Páskafríið!

n336200083_16976_3011Því miður var internetið algjörlega kaputt þar sem að ég var í St. Andrä þannig að ég gat ekkert bloggað... æ, æ.

Páskafríið var alveg æðislegt! Ég varð gjörsamlega ástfangin af hinu yndisfagra Austurríki!!! Austurrísk gestrisni á sér enga hliðstæðu, ég var bara eins og týnda dóttirin hjá herra og frú Meyer. Ég var látin troða í mig kræsingar sem að Elisabeth eldaði og sturta svo í mig ógrynni af Schnaps. Herra Meyer (Anton) pabbi Elisabethar fannst alveg æðislegt að sjá til þess að schnaps glasið væri aldrei tómt, ég held að hann hafi verið hissa á því hversu mikið af því ég gat drukkið (úpps).

Í Kärntern eru ótrúlega margir siðir og venjur tengdar páskunum. Á fimmtudeginum lituðum við harðsoðin egg sem voru síðan borðuð á laugardeginum (jn336200083_16950_7694á laugardagurinn er aðal dagurinn hjá þeim!) og bakað brauð sem er með kanilsykri og rúsínum, mjög svipað kanilsnúðunum okkar Íslendinga (það var líka borðað á laugardeginum). Páskaskinkan, beljutungan og hrossapylsurnar voru einnig soðnar á fimmtudeginum svo að allt væri klárt fyrir laugardaginn. Að kaþólskum sið var fastað fram að laugardegi þannig að það mátti ekki borða neitt kjöt og á fimmtudeginum var spínatkássa borin fram með spældum eggjum! Það kom mér á óvart hversu vel það smakkaðist!

Föstudagurinn langi var svo bara venjulegur dagur hjá þeim, allar búðir opnar og engin heilögheit við þann dag eins og heima á Íslandi. Þetta er eitt af þeim atriðum sem eru ólík á milli kaþólikka og mótmælenda. Ég sagði þeim að á Íslandi væri föstudagurinn langi heilagur dagur og ekki n336200083_16948_4649mætti spila spil á þeim degi eða neitt, markmiðið væri að hann sé langur og leiðinlegur Tounge

Á laugardeginum var vaknað eldsnemma til að fara (klukkan 7 um morgunin) með þurrkaðann trjásvepp til blessunar og til að kveikja í honum svo að hægt sé að fara með rjúkandi sveppinn í öll herbergi í húsinu til að setja góðan páska "anda" í húsið! Síðan um klukkan 10 (ég reyndar sleppti því) var farið með bastkörfuna með páskamatnum í kirkju til að presturinn gæti blessað máltíðina. Síðan fórum við til frænda Elisabethar í páskamatinn í hádeginu þar sem að páskaskinka, hrossapyslur og beljutunga (já já ekki bara Íslendingar sem borða spes mat) var borðuð, ásamt litríku eggjunum og brauðinu góða. Svo var að sjálfsögðu Schnaps í eftirrétt og brandí. Páskakanínan kom einnig með glaðning handa okkur. Á laugardagskvöldinu var svo aftur borðaður sami matur, nema heima hjá Elisabeth, og þá kom annað skildfólk í mat. Það var sko nóg borðað þann daginn! 

Á sunnudeginum sýndi ég þeim svo þann góða íslenska sið að háma í sig hiðn336200083_16997_2250 íslenska páskaegg (eða sagði þeim meira frá því og lét þau prófa). Um kvöldið var svo farið á Ostertanz eða páskaball þar sem að spiluð var austurrísk þjóðlagatónlist, sem byggist á polka, og dönsuðum við glatt! Það var rosalega gaman að sjá fólk klætt í hefðbundin austurrískan klæðnað dansandi polka! Ahh ég þarf svo að fá mér Dirndl, þá verð ég eins og María í Tónaflóði Grin. Við Elisabeth fengum reyndar þá hugmynd að endurgera Tónaflóð nema hafa hana aðeins meira Kärntern style.

Ég kom svo heim til Vínar í gær og það er búið að snjóa alveg heilan helling hérna í dag, fékk meira að segja þrumur og eldingar í kaupbæti! Í kvöld mun ég svo hitta stúlkuna sem að ég leigi herbergið af, hún er heima hjá fjölskyldunni um páskana og það verður gaman að hitta hana loksins!

Ennnn ég þarf að halda áfram að skrifa ritgerð um atferliskenningar í stjórnmálafræði fyrir hann Svan minn! Cool

Tschüss baba!  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Pétur Pétursson

Bytta. En beljutunga og hrossapylsur... eru ekki páskarnir gleðilegir hjá þeim þarna í Austurríki. Það yrðu sko alls ekki gleðilegir páskar hjá mér ef að ég þyrfti að borða tungu úr beljum og pylsur gerða úr hrossi. Mér finnst pylsurnar nógu vondar þegar þær eru gerðar úr mikilli fitu, dash af þriðja flokks kindakjöti og smávegis af úldnu svínakjöti.

Nú veit ég af hverju ég fer aldrei til útlanda. Til þess að þrauka þarna úti í þessum vonda heimi þá þarf maður virkilega að vera með opinn huga. Ég vill bara hanga hérna uppi á þessu skeri í minni þröngsýni og íhaldssemi. (það tók virkilega á að fatta þetta)

Jóhann Pétur Pétursson, 26.3.2008 kl. 22:40

2 Smámynd: Vera Knútsdóttir

OK Jóhann! Við borðum hrútsPUNGA og svið sem eru nú gerð úr kindahausum!!! Já svo ekki sé minnst á rotinn hákarl og kæsta skötu! Tungan smakkaðist nú bara ágætlega og var helvíti mjúk undir tönn, mæli með henni

Vera Knútsdóttir, 27.3.2008 kl. 02:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.