BÚIN BÚIN BÚIN BÚIN

JÁ ÉG ER BÚIN Í PRÓFUM JIBBÍ!

Nú get ég farið að jafna mig eftir átökin við bækurnar, ekkert stress, bara afslöppun. Get sofið út án þess að fá samviskubit og lesið bækur sem EKKI eru skóla bækur... mmm æðislegt!

Ég fékk svo skemmtilegan glaðning í vikunni frá Lukasi, bók, sem ég hlakka mjög til að byrja að lesa. Ég hugsa að ég detti í að lesa nörda bækur í sumar og þetta verður sú fyrsta og heitir hún Liberalism the Classical Tradition eftir Ludwig von Mises. Ég hugsa að ég taki frjálshyggju, stjörnuspeki og þýsku fyrir í sumar. Ásamt djammi, útilegum og einni utanlandsferð (svo er líka eitt sumarpróf en ég ætla ekki að leggjast í þunglyndi yfir því alveg strax). Það er bara spurning hvort að ég spyrji Hannes Hólmstein með hvaða bókum um frjálshyggju hann mælir með. Ég var einmitt sökuð um það um daginn að hljóma eins og hann. Ég var eitthvað að ræða velferðarmál og þá var sagt við mig "Vera ég var líka í þessum tíma þegar Hannes sagði þetta" ég bara "öhh sko ég hef aldrei verið í tíma hjá Hannesi..."

Það er töff að vera nörd!

En jæja ég ætla að fara að leggja mig og hafa mig svo til fyrir daginn og kveldið. Svo verður haldið á Akranes að kjósa og í grillveislu og svo... svo er það ÁFENGI OG FYLLERÍ!

Lifið heilsusamlega og já munið að kjósa! Það á alltaf að nýta kosningarétt sinn!

Vera 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bjarki Tryggvason

Til hamingju:)

Bjarki Tryggvason, 12.5.2007 kl. 11:51

2 Smámynd: Vera Knútsdóttir

Takk takk :)

Vera Knútsdóttir, 12.5.2007 kl. 14:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband