Stúdentapólitík er ekki heimskuleg

Rosalega er gaman að sjá frétt um stúdentakosningarnar á vef mbl. Sjálf mætti ég á fundinn og hafði gaman af þó að allt hafi verið við það að fara í háaloft þarna undir lokin. Það sem mér finnst samt leiðinlegt er að sjá einn framboðslistann blogga við þessa frétt um að stúdentapólitík sé heimskuleg. Stúdentapólitík er nefnilega alls ekki heimskuleg, heldur hagsmunamál. Ef eitthvað er heimskulegt þá er það að flokkur í framboði komi með þá yfirlýsingu að stúdentapólitík sé heimskuleg, ef hún er svona heimskuleg hvað eru þið þá að gera í framboði? Í sama bloggi er auðvitað komið baráttumáli flokksins á framfæri sem er einstaklingskosningar. Samkvæmt kenningu þessa framboðs þá munu einstaklingskosningar auka kosningaþátttöku og auka samstöðu innan stúdentaráðs. Því miður er ég ekki sannfærð um að svo sé. Í fyrsta lagi þá er kosningaþátttaka þar sem að einstaklingsframboð eru mun minni en þar sem eru flokksframboð. Í sveitarfélögum með 1000+ íbúa, þar sem að óbundnar kosningar hafa farið fram hefur kosningaþátttaka verið mun minni en í þeim sveitarfélögum þar sem að um flokksframboð hefur verið að ræða. Hins vegar þar sem að sveitarfélög eru smærri hefur þátttaka verið meiri (Gunnar Helgi Kristinsson, Staðbundin Stjórnmál, 2001:108).

Háskóli Íslands hefur 10.000 nemendur og kosningaþátttaka er alveg gríðarlega lítil. Ef að þróunin er þessi í sveitarstjórnarmálum, ætti hún þá að vera eitthvað öðruvísi í háskólanum? Ástæðan fyrir því að beint lýðræði er ekki við lýði er sú að það borgar sig ekki fyrir kjósandann að kynna sér öll þau mál sem þarf að álykta um og hefur jafnvel ekki áhuga á því. Margir kjósendur hafa ekki einu sinni áhuga á því að kynna sér stefnumál stjórnmálaflokkana fyrir Alþingiskosningar og kjósa bara eftir gömlum vana.

Nemendur í Háskóla Íslands nenna margir hverjir ekki að kynna sér stefnumál stúdenta flokkanna því að þeim finnst þau hljóma eins, og enn aðrir nenna barasta ekki að eyða tíma í það! Ef að 100 einstaklingar eru í framboði með svipaðar áherslur þá efast ég um að fólk nenni að kynna sér mál þeirra og hvað þá að kjósa. Þið getið rétt ímyndað ykkur hvernig kjörseðillinn liti út! Hann væri alveg fáránlega langur.

Til þess að frambjóðendur geti komið málefnum sínum á framfæri þarf að auglýsa sig og það kostar peninga og ef það er eitthvað sem að stúdentum skortir þá eru það einmitt peningar. Þetta framboð sem boðar einstaklingskosningar talar einnig um að samstaða ráðsins yrði meiri. Ég held að það sé nóg að reyna að fá 2 fylkingar til að vinna saman, sem þær hafa gert með góðum árangri síðasta kjörtímabil, hvernig verður það þegar að hópur einstaklinga þarf að vinna saman sem eru jafnvel með gjör ólíkar áherslur. Ég sé fyrir mér endalaust þras og lítinn árangur.

Einnig telur þetta framboð að það að hafa 1. árs kjörtímabil (í stað tveggja) sé betra. Ég tel að 2. ára kjörtímabil með þeirri róteringu sem fylgir því mjög snjallt. Það kemur í veg fyrir það að ný kjörið stúdentaráð þurfi að finna upp hjólið.

Að lokum vil ég hvetja stúdenta til að kjósa á miðvikudag og fimmtudag og ég tek það fram að ég er hvorki í Vöku né Röskvu, hvað þá einhverjum stjórnmálaflokki.


mbl.is Oft dræm kjörsókn í Háskólanum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.