Einkuna(ó)skil

Önn eftir önn lenda nemendur í því að kennarar skili ekki af sér einkunum á réttum tíma. Á meðan að kennarar draga skil á einkunum þurfa nemendur að nurla saman til að eiga fyrir salti í grautinn þar sem að þeir fá ekki greidd námslán fyrr en að einkunirnar eru komnar inn. Vorönnin hefst áður en að nemendur eru búnir að fá allar einkunir frá haustönninni og oftar en ekki eru einkunirnar að koma inn undir lok janúarmánaðar. Finnst kennurum þetta virkilega í lagi?

Við nemendur þurfum alltaf að skila okkar verkefnum á tilsettum tíma, annars er það ekki metið eða dregið er frá einkun. Ef að við nemendur þurfum nauðsynlegan frest til þess að skila af okkur einkunum þá þurfum við að semja um það sérstaklega við kennara. Skyldur okkar nemenda eru skýrar, enda erum við að vinna að okkar háskólagráðu og við förum samviskusamlega eftir þeim tilmælum sem okkur eru gefin. Það virðist hins vegar vera svo að sumir kennarar (sem betur fer ekki allir!) taki reglur Háskólans alls ekki alvarlega þegar að kemur að einkunarskilum. Kennarar hafa 4 vikur til að skila af sér einkunum eftir lokapróf á haustönn og 3 vikur á vorönn. Þetta er meira en nógur tími til þess að fara yfir þessi blessuðu próf og verkefni en samt dregst það oft langt fram yfir þann tíma sem leyfilegur er! 

Ég hef heyrt það að kennurum finnist það leiðinlegast af öllu að fara yfir próf, mér er bara alveg sama! Kennarar velja að hafa lokapróf sem helsta námsmat og verða því bara að bíta í það súra epli að fara yfir þau. Okkur nemendum finnst heldur ekkert skemmtilegt að leysa þessi próf eða gera mörg af þeim verkefnum sem okkur er gert að skila. Við gerum þau nú samt og skilum á réttum tíma. 

Ég er orðin afskaplega þreytt á því að þurfa að líða það að fá flestar einkunnir inn of seint og heyra af félögum mínum sem eru líka að fá einkunirnar sínar inn of seint. Hafa kennarar ekki neina sómatilfinningu til þess að skila einkunum á réttum tíma? Ég tel það a.m.k. lágmark að ef að kennarar sjá fram á að þurfa að skila einkunum inn of seint að láta okkur nemendur vita, ég tel það okkar grunndvallar rétt. Það getur að sjálfsögðu alltaf eitthvað komið uppá sem veldur því að óhjákvæmilegt er að skila einkunum inn of seint og ætti þá að gera það að skyldu kennara að láta nemendur vita. 

Nú þarf að fara að segja stopp! Kennarar hafa engan rétt á því að koma svona fram við nemendur! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

HEYR HEYR

Irena (IP-tala skráð) 11.1.2008 kl. 18:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband