Hláturgirni - minn helsti veikleiki - eða er ég komin aftur á gelgjuna?

Ég á við vandamál að stríða. Ég hlæ of mikið og þá helst við óheppilegar aðstæður eins og í tíma. Það er einhvern vegin þannig að það má ekki segja mér smá brandara eða neitt í tíma og ég missi mig í hláturskasti. Það er að sjálfsögðu ekki mjög heppilegt að fá hláturskrampa í miðjum tíma, og hvað þá sí endurtekin. Það bendir að sjálfsögðu bara til þess að ég sé ekki að fylgjast með og sé uppfull af gelgjustælum. Ég vil bara taka það skýrt fram að ég er blásaklaus og er í raun fórnarlamb í þessu máli. Það er einfaldlega þannig að fólkið sem er með mér í stjórnmálafræðinni er of fyndið. 

Ég vil því vinsamlegast biðja samnemendur mína um að sýna mér tilitsemi þar sem ég þjáist af heiftarlegri hláturgirni, það geta samnemendur mínir gert með því að hætta að gera og segja fyndna hluti. 

Að því loknu vil ég biðja kennara mína afsökunar á því að missa mig í hláturskasti, flissi og öðru slíku í tímum. Ég skammast mín mikið.

Vera  

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vera

Þetta þykir mér afar athyglisvert - ég á það nefnilega líka til að hlæja "of mikið"!   Kannski þetta fylgi nafninu? 

Kv.
Vera

Vera, 16.3.2007 kl. 11:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.