Er þetta í tísku núna?

Greinilegt að ég er alveg dottin út úr öllu heima... Allt í einu eru bara allir að fremja rán, eða amk reyna það. Ég skil samt ekki af hverju fólk reynir slíkt eftir að heyra endalaust í fréttum að þjófarnir hafi náðst. Ég meina ekki gefur það manni vonir um að ránið heppnist? Kannski er það þannig að fólk sér í fréttunum að rán hafi verið framið og hugsar "hey góð hugmynd!" Nei ég veit það ekki... Ætli kreppan sé farin að segja til sín? 

Spurning um að innganga í ESB og upptaka evrunar sé lausnin Tounge

Bankarán, sjoppurán... hvað er næst?  

 


mbl.is Ránstilraun í Reykjavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Pétur Pétursson

Jú er ekki ESB og evran lausn alls. Manni hefur heyrst það að öll heimsins vandamál leystust með þessari blessuðu evru. Þá munu vasar allra fyllast af peningum og öll hagstjórnarleg vandamál munu hverfa. Annars hefur þetta að mestu verið einskorðað við Breiðholtið. Ég held að svaranna við þessari gátu sé frekar að leita þar heldur en í Brussel.

Jóhann Pétur Pétursson, 30.3.2008 kl. 11:48

2 Smámynd: Vera Knútsdóttir

Ef þú byggir núna í landi þar sem að evran er gjaldmiðill þá værir þú einnig mjög spenntur fyrir því að taka upp evruna, ég meina peningurinn minn verður að engu þessa dagana

Vera Knútsdóttir, 30.3.2008 kl. 12:02

3 Smámynd: Jóhann Pétur Pétursson

Ef að ESB risaríkisskrýmslið fylgir með í kaupbæti....neibb. Það er hins vegar alltaf fólgin ákveðin áhætta með að skipta á milli gjaldmiðla. Stundum er gengið hátt, stundum er það lágt, það á við alla gjaldmiðla.

Jóhann Pétur Pétursson, 31.3.2008 kl. 13:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.