Er bara búin að vera ógeðslega upptekin síðustu daga!
Er sko búin að vera föst á ráðstefnu síðustu daga þar sem að ég var forseti Öryggisráðs SÞ og jafnframt fulltrúi Bandaríkjanna að ræða innrás Írak í Kúveit. Skólinn byrjaði einnig í vikunni þannig að ég hef alveg fullt af afsökunum Auðvitað hef ég þurft að sinna öðrum mikilvægum skyldum einnig eins og að hitta fólk og drekka með því kaffi og spjalla (ómægod erfiðast í heimi!).
Skólinn er sumsé búin að vera í viku og ég mætti í 2 tíma af 3 sem voru kenndir í þessari viku (var sko föst á ráðstefnu og þurfti þess vegna að skrópa). Mér lýst bara rosalega vel á þetta, þarf að venjast að kalla kennarana Herr Magister "setjið inn þýskt nafn" eða Herr Doktor "setjið inn þýskt nafn" (er ekki með kvenkyns kennara). Einnig geng ég undir nafninu Frau Knutsdottir. Ég á eftir að njóta þess að heyra þá bera fram nafnið mitt
Ég hitti enn eitt skyldmennið í gær. Ég fór og borðaði hádegismat með Finni og áttum við mjög gott spjall. Svo gott að við færðum okkur á kaffihús og fengum okkur kaffi. Ótrúlegt hvað heimurinn er lítill, eða er ættin bara svona samhent?
Ég skráði mig einnig á framhaldsnámskeið í þýsku og í stað þess að fara í G4 (var í G3 í febrúar) þá fékk ég að fara í M1 (sem er sko stigið fyrir ofan G4) af því að ég fékk svo góðar einkunnir. Ég er dauðfeginn því að M1 er kennt á mun hentugri tíma en G4 þannig að það er barasta allt að smella saman. Ég byrja sumsé á námskeiðinu eftir páskafrí, eða byrjun apríl, ásamt því að byrja á fullu í skólanum. Í millitíðinni ætla ég að fara til Kärntern og upplifa austurríska páska, kíkja jafnvel til Salzborgar og fara svo í brúðkaup í lok mánaðarins. Einnig er planið að klára að skrifa eitt stykki ritgerð og er ég búin að gera forsíðuna þannig að hún er öll að verða til (eða ekki).
Ég mun fræða ykkur um páskaævintýri mín fljótlega, hver veit nema að ég verði rosalega dugleg að blogga. Bis später!
Vera
P.S. Til hamingju með afmælið Amma og Sara!
Flokkur: Bloggar | Laugardagur, 15.3.2008 (breytt kl. 16:15) | Facebook
Athugasemdir
Skrópalingur. En það er ágætt að þú skemmtir þér vel.
Jóhann Pétur Pétursson, 18.3.2008 kl. 22:37
Hæ, eru allir naktir í Vín eins og í Zillertal?
Gott að þú skemmtir þér vel í þessu fallega landi, vá maður...
Íris (IP-tala skráð) 24.3.2008 kl. 16:50
Nei ég hef ekki séð fólk nakið út á götu hérna í Vín! Var reyndar bara að koma "heim" aftur eftir ferð út á land og er sko algjörlega ástfangin af Austurríki eftir það!
Vera Knútsdóttir, 25.3.2008 kl. 13:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.