr henni sem ég þarf að skila á mánudaginn. Ég hélt ég myndi aldrei ná að klára að lesa greinina og skilja eitthvað í henni en ég er svo ógeðslega klár að það tókst nú á endanum! Ég gerði smá rannsókn á meðan á lestrinum stóð og komst að því að 98% þýskra orða hafa "sch" í þeim. Yndislegt tungumál þýskan...
Bis später!
Vera
Flokkur: Bloggar | Laugardagur, 5.4.2008 (breytt kl. 16:36) | Facebook
Athugasemdir
Ég hef komist langt á þýskunni minni, þessum tveimur setningum sem ég kann. Ég elska þig þarna dæmið ... og líka Wir sitzen uns mit tränen nieder ... eitthvað svoleiðis. Hef getað slegið um mig með þessu ... þetta er fyrsta setningin í einum flottasta kaflanum úr Mattheusarpassíunni sem ég söng um árið með Kór Langholtskirkju. Hvort hún passar alls staðar veit ég ekki en það skiptir engu ... múahahhahaha!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 5.4.2008 kl. 17:09
Ég ætti kannski að prófa þessa setningu, annars hefur "Ich bin Erasmus Studentin..." verið að virka ágætlega, kemur mér alveg helvíti langt
Vera Knútsdóttir, 5.4.2008 kl. 18:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.