Ruslpóstur

Ég fæ alltaf helling af ruslpósti en í dag fékk ég einn sem að fólk gæti flaskað á. Þar er verið að upplýsa viðtakanda um það að Sameinuðu þjóðirnar séu að vinna í því að maður fái greiddan út arf og þurfi bara að senda þeim upplýsingar um heimilisfang og annað og þá á viðtakandi að fá sent hraðbanka með einhverri 8.3 milljón dollara innistæðu. Ég ákvað að fara á heimasíðu lögreglunnar og athuga hvar ég gæti nú sent ábendingar um þetta, en nei ég finn bara ekkert út á þeirri síðu og ekki heldur net öryggissíðunni. Hvernig er þetta eiginlega? Fólk er kvatt til þess að láta vita af svona og svo er ekki hægt að senda ábendingu því að það er ekki hægt að finna neitt um það hvernig maður fer að því!

Ég er stórhneyksluð!

Þið vitið þá af því að ef að þið fáið tölvupóst sem segir að Aðalritari SÞ og Sameinuðu þjóðirnar séu að vinna í því að leysa út arf fyrir ykkur að þá er það bara bull! Og í guðana bænum skoðið alltaf netföng sendanda þegar þið fáið svona tölvupóst.

kv.

Vera Netlögga 


Bloggfærslur 3. september 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.